Stella skaut Eyjastúlkur í kaf Fram er aðeins einum sigurleik frá úrslitarimmunni í N1-deild kvenna eftir öruggan sigur, 18-22, á ÍBV í öðrum leik liðanna í Eyjum. Handbolti 21. apríl 2012 16:24
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 18-26 Valsstúlkur stefna hraðbyri í úrslitarimmu N1-deildar kvenna eftir öruggan sigur á Stjörnunni í öðrum undanúrslitaleik liðanna í dag. Handbolti 21. apríl 2012 00:01
Svavar fékk 25 þúsund króna sekt Svavar Vignisson, þjálfari kvennaliðs ÍBV, var í dag sektaður um 25 þúsund krónur fyrir ummæli sem hann lét falla í viðtölum við fjölmiðla eftir leik sinna manna gegn Gróttu í úrslitakeppni N1-deildar kvenna. Handbolti 20. apríl 2012 20:27
Júlíus fer í frí út af bjórdrykkju Júlíus Sigurjónsson handknattleiksdómari, sem sakaður var um að mæta til leiks angandi af áfengi um síðustu helgi, mun ekki dæma fleiri leiki á þessari leiktíð. Handbolti 19. apríl 2012 15:01
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 36-24 | Valur leiðir einvígið 1-0 Frábær frammistaða Valsstúlkna í fyrri hálfleik grundvallaði 36-24 sigur þeirra á Stjörnunni í undanúrslitum N1-deildarinnar í handbolta. Þær náðu forskotinu strax á fyrstu mínútum leiksins og slepptu því aldrei úr hendi sér. Handbolti 19. apríl 2012 13:42
Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 27-24 | 1-0 fyrir Fram í einvíginu Framstúlkur eru komnar með 1-0 forystu gegn ÍBV í undanúrslitaeinvígi liðanna í N1-deild kvenna. Fram vann öruggan sigur í fyrsta leiknum í Safamýri í dag. Sigur Fram var öruggari en tölurnar gefa til kynna en Fram-stúlkur slökuðu vel á klónni undir lokin þegar sigurinn var í höfn. Ásta Birna Gunnarsdóttir, leikmaður Fram fór á kostum í leiknum og skoraði hún tíu mörk. Handbolti 19. apríl 2012 13:40
Eyjakonur komnar í undanúrslitin - mæta Fram ÍBV tryggði sér sæti í undanúrslitum N1 deildar kvenna í handbolta eftir fimm marka sigur á Gróttu, 24-19, í oddaleik í Vestmannaeyjum í kvöld. ÍBv vann fyrsta leikinn en Gróttukonum tókst að jafna metin í öðrum leiknum á Seltjarnarnesi. ÍBV mætir Fram í undanúrslitunum sem hefjast strax á fimmtudagskvöldið. Handbolti 16. apríl 2012 21:16
Formaður dómaranefndar HSÍ: Þetta mál er áfall fyrir okkur "Þetta er mjög alvarlegt mál. Alveg sama hvernig á það er litið," sagði Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, um ásakanir Svavars Vignissonar, þjálfara kvennaliðs ÍBV, um að annar dómari leiks Gróttu og ÍBV um helgina hafi angað af áfengi. Handbolti 16. apríl 2012 15:50
Svavar: Legg orðspor mitt og virðingu undir þessi orð Svavar Vignisson, þjálfari kvennaliðs ÍBV, segist standa við þau orð sín að það hafi verið áfengislykt af öðrum dómara leiks Gróttu og ÍBV í úrslitakeppni N1-deildar kvenna um helgina. Handbolti 16. apríl 2012 15:04
Vítakastsdómarnir umdeildu í leik Gróttu og ÍBV - myndband Eyjamenn eru allt annað en sáttir við dómgæsluna í öðrum leik kvennaliðs ÍBV gegn Gróttu. Gróttustúlkur fengu 13 víti í leiknum og þjálfari ÍBV, Svavar Vignisson, sagði að það hefði verið áfengislykt af öðrum dómara leiksins og að hann hefði dæmt eins og hann hefði verið fullur. Handbolti 16. apríl 2012 13:00
