Afturelding sigraði í Eyjum Enn leikur var á dagskrá í DHL-deild karla í handbolta í dag. Afturelding gerði góða ferð til Eyja og sigraði ÍBV 27-20 eftir að hafa verið með fimm marka forystu í hálfleik. Guðmundur Hrafnkelsson var maður leiksins og varði vel í marki Mosfellinga. Sport 6. nóvember 2005 20:00
Fram lagði Selfoss Nokkrir leikir fóru fram í DHL-deild karla og kvenna í kvöld. Í kvennaflokki unnu Valsstúlkur sigur á Fram með 30 mörkum gegn 26. Í karlaflokki fóru fram þrír leikir, Þór og FH skyldu jöfn 25-25, HK lagði Víking/Fjölni 32-28 og Fram sigraði Selfoss á útivelli 28-27. Sport 4. nóvember 2005 22:00
Tveir leikir í kvöld Þór bar sigurorð af Víkingi/Fjölni á Akureyri í DHL deild karla í kvöld 31-26. Þá sigruðu Haukastúlkur Gróttu á Ásvöllum í hörkuleik 23-22 og lyftu sér í annað sæti deildarinnar. Sport 23. október 2005 22:05
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti