Ólafur Stephensen

Ólafur Stephensen

Greinar eftir Ólaf Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda.

Fréttamynd

Ógöngur opinbers launakerfis

Ákvörðun Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra um að hækka Björn Zoëga, forstjóra Landspítalans, duglega í launum, hefur dregið dilk á eftir sér. Eins og Fréttablaðið sagði frá á laugardaginn hefur launahækkun forstjórans magnað upp óánægju á spítalanum, þar sem niðurskurður og aukið vinnuálag hafa verið daglegt brauð starfsmanna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Upp brekku á baki skattgreiðenda

Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra fylgdi fjárlagafrumvarpi sínu úr hlaði með grein í Fréttablaðinu í gær. Hún rifjaði þar upp að hún hefði áður sagt í grein hér í blaðinu að þótt mörgum hefði þótt ókleift fjall blasa við eftir hrun, miðaði vel í fjallgöngunni. Enn væri þó brekka eftir í ríkisfjármálunum. Ráðherrann lætur í það skína að nú sé brekkan að verða búin.

Fastir pennar
Fréttamynd

Súpukjötshagkerfið

Langtímahagvöxtur á Íslandi mun ekki byggjast aðallega á enn frekari nýtingu náttúruauðlinda landsins, heldur á nýtingu þeirrar auðlindar sem býr í kollinum á Íslendingum sjálfum, þekkingar og tæknikunnáttu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gaufið við Geysi á enda?

Alltof lengi hafa mál hins heimsfræga hverasvæðis í Haukadal verið í ólestri. Átroðningur ferðamanna eykst þar stöðugt og nú er talið að um hálf milljón manna heimsæki svæðið árlega. Ekki hafa verið til peningar til að bæta aðgang, merkingar og þjónustu við ferðamenn og þess vegna liggur þessi náttúruperla undir skemmdum eins og svo margar aðrar víða um land. Skorti á skiltum, merktum stígum og landvörzlu fylgir aukinheldur slysahætta.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ágætir unglingar

Miklu lengur en elztu menn muna hefur hver kynslóð hneykslazt á þeirri næstu á eftir, gjarnan undir slagorðinu vinsæla "heimur versnandi fer". Þeim eldri finnst siðgæði, vinnusemi og mannkostum gjarnan fara hnignandi hjá kynslóð afkomendanna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Reynir á ráðherrann

Sú tímabæra breyting tók gildi um mánaðamótin að nýtt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti tók til starfa. Hin gamla skipan mála var orðin löngu úrelt. Þar áttu fornir undirstöðuatvinnuvegir, sjávarútvegur og landbúnaður, auk iðnaðarins "sín“ráðuneyti og aðrar atvinnugreinar fengu takmarkaða eða handahófskennda athygli.

Innlent
Fréttamynd

Orðið gott

Íbúðalánasjóður skilaði enn einu vondu uppgjöri fyrir helgina. Tap sjóðsins á fyrri helmingi ársins var 3,1 milljarður króna og eigið fé er komið niður fyrir lögbundin mörk. Því stefnir í að skattgreiðendur þurfi að leggja sjóðnum til 11 til 12 milljarða króna, til viðbótar við þá 33 sem Alþingi hafði þegar samþykkt að borga til að hífa upp eiginfjárhlutfallið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Siðaðra manna samfélag

Þúsundir ólögráða unglinga hefja þessa dagana nám í nýjum framhaldsskóla. Það er ákaflega mismunandi hvernig samnemendur þeirra taka á móti þeim, eins og kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Í sumum framhaldsskólum tíðkast enn „busavígslur" þar sem fólk er útatað í einhverju ógeði, látið innbyrða skemmdan eða óætan mat og atyrt og niðurlægt á ýmsan hátt. Annars staðar er tekið á móti krökkunum með kaffi eða kvöldvöku.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tornæmt íhald?

Innanríkisráðherrann, Ögmundur Jónasson, er annar ráðherrann í vinstristjórninni sem kærunefnd jafnréttismála úrskurðar að hafi brotið jafnréttislögin með því að ráða karl fremur en konu í opinbert embætti. Héraðsdómur hefur svo staðfest þá niðurstöðu hvað varðar ráðningu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þolendum og gerendum hjálpað

Fréttablaðið hefur undanfarna daga sagt fremur ömurlegar fréttir af heimilisofbeldi á Íslandi. Samkvæmt tölum frá ríkislögreglustjóra er lögreglan kölluð út tvisvar til þrisvar dag hvern vegna heimilisófriðar, alls yfir sjö þúsund sinnum undanfarin fimm ár. Í yfir fimmtán hundruð tilfellum var ofbeldi beitt. Þrír fjórðu hlutar ofbeldisfólksins voru karlar og fjórðungur konur. Áfengi og fíkniefni komu við sögu í stórum hluta tilvika.