Þjálfari ÍBV: Dómarinn angaði af áfengisfýlu "Þetta var mjög svekkjandi tap,“ sagði Svavar Vignisson, þjálfari ÍBV, í viðtali við vefsíðuna sport.is eftir að lið hans hafði tapað gegn Gróttu í öðrum leik liðanna um laust sæti í undanúrslitum N1-deildar kvenna í gær. Handbolti 15. apríl 2012 14:47
Stjarnan flaug áfram í undanúrslitin | Unnu einvígið gegn HK 2-0 Stjarnan fór nokkuð þægilega í undanúrslit N1-deildar kvenna í handknattleik en liðið bar sigur úr býtum gegn HK, 34-29, í Digranesinu í dag vann því einvígið 2-0. Handbolti 14. apríl 2012 17:57
Grótta sigraði ÍBV og tókst að knýja fram oddaleik Stelpurnar í Gróttu neita að fara í sumarfrí en þeim tókst að knýja fram oddaleik þegar liðið bar sigur úr býtum gegn ÍBV, 20-19, á Seltjarnarnesinu í dag en leikið er um sæti í undanúrslitum N1-deildar kvenna í handknattleik. Handbolti 14. apríl 2012 16:34
Úrslitakeppni N1-deildar kvenna | ÍBV og Stjarnan unnu fyrstu leikina Úrslitakeppni N1-deildar kvenna í handbolta hófst í kvöld með tveimur leikjum. ÍBV lagði þá Gróttu á meðan Stjarnan skellti HK. Handbolti 12. apríl 2012 21:30
Sólveig Lára valin best Sólveig Lára Kjærnested, leikmaður Stjörnunnar, var valin besti leikmaður N1-deildar kvenna í umferðum 9-16. Þá var úrvalslið umferðanna einnig valið í dag. Handbolti 11. apríl 2012 14:15
Valskonur deildarmeistarar | Grótta komst í úrslitakeppnina Lokaumferðin í N1-deild kvenna fór fram í dag. Valskonur tryggðu sér þá deildarmeistaratitilinn og Grótta tók lokasætið í úrslitakeppninni. Handbolti 31. mars 2012 18:08
Valskonur þurfa stig fyrir norðan Lokaumferð N1-deildar kvenna fer fram í dag og þá ræðst hvernig liðin raða sér inn í úrslitakeppnina. Valskonur þurfa stig á móti KA/Þór fyrir norðan til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn en Akureyrarliðið er í baráttunni við Gróttu um sjötta og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Handbolti 31. mars 2012 06:00
Valskonur búnar að vinna sjö leiki í röð á móti Fram á Hlíðarenda - myndir Valskonur eru komnar með níu fingur á deildarmeistaratitilinn í N1 deild kvenna eftir 19-17 sigur í toppslagnum á móti Fram í kvöld. Valur og Fram eru nú jöfn að stigum fyrir lokaumferðina á tímabilinu en Fram situr hjá í henni. Valskonum dugir því jafntefli gegn KA/Þór í lokaumferðinni til að tryggja sér titilinn. Handbolti 28. mars 2012 22:18
Eyjakonur tryggðu sér þriðja sætið / Úrslit og markaskorarar kvöldsins ÍBV tryggði sér 3. sætið í N1 deild kvenna eftir sex marka sigur á Stjörnunni í Eyjum í kvöld. HK náði Stjörnunni að stigum með því að vinna nauman sigur á Haukum og Grótta hélt KA/Þór fyrir neðan sig þegar liðin gerðu jafntefli á nesinu. Handbolti 28. mars 2012 21:44
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 19-17 | Valur með titilinn í höndunum Valur er nánast öruggt með deildarmeistaratitilinn í N1-deild kvenna eftir sigur á Fram í uppgjöri toppliðanna í kvöld. Liðinu dugir stig gegn KA/Þór í lokaumferðinni til að tryggja sér titilinn. Handbolti 28. mars 2012 15:11
Titill í boði á Hlíðarenda í kvöld Valur og Fram mætast í kvöld í hreinum úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn í N1 deild kvenna en leikurinn fer fram í Vodafonehöllinni á Hlíðarenda og hefst klukkan 19.30. Handbolti 28. mars 2012 07:00
Ágúst: Vil sjá fullt hús á leiknum Stelpurnar okkar mæta Sviss öðru sinni á nokkrum dögum á morgun. Leikurinn er liður í undankeppni EM og þarf íslenska liðið sárlega á sigri að halda. Stelpurnar töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlinum en komust á sigurbraut fyrir helgi er þær lögðu svissneska liðið ytra. Handbolti 24. mars 2012 07:00
Framkonur náðu aftur tveggja stiga forystu á toppnum | Fjórtán sigrar í röð Fram náði tveggja stiga forskoti á Val á toppi N1 deildar kvenna eftir sjö marka sigur á Gróttu, 25-18, í Safamýrinni í dag. Gróttuliðið hefur vaxið mikið eftir áramót en náði aðeins að halda í við Framliðið í fyrri hálfleik. Handbolti 18. mars 2012 18:00
Valsskonur skoruðu 22 mörk í fyrri hálfleik og unnu með 14 | Úrslitin í dag Valskonur komust upp að hlið Fram á toppi N1 deildar kvenna í handbolta eftir öruggan fjórtán marka sigur á FH í Kaplakrika, 36-22. Valur og Fram er bæði með 26 stig á toppnum en Fram er með betri árangur í innbyrðisleikjum liðanna. Handbolti 17. mars 2012 19:42
Naumur sigur Eyjakvenna á Akureyri ÍBV vann tveggja marka sigur á KA/Þór, 24-22, í N1 deild kvenna í dag en leikurinn fór fram í KA-heimilinu á Akureyri. ÍBV styrkti stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar en KA/Þór átti með sigri möguleika á því að komast upp í sjötta sætið sem er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni. Handbolti 17. mars 2012 15:56
Framkonur unnu tveggja marka sigur í Eyjum Fram náði aftur tveggja stiga forskoti á Val á toppi N1 deildar kvenna eftir tveggja marka sigur á ÍBV, 19-17, í Vestmannaeyjum í kvöld. Framliðið hefur þar með unnið 13 af 14 deildarleikjum sínum á tímabilinu en Eyjakonur eru áfram í þriðja sæti deildarinnar. Handbolti 12. mars 2012 19:48
Öruggt hjá Stjörnunni gegn KA/Þór Stjarnan komst í dag upp að hlið HK í fjórða sæti N1-deildar kvenna er það vann öruggan sex marka sigur á KA/Þór sem er í sjöunda sæti. Handbolti 10. mars 2012 17:21
Gróttustúlkur í sjötta sætið | Leik Fram og ÍBV frestað Alls voru 168 áhorfendur mættir á Nesið í dag er Grótta tók á móti FH í mikilvægum leik í N1-deild kvenna. Leikurinn var jafn og spennandi en Grótta þó alltaf skrefi á undan og vann að lokum góðan þriggja marka sigur. Sunna María Einarsdóttir fór hamförum og skoraði tíu mörk. Handbolti 10. mars 2012 16:22
Valskonur unnu 19 marka sigur á HK í kvöld Íslands- og bikarmeistarar Vals unnu 19 marka sigur á HK, 41-22, í Vodfone-höllinni í kvöld og komust með því upp að hlið Fram á toppi N1 deildar kvenna. Valsliðið er búið að vinna alla sjö heimaleiki sína í vetur. Handbolti 9. mars 2012 21:21
Ágúst velur landsliðið fyrir leiki gegn Sviss Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfar A-landsliðs kvenna í handbolta, tilkynnti í dag 19 manna landsliðshóp fyrir tvo leiki við Sviss í undankeppni EM 2012. Handbolti 5. mars 2012 11:16