NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

D´Antoni í viðræðum við New York og Chicago

Nú þykir líklegt að Mike D´Antoni þjálfari Phoenix muni hætta hjá félaginu í sumar. Útvarpsstöð í Phoenix greindi frá því í gærkvöld að þjálfarinn hefði fengið leyfi frá stjórn félagsins um að ræða við Chicago og New York, en þessi félög eru bæði þjálfaralaus.

Körfubolti
Fréttamynd

New Orleans - San Antonio í beinni í nótt

Tveir leikir fara fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt og verður annar leikur New Orleans og San Antonio sýndur beint á NBA TV rásinni á Fjölvarpinu. Leikurinn hefst klukkan 1:30 eftir miðnætti. Þá mætast Detroit og Orlando öðru sinni í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Boston valtaði yfir Atlanta

Deildarmeistarar Boston Celtics urðu nú í kvöld síðasta liðið til að tryggja sér sæti í annari umferð úrslitakeppninnar í NBA þegar liðið rótburstaði Atlanta 99-65 í sjöunda leik liðanna í Boston.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe er bestur

Samkvæmt frétt Los Angeles Times hefur Kobe Bryant verið valinn verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar þetta tímabilið en þetta er í fyrsta sinn sem hann hlýtur útnefninguna.

Körfubolti
Fréttamynd

Tvíhöfði í beinni í NBA í nótt

Körfuboltaáhugamenn fá nóg fyrir sinn snúð í kvöld þegar hægt verður að sjá tvo leiki í úrslitakeppninni í beinni útsendingu í sjónvarpi. Sjötta viðureign Atlanta og Boston verður sýnd beint á miðnætti á Stöð 2 Sport og strax þar á eftir verður bein útsending frá sjötta leik Utah og Houston á NBA TV. Leikurinn hefst um kl. 02:30.

Körfubolti
Fréttamynd

Durant nýliði ársins

Kevin Durant, leikmaður Seattle, var kjörinn nýliði ársins í NBA-deildinni í körfubolta. Al Horford hjá Atlanta varð í öðru sæti.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Detroit kláraði Philadelphia

Aðeins einn leikur fór fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt en Detroit vann öruggan sigur á Philadelphia og tryggði sér þar með sæti í annarri umferð úrslitakeppninnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Cleveland 3-2 yfir gegn Washington

Tveir leikir voru í úrslitakeppni NBA í nótt. Boston vann Atlanta á heimavelli sínum og komst í 3-2 í rimmunni. Boston þarf nú einn sigur í viðbót til að komast áfram. Washington vann Cleveland naumlega á útivelli og minnkaði muninn en Cleveland leiðir einvígið 3-2.

Körfubolti
Fréttamynd

Avery Johnson rekinn frá Dallas

Avery Johnson var í kvöld rekinn úr starfi sínu sem þjálfari Dallas Mavericks í NBA deildinni, strax daginn eftir að liðið féll úr leik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar - annað árið í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

Atlanta-Boston beint á Sport á föstudagskvöldið

Sjötti leikur Atlanta Hawks og Boston Celtics í úrslitakeppni NBA deildarinnar verður sýndur beint á Stöð 2 Sport á miðnætti á föstudagskvöldið. Fimmti leikur liðanna er á dagskrá í kvöld klukkan 0:30 og er sýndur beint á NBA TV rásinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Byron Scott kjörinn þjálfari ársins í NBA

Byron Scott hjá New Orleans Hornets hefur verið kjörinn þjálfari ársins í NBA deildinni. Undir stjórn Scott náði Hornets besta árangri í sögu félagsins í vetur og vann einnig riðil sinn í fyrsta skipti í sögunni.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Enn líf í Phoenix

New Orleans og Cleveland eru á góðri leið með að komast í undanúrslit sinna deilda en Detroit og Phoenix héldu lífi í sínum rimmum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í gær og nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Fer Phoenix í sumarfrí í kvöld?

Fjórir leikir eru á dagskrá í kvöld og í nótt í úrslitakeppni NBA deildarinnar og verður stórleikur Phoenix og San Antonio sýndur beint á NBA TV sjónvarpsrásinni klukkan 19:30.

Körfubolti
Fréttamynd

Atlanta lagði Boston

Fjórir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í gærkvöldi og í nótt. Boston Celtics tapaði óvænt fyrir Atlanta, en LA Lakers, Orlando og Utah eru komin í sterka stöðu gegn mótherjum sínum.

Körfubolti
Fréttamynd

Denver - LA Lakers beint á Stöð 2 Sport í kvöld

Þriðji leikur Denver Nuggets og LA Lakers í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 21:25 í kvöld. Lakers vann fyrstu tvær viðureignir liðanna á heimavelli sínum en í kvöld eigast liðin við í Colorado.

Körfubolti
Fréttamynd

Vincent rekinn frá Bobcats

Þjálfarinn Sam Vincent hefur verið látinn taka pokann sinn hjá Charlotte Bobcats í NBA deildinni eftir aðeins eitt ár í starfi. Gamla brýnið Lary Brown hefur þegar verið orðaður við starfið hjá Michael Jordan og félögum, en hann hætti forsetastöðu sinni hjá Philadelphia fyrir nokkru.

Körfubolti
Fréttamynd

Philadelphia burstaði Detroit - Phoenix í vondum málum

Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt og þar mátti heldur betur sjá óvænt tíðindi. Philadelphia burstaði Detroit á heimavelli sínum, Dallas lagaði stöðu sína gegn New Orleans og Phoenix er komið í mjög vond mál gegn meisturum San Antonio.

Körfubolti
Fréttamynd

Mikið fjör í körfunni í nótt

Það verður nóg um að vera í NBA deildinni í körfubolta í kvöld og þar af geta sjónvarpsáhorfendur fengið tvo leiki beint í æð í kvöld. Leikur Toronto og Orlando frá því í gærkvöld verður sýndur á Stöð 2 Sport skömmu fyrir miðnætti og þá verður bein útsending á NBA TV rásinni frá leik Philadelphia og Detroit klukkan 23:00.

Körfubolti
Fréttamynd

Pierce klár í slaginn með Boston

Framherjinn Paul Pierce hjá Boston verður klár í slaginn annað kvöld þegar Boston sækir Atlanta heim í þriðja leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA.

Körfubolti
Fréttamynd

Þrjú lið komust í 2-0 í nótt

New Orleans, San Antonio og Orlando unnu leiki sína í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt og hafa öll komist í 2-0 í sínum einvígjum. Allir þrír leikirnir í nótt unnustu á heimavöllum.

Körfubolti
Fréttamynd

Kevin Garnett er varnarmaður ársins í NBA

Framherjinn Kevin Garnett hjá Boston Celtics var í dag kjörinn varnarmaður ársins í NBA deildinni. Varnarmaður ársins í fyrra, Marcus Camby hjá Denver, varð annar í kjörfinu og Shane Battier frá Houston þriðji.

Körfubolti