NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Dallas - Minnesota í beinni í nótt

Leikur Dallas og Minnesota í NBA deildinni verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu klukkan hálf tvö í nótt. Dallas er heitasta liðið í NBA og hefur unnið níu leiki í röð og þá er leikur kvöldsins fín upphitun fyrir leik Dallas og Sacramento sem sýndur verður beint á Sýn á föstudagskvöldið klukkan eitt.

Körfubolti
Fréttamynd

Fimmti sigur Denver í röð

Carmelo Anthony skoraði 33 stig þegar Denver lagði LA Clippers á heimavelli 103-88 í NBA deildinni í nótt. Þetta var fimmti sigurleikur Denver í röð í deildinni og er Anthony stigahæsti leikmaður deildarinnar það sem af er með 31 stig að meðaltali. Corey Maggette var besti leikmaður Clippers í leiknum með 22 stig og 12 fráköst.

Körfubolti
Fréttamynd

Dallas með níunda sigurinn í röð

Dallas vann í nótt sinn níunda leik í röð í NBA deildinni þegar liðið skellti New Orleans á heimavelli sínum, en Utah Jazz tapaði loks eftir átta leikja sigurgöngu þegar liðið tapaði fyrir Golden State á útivelli.

Körfubolti
Fréttamynd

Dallas og Utah með 8 sigra í röð

Utah og Dallas eru án efa heitustu liðin í NBA deildinni um þessar mundir en í nótt unnu bæði lið sinn áttunda leik í röð í deildinni. Dallas lagði San Antonio á útivelli og Utah skellti LA Lakers og er enn með bestan árangur allra liða í deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Indiana - Cleveland í beinni í nótt

Það verður mikið um dýrðir í NBA deildinni í nótt þar sem ekkert var leikið í gærkvöld vegna þakkagjörðarhátíðarinnar í Bandaríkjunum. Nokkrir mjög athyglisverðir leikir verða í nótt og NBA TV sjónvarpsstöðin á Fjölvarpinu sýnir leik Indiana og Cleveland beint klukkan eitt eftir miðnættið.

Körfubolti
Fréttamynd

Sigurganga Utah Jazz heldur áfram

Spútniklið Utah Jazz hélt áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni í nótt þegar liðið skellti Sacramento á útivelli 110-101. Þetta var 11. sigur liðsins í fyrstu 12 leikjunum í vetur og er liðið öllum að óvörum í efsta sæti deildarinnar. Þetta var auk þess þriðji leikurinn í röð þar sem lið Utah vinnur upp 16 stiga forskot eða meira í síðari hálfleik.

Körfubolti
Fréttamynd

LA Clippers - Seattle í beinni í nótt

Leikur Los Angeles Clippers og Seattle Supersonics verður á dagskrá NBA TV sjónvarpsstöðvarinnar á Fjölvarpinu klukkan 3:30 í nótt. Lið Clippers heldur uppteknum hætti frá í fyrra og hefur byrjað leiktíðina mjög vel svo hætt er við því að Seattle eigi á brattann að sækja í Staples Center í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Koba Bryant skoraði 40 stig gegn Clippers

Kobe Bryant, leikmaður LA Lakers í NBA deildinni, er nú óðum að finna fyrra form eftir hnéuppskurð í sumar. Hann skoraði 40 stig í 105-101 sigri Lakers á grönnum sínum í LA Clippers í nótt. Elton Brand skoraði 20 stig og hirti 15 fráköst fyrir Clippers og Corey Magette skoraði einnig 20 stig. Lakers hefur unnið 8 leiki og tapað aðeins 3.

Körfubolti
Fréttamynd

Besta byrjun í sögu Utah Jazz

Utah Jazz vann í nótt sjötta leik sinn í röð í NBA deildinni og hefur unnið 10 af fyrstu 11 leikjum sínum í upphafi leiktíðar, sem er félagsmet. Liðið skellti Toronto 101-96 á heimavelli í nótt og er í efsta sæti deildarinnar, en lenti þó 16 stigum undir á tímapunkti í síðari hálfleik rétt eins og í leiknum þar á undan.

Körfubolti
Fréttamynd

Duncan afgreiddi Sacramento

Tim Duncan lék sinn besta leik á tímabilinu þegar San Antonio vann þægilegan sigur á Sacramento í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Duncan skoraði 35 stig og hirti 14 fráköst í 108-99 sigri San Antonio.

Körfubolti
Fréttamynd

Aðgerðin á Shaq gekk vel

Tröllið Shaquille O´Neal gekkst undir aðgerð á hné í gær, sem gekk afar vel, að sögn lækna hans. Búist er við því að Shaq hefji endurhæfingu á hnénu strax í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

Utah heldur sínu striki

Utah Jazz hélt áfram á sigurbraut sinni í NBA-deildinni og í nótt sigraði liðið Seattle á útivelli, 118-109. Utah er með besta vinningshlutfallið í deildinni; hefur unnið átta af níu leikjum sínum.

Körfubolti
Fréttamynd

Shaquille O´Neal þarf í aðgerð

NBA meistarar Miami Heat verða án miðherja síns Shaquille O´Neal næstu 4-6 vikurnar eftir að læknar liðsins tilkynntu í kvöld að hann þyrfti í uppskurð vegna hnémeiðsla. Þetta eru ekki góð tíðindi fyrir meistarana, sem hafa ekki byrjað leiktíðina með neinum glæsibrag.

Körfubolti
Fréttamynd

Cleveland - Minnesota í beinni í nótt

Leikur Cleveland Cavaliers og Minnesota Timberwolves verður sýndur beint á NBA TV á Fjölvarpinu í kvöld og hefst klukkan hálf eitt eftir miðnætti. Cleveland er í efsta sæti Austurdeildarinnar og hefur farið ágætlega af stað, en Minnesota er í miklu basli í Vesturdeildinni og á von á erfiðum leik gegn LeBron James og félögum.

Körfubolti
Fréttamynd

Webber ósáttur við hlutskipti sitt

Framherjinn Chris Webber hjá Philadelphia 76ers hefur farið fram á fund með eiganda liðsins og lýst yfir óánægju sinni með það hvað hann fær lítið að spila. Webber skoraði aðeins 6 stig á 23 mínútum í síðasta leik með liði sínu.

Körfubolti
Fréttamynd

Houston lagði Chicago

Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Golden State vann góðan sigur á Sacramento og Houston skellti Chicago á heimavelli þrátt fyrir að glutra enn og aftur niður góðu forskoti í lokin.

Körfubolti
Fréttamynd

Golden State - Sacramento í beinni

Aðeins tveir leikir fara fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Houston tekur á móti Chicago og þá eigast við Kaliforníuliðin Golden State Warriors og Sacramento Kings, en sá leikur verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni NBA TV á Fjölvarpinu og hefst klukkan 3:30 í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Kenyon Martin úr leik

Framherjinn Kenyon Martin verður ekki meira með liði sínu Denver Nuggets á tímabilinu eftir að í ljós kom að hnémeiðsli hans voru mun alvarlegri en talið var í fyrstu. Martin fór í minniháttar uppskurð í gær sem áætlað var að héldi honum frá keppni í um tvo mánuði, en þá kom í ljós að meiðslin voru mun alvarlegri en talið var.

Körfubolti
Fréttamynd

Charlotte lagði San Antonio

Mjög óvænt úrslit urðu í NBA deildinni í nótt þegar lið Charlotte Bobcats vann annan sigur sinn á leiktíðinni á útivelli gegn San Antonio Spurs eftir framlengingu 95-92. Þetta var annað tap San Antonio á leiktíðinni og hafa bæði töpin komið á heimavelli liðsins. Tony Parker skoraði 25 stig fyrir San Antonio en nýliðinn Adam Morrison skoraði 27 fyrir Charlotte.

Körfubolti
Fréttamynd

Orlando - Denver í beinni á miðnætti

Leikur Orlando Magic og Denver Nuggets verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu í kvöld. Hér er um að ræða mjög forvitnilegan leik fyrir margra hluta sakir, því Denver hefur ekki landað sigri í Orlando síðan í mars 1992.

Körfubolti
Fréttamynd

Óvænt gengi Utah Jazz heldur áfram

Utah Jazz er með besta árangur allra liða í NBA deildinni eftir að liðið lagði LA Clippers 112-90 á heimavelli sínum í nótt. Utah hefur unnið 7 leiki og tapað 1, en lið Clippers hafði unnið 5 leiki í röð áður en það lá í Salt Lake City í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Golden State - Toronto í beinni

Leikur Golden State Warriors og Toronto Raptors verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu í nótt klukkan 3:30. Golden State hefur byrjað ágætlega undir stjórn Don Nelson, en hjá Toronto er fjölmenn sveit Evrópubúa enn að slípa sig inn í NBA deildina.

Körfubolti
Fréttamynd

Enn tapa New York og Boston

Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt og unnust þeir allir á útivöllum. Cleveland lagði New York í Madison Square Garden, Seattle vann óvæntan sigur á New Jersey og Orlando skellti Boston.

Körfubolti
Fréttamynd

New York - Cleveland í beinni í nótt

Leikur New York Knicks og Cleveland Cavaliers verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu í kvöld klukkan hálf eitt eftir miðnætti. Mikil ólga er í herbúðum New York líkt og í fyrra og pressan mikil á Isiah Thomas þjálfara, en Cleveland hefur verið í vandræðum með lakari lið deildarinnar það sem af er leiktíðinni. Hægt er að nálgast dagskránna á NBA TV á heimasíðu Sýnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Fimmti sigur LA Clippers í röð

LA Clippers vann í nótt fimmta leik sinn í röð eftir tap í fyrsta leiknum þegar liðið skellti New Orleans 92-76 á heimavelli sínum. Þetta var þriðja tap New Orleans í röð, en liðið vann fjóra fyrstu leiki sína í upphafi leiktíðar.

Körfubolti
Fréttamynd

LA Lakers - Memphis í beinni

Leikur LA Lakers og Memphis Grizzlies verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Digital Ísland í kvöld klukkan 2:30. Kobe Bryant er nú kominn á fullt með liði Lakers á ný eftir meiðsli, en hefur þó haft mjög hægt um sig í stigaskorun í síðustu leikjum.

Körfubolti
Fréttamynd

57 stig Michael Redd dugðu skammt

Skotbakvörðurinn Michael Redd skráði nafn sitt í sögubækurnar hjá liði sínu Milwaukee Bucks í nótt þegar hann sló félagsmet Kareem Abdul-Jabbar með því að skora 57 stig gegn Utah Jazz. Það dugði þó ekki til og gestirnir frá Utah höfðu 113-111 sigur og urðu fyrsta liðið til að vinna 6 leiki í vetur.

Körfubolti
Fréttamynd

Chicago - Indiana í beinni

Það má búast við hörkuleik í nótt þegar Chicago Bulls og Indiana Pacers eigast við í NBA deildinni í leik sem sýndur verður beint á NBA TV sjónvarpssstöðinni klukkan 1:30. Chicago hefur ekki náð að fylgja eftir stórsigri sínum á Miami í fyrsta leik tímabilsins og þarf að eiga góðan leik til að leggja Indiana sem hefur unnið þrjá af fjórum síðustu leikjum sínum.

Körfubolti