Olís-deild kvenna

Olís-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Ágúst vill að liðið spili enn hraðari bolta

    Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik sigraði Tékkland í tvígang um helgina en leikirnir voru hluti af undirbúningi liðsins fyrir heimsmeistaramótið í Brasilíu sem hefst í lok þessara viku. Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari Íslands, er nokkuð bjartsýnn á framhaldið.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Rekin fyrir að velja landsliðið

    Markverði kvennalandsliðsins í handbolta, Guðnýju Jennýju Ásmundsdóttir, var stillt upp við vegg á vinnustað sínum og sagt að velja á milli landsliðsins eða vinnunnar. Þetta kemur fram í Fréttatímanum í dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Það er allt vitlaust út af þessu

    Gríðarlegur munur er á félagaskiptagjaldi í stóru íþróttunum þremur. Á meðan það getur kostað hátt í hálfa milljón að fá mann að utan til Íslands í handboltanum er grunngjaldið í fótboltanum aðeins 2.000 kr. KKÍ er nýbúið að hækka gjaldið vegna útlendinga.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Úrslit kvöldsins í N1-deild kvenna

    Þrír leikir fóru fram í N1-deild kvenna í kvöld og er óhætt að segja að afar lítil spenna hafi verið í leikjum kvöldsins. Hún var reyndar engin því Valur, Fram og Stjarnan unnu leiki sína afar örugglega.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valskonur halda sigurgöngu sinni áfram - unnu HK með sjö mörkum

    Íslandsmeistarar Vals héldu sigurgöngu sinni áfram í N1 deild kvenna þegar þær unnu sjö marka sigur á HK, 32-25, í toppslag í Digranesi. Valsliðið er búið að vinna alla fimm deildarleiki sína á tímabilinu en HK hefur ekki náð að fylgja eftir frábærum sigri á Fram í fyrstu umferðinni.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 30-26

    Fram vann fjögurra marka sigur á ÍBV, 30-26, í N1 deild kvenna í handbolta í Safamýrinni í kvöld en þetta var fimmti sigur Framliðsins í röð eftir að hafa tapað fyrir HK í fyrstu umferðinni. Sigurinn kom Fram upp í efsta sæti deildarinnar en Íslandsmeistarar Vals eiga reyndar tvö leiki inni.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fram sterkara en Stjarnan - myndir

    Leikur Stjörnunnar og Fram í N1-deild kvenna í gær náði aldrei að vera eins spennandi og vonir stóðu til. Fór svo að lokum að Fram vann átta marka sigur.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Jóna með tólf mörk í sigri HK á Nesinu

    Jóna Sigríður Halldórsdóttir var í miklu stuði í kvöld og skoraði tólf mörk fyrir HK í 33-26 sigri á Gróttu í N1 deild kvenna í handbolta í kvöld. HK komst upp að hlið Vals á toppnum en Íslandsmeistarar Vals hafa leikið leik færra.

    Handbolti