Olís-deild kvenna

Olís-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Valskonur sigurstranglegri

    Hið spræka lið ÍBV fær það verðuga verkefni að takast á við hið ógnarsterka lið Vals í úrslitum Eimskipsbikars kvenna en leikurinn hefst klukkan 13.30.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sólveig Lára skoraði fimmtán mörk

    Sólveig Lára Kjærnested skoraði fimmtán mörk í kvöld þegar Stjarnan vann 38-24 sigur á FH í N1 deild kvenna en Stjörnuliðið var fyrir leikinn búið að tapa þremur leikjum í röð í deild og bikar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fram og Valur með örugga sigra

    Heil umferð fór fram í N1-deild kvenna í dag. Toppliðin Fram og Valur unnu örugga sigra en HK, sem er í þriðja sæti, vann góðan sigur á Stjörnunni á heimavelli.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ágúst útilokar ekki að koma heim

    „Ég er með tilboð frá Odense í Danmörku að þjálfa kvennaliðið þar og verð að svara því fljótlega. Það er ágætlega spennandi og svo hafa verið fyrirspurnir frá karla og kvennaliðum í Skandinavíu. Það er samt ekkert sem ég er hoppandi spenntur fyrir," sagði Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna og þjálfari norska liðsins Levanger.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sunna María með tíu mörk í sigri Gróttu

    Sunna María Einarsdóttir og félagar hennar í Gróttu eru aðeins einu stigi á eftir Haukum í baráttunni um sjötta sætið í N1 deild kvenna í handbolta eftir 24-19 sigur í innbyrðisleik liðanna í dag. Gróttuliðið hefur þar með unnið tvo sigra á nýja árinu en liðið náði ekki að vinna leik fyrir jól.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valskonur skoruðu 39 mörk í Eyjum

    Valur vann 39-32 sigur á ÍBV í N1 deild kvenna í handbolta í dag en leikurinn fór fram í Vestmannaeyjum. Eyjastúlkur voru fyrsta liðið sem nær að skora 30 mörk á Val í vetur en það dugði þó ekki til sigurs.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stórsigur Fram á FH

    Fram vann í kvöld yfirburðasigur á FH í N1-deild kvenna, 35-15, og styrkti þar með stöðu sína á toppnum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Leik lokið: Valur - Stjarnan 24-15 | Valskonur aftur á toppinn

    Valskonur náðu aftur toppsætinu í N1 deild kvenna eftir öruggan níu marka sigur á Stjörnunni, 24-15, í Vodafone höllinni í dag. Stjarnan hékk í Valsliðinu í fyrri hálfleik en í þeim seinni áttu Stjörnukonur engan möguleika. Valur er þar með tveggja stiga forskot á Fram en Framliðið á leik inni á móti HK á þriðjudagskvöldið.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Dagný best í fyrsta hlutanum

    Dagný Skúladóttir er besti leikmaður N1-deildar kvenna í fyrstu níu umferðunum en tilkynnt var um valið í dag. Þrír leikmenn Vals og þrír Framarar eru í úrvalsliðinu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stjarnan og FH í undanúrslitin

    Stjarnan og FH komust í kvöld í undanúrslit Eimskipsbikars kvenna í handbolta en þau verða í pottinum ásamt Val og ÍBV. Stjarnan vann þriggja marka sigur á HK í Digranesi en FH vann fimm marka sigur á Gróttu á heimavelli.

    Handbolti
    Fréttamynd

    ÍBV, Stjarnan og HK unnu í dag

    Þrír leikir fóru fram í N1-deild kvenna í dag og voru úrslitin öll eftir bókinni. HK er í þriðja sæti með tólf stig eftir sigur á FH en ÍBV og Stjarnan koma næst með tíu stig. Bæði lið unnu sína leiki í dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Grótta vann fyrir norðan og komst af botninum - úrslit dagsins

    Grótta vann sinn fyrsta sigur í N1 deild kvenna á tímabilinu í dag þegar Gróttukonur fóru norður og lönduðu 26-25 sigri á móti KA/Þór. Grótta komst fyrir vikið upp fyrir KA/Þór og sendi norðanstúlkur niður í botnsæti deildarinnar. Þetta var einn af þremur leikjum dagsins.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ásta Birna: Alltaf sérstaklega sætt að vinna Val

    "Við erum ótrúlega ánægðar með þennan sigur, við vorum einbeittar og spiluðum hörku vörn hérna í dag," sagði Ásta Birna Gunnarsdóttir, fyrirliði Fram eftir 26-21 sigur á Val í toppslag N1 deildar kvenna í dag. Framliðið komst með því að topp deildarinnar.

    Handbolti