Fastir pennar
Fréttamynd

Lýðræði, friður og hagsmunir

Vinstri hreyfingin – grænt framboð samþykkti ögn torskiljanlega ályktun um alþjóðamál á flokksráðsfundi sínum um síðustu helgi. Þar fagnar flokksráðið „þeirri umræðu sem nú fer fram um samskipti Íslands og ESB og hvetur til að henni verði haldið áfram.“

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvað varð um samsærið?

Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Gunnari Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, fyrir brot á bankaleynd og brot í opinberu starfi. Gunnar er talinn hafa fengið starfsmann Landsbankans til að útvega sér gögn um fjármál Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns, sem síðan hafi verið komið til DV. Bankastarfsmaðurinn er líka ákærður.

Fastir pennar
Fréttamynd

Handhafarnir og handaböndin

Talsvert hefur verið rætt síðustu daga um þá hefð að einn af handhöfum forsetavalds þurfi ævinlega að fylgja forseta Íslands á flugvöllinn þegar hann fer til útlanda í embættiserindum og kveðja hann með handabandi. Ríkisútvarpið sagði frá því að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra vildi afnema þetta fyrirkomulag. Síðar kom í ljós að forsetinn vill halda því. Eins og stundum áður mótast afstaða margra til málsins af afstöðu til persóna; hvort þeir eru hrifnari af Jóhönnu eða Ólafi Ragnari forseta.

Fastir pennar
Fréttamynd

Viðbúin því versta

Yfirmenn íslenzku lögreglunnar liggja nú yfir skýrslu 22. júlí-nefndarinnar um hryðjuverkin í Ósló og Útey í fyrra, eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. Víðir Reynisson, yfirmaður almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við blaðið að norska lögreglan hefði þegar deilt með íslenzkum starfssystkinum sínum upplýsingum um hvað hún hefði talið vel gert og hvað illa í viðbrögðum við hryðjuverkunum. Nú væri komin óháð skýrsla og ætlunin væri að nýta reynslu Norðmanna til að bæta viðbúnað íslenzku lögreglunnar. Fyrir liggur að áætlunum og verklagsreglum verði breytt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tifandi tímasprengja

Fréttablaðið sagði frá því í gær að stjórnvöld ættu nú í viðræðum við samtök opinberra starfsmanna um stórtækar breytingar á lífeyriskerfi þeirra. Meðal þess sem væri rætt um væri að hækka lífeyrisaldur úr 65 árum í 67 eins og tíðkast á almennum vinnumarkaði og færa réttindaávinnslu opinberra starfsmanna til samræmis við það sem gerist í almennum lífeyrissjóðum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvar er plan B?

Nú er hafið enn eitt upphlaupið í kringum umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Að þessu sinni á það upptök sín í þingflokki Vinstri grænna, sem telur sig þurfa að friða ESB-andstæðinga í flokknum, og stjórnarandstaðan stekkur að sjálfsögðu á vagninn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Umdeild auglýsing

Auglýsing, sem birtist í Fréttablaðinu á laugardaginn, hneykslaði marga lesendur, og það skiljanlega. Þar birtist tilvitnun í fyrra Kórintubréf Páls postula, þar sem "kynvillingar“ eru taldir upp í langri runu siðleysingja og glæpamanna, sem muni ekki erfa Guðs ríki.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vitorðsríkin

Enn heldur blóðbaðið í Sýrlandi áfram. Ríkisstjórn Bashars al Assad forseta virðist ekki eiga langt eftir. Í örvæntingunni hefur stjórnarherinn gripið til enn grimmilegri ofbeldisverka en áður. Nú er talið að 17.000 manns hafi fallið í landinu frá því uppreisnin hófst, flestir óbreyttir borgarar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Öl-drunarheimili

Sú jákvæða og skemmtilega frétt var á forsíðu Fréttablaðsins í fyrradag að á Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra í Reykjavík, stæði til að endurnýja matsalinn, gera þar kaffihúsastemningu og gefa vistmönnum og gestum þeirra kost á að kaupa sér bjór og léttvín.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ólympísk vitleysa

Fréttablaðið sagði frá því í fyrradag að horfur væru á að verðfall yrði á afla strandveiðimanna eftir mánaðamótin. Strandveiðibátunum er heimilt að halda til veiða 1. ágúst, en þremur dögum síðar kemur verzlunarmannahelgi og þá eru flestar fiskvinnslur lokaðar. Ef enginn mætir á fiskmarkað til að bjóða í aflann verður honum annaðhvort hent eða minni vinnslur kaupa hann á mjög lágu verði.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvar eru talsmenn neytenda?

