
Haukar náðu fram hefndum gegn Fram
Haukar hefndu fyrir bikartapið gegn Fram um helgina er þær unnu Fram í leik liðanna í Olís-deild kvenna í kvöld, en leikið var á Ásvöllum. Lokatölur 25-21, en ein umferð er eftir af deildinni og mikil spenna hvernig úrslitakeppnin raðast niður.