Íslenzk stjórnvöld hafa engan vilja sýnt til að hrófla við núverandi landbúnaðarkerfi, þótt það sé eitt það dýrasta í heimi, eða nýta tækifæri sem alþjóðlegir samningar gefa til að auka samkeppni í viðskiptum með búvörur. Ekki er hægt að sjá neinn mun á viljaleysinu á milli þeirra stjórnmálaflokka sem setið hafa á þingi undanfarin ár.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tjáningar- og upplýsingafrelsi styrkt

Fréttablaðið sagði frá því á laugardag að stýrihópur á vegum mennta- og menningarmálaráðherra hefði nú til skoðunar hvernig breyta þyrfti lögum til að styrkja betur tjáningar- og upplýsingafrelsi á Íslandi. Þetta er þarft verkefni, en hópurinn var settur á fót í framhaldi af því að Alþingi samþykkti þingsályktunartillögu Birgittu Jónsdóttur og fleiri þingmanna um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ofan af stallinum

Einu sinni þótti í hæsta máta óviðeigandi að gagnrýna orð og gerðir forseta Íslands á opinberum vettvangi. En það var þegar þeir sem forsetaembættinu gegndu lögðu áherzlu á að skapa samstöðu frekar en klofning meðal þjóðarinnar og forðuðust að taka afstöðu til pólitískra deilumála.

Fastir pennar
Fréttamynd

Enginn ostahundur

Nýjar reglur tóku gildi í maí síðastliðnum, sem heimila ferðamönnum að hafa með sér til landsins allt að einu kílói af osti, sem er búinn til úr ógerilsneyddri mjólk. Þetta er góð breyting, sem stuðlar meðal annars að því að draga úr hinni þjóðernissósíalísku stemningu í tollinum, þar sem tollverðir hafa til þessa gramsað í farangri fólks í leit að hættulegum erlendum landbúnaðarafurðum, auk vopna og fíkniefna. En áformin um að þjálfa ostahundinn verður að leggja á hilluna.

Fastir pennar
Fréttamynd

"Nauðsynlegt í lýðræðisþjóðfélagi“

Mannréttindadómstóll Evrópu kvað í fyrradag upp tvo athyglisverða dóma, sem blaðamenn höfðu höfðað gegn íslenzka ríkinu. Dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að tveir dómar í meiðyrðamálum sem höfðuð voru gegn blaðamönnunum, hafi brotið í bága við ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu til varnar tjáningarfrelsi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Loðin höfuðborg

Margir Reykvíkingar ergja sig þessa dagana á því hvernig borgarstjórninni virðist fyrirmunað að halda umferðareyjum og opnum svæðum víða um borgina sæmilega snyrtilegum. Órækt er eina orðið sem hægt er að nota yfir gras- og illgresisvöxtinn sem víða blasir við.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þéttari byggð, betri borg

Næstu átján árin vantar 14.500 nýjar íbúðir í Reykjavík, samkvæmt áætlunum borgaryfirvalda. Samkvæmt endurskoðuðu aðalskipulagi borgarinnar, sem vonazt er til að taki gildi fyrir næsta vor, á að byggja langstærstan hluta, eða 12.200 íbúðir, vestan Elliðaáa og ekki reisa nein ný úthverfi, eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kaldastríðsleikur

Enn halda fjöldamorð og önnur grimmdarverk áfram í Sýrlandi. Sífellt berast nýjar fréttir af villimennsku stjórnvalda, nú síðast af kerfisbundnum pyntingum á fólki sem talið er andsnúið stjórn Bashar al-Assads, jafnvel börnum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nota bara sumir þjónustuna?

Nú er deilt um hvort rukka eigi kafara, sem kafa í Silfru á Þingvöllum, um þjónustugjald. Rukka á köfunarfyrirtæki, sem skipuleggja ferðir kafara í gjána, um 750 krónur á hvern kafara. Það er réttilega rökstutt með því að þjóðgarðurinn þurfi að ráðast í uppbyggingu á aðstöðu og þjónustu við gjána, meðal annars til að tryggja öryggi og vernda náttúruna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skylda að semja

Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, krafðist þess þegar hún kom hingað til lands fyrr í vikunni að Ísland gæfi eftir í deilunni um veiðar úr makrílstofninum. Hún benti á að Evrópusambandið og Noregur hefðu hækkað boð sitt til Íslands um 60 prósent.

Fastir pennar