208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Alls bárust Vinnumálastofunun fimm tilkynningar um hópuppsagnir í september, þar sem 208 starfsmönnum var sagt upp störfum. Viðskipti innlent 2.10.2025 11:31
„Það verður andskoti flókið“ Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar segir mögulegt að lítið sem ekkert verði veitt af makríl næsta sumar. Samdráttur í ráðlögðum veiðum og breytingar á veiðigjöldum vegi þar þungt. Viðskipti innlent 1.10.2025 21:02
Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Kaupfélag Skagfirðinga keypti í dag rúmlega 90 milljónir hluta í Iceland Seafood International í dag fyrir tæplega hálfan milljarð króna. Gengi bréfa í félaginu hækkaði í kjölfar viðskiptana og endaði daginn fjórum prósentum hærra en við opnun markaða í morgun. Viðskipti innlent 1.10.2025 17:05
Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent 1.10.2025 11:48
Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar „Ég var um borð í vél á leiðinni frá Færeyjum til Kaupmannahafnar þetta kvöld. Allt var kyrrt og hljótt, nema rétt áður en við áttum að lenda kemur tilkynning frá flugmanninum um að við getum ekki lent vegna dróna yfir flugvellinum.“ Erlent 27. september 2025 08:01
Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Steinþór Pálsson hefur verið ráðinn forstjóri Thor landeldis. Viðskipti innlent 26. september 2025 12:31
Kæmi ekki á óvart ef „illa nýtt“ bræðsla SVN á Seyðisfirði verði lokað Það ætti ekki að koma á óvart ef frekari brestur verður á uppsjávartegundum að Síldarvinnslan muni grípa til þess ráðs að loka fiskimjölsverksmiðjunni á Seyðisfirði, sem hefur verið illa nýtt, eftir að hafa farið í miklar fjárfestingar í bræðslunni á Neskaupstað, að mati hlutabréfagreinenda. Líklegast er Síldarvinnslan bregðist við hærri veiði- og kolefnisgjöldum með því að leggja skipum og hagræða, enda samkeppnislega erfitt fyrir félagið að leita leiða til sameininga og samvinnu. Innherji 25. september 2025 16:16
Brim kaupir allt hlutafé í Lýsi fyrir þrjátíu milljarða króna Búið er að samþykkja kauptilboð sjávarútvegsfyrirtækisins Brim í alla hluti Lýsi fyrir samtals þrjátíu milljarða króna sé miðað við heildarvirði félagsins. Forstjóri og aðaleigandi Brims sér mikil sóknarfæri í því fyrir fyrirtækið að færa sig lengra í virðiskeðju sjávarafurða. Innherjamolar 23. september 2025 21:39
Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Í drögum Hafrannsóknastofnunar að nýju áhættumati erfðablöndunar koma fram þrjár gerólíkar sviðsmyndir um hver þróunin verður í sjókvíaeldi á laxi við Ísland á næstu árum. Þar á meðal ein sem markar endalok áætlana um að opið sjókvíaeldi af iðnaðarskala verði leyft við landið. Skoðun 23. september 2025 13:30
Vélfag stefnir ríkinu Tæknifyrirtækið Vélfag hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu. Félagið áréttar fyrri yfirlýsingar um yfirvofandi gjaldþrot en félagið hefur sætt viðskiptaþvingunum vegna tengsla þess við Rússland. Félagið minnir á mikilvægi sitt fyrir íslenskan sjávarútveg og setur spurningamerki við vinnubrögð utanríkisráðherra og Arion banka. Viðskipti innlent 22. september 2025 15:50
Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Grænlendingar eru drjúgir hvalveiðimenn. Kvótinn í ár leyfir þessari næstu nágrannaþjóð Íslendinga að veiða þrjátíu og eitt stórhveli og hátt í tvöhundruð hrefnur. Erlent 20. september 2025 21:41
Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Samgöngustofa hefur svipt 120 báta og skip haffærisskírteini vegna ófullnægjandi frágangs gúmmíbjörgunarbáta. Sami þjónustuaðili skoðaði bátana og hann hefur skilað starfsleyfi sínu inn til Samgöngustofu. Hann mun greiða fyrir endurskoðun allra bátanna og útgerðir sitja því ekki uppi með kostnað af slíku. Innlent 19. september 2025 10:33
Ávöxtun á íslenska markaðinum síðustu ár verið undir áhættulausum vöxtum Ef litið er til gengisþróunar Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar frá árslokum 2019 þá hefur íslenski markaðurinn setið verulega eftir í samanburði við helstu hlutabréfavísitölur beggja vegna Atlantshafsins og ávöxtunin jafnvel verið undir áhættulausum vöxtum á tímabilinu. Innherji 18. september 2025 11:30
Stoðir horfa til skráningar í lok ársins og gætu sótt sér allt að 15 milljarða Eitt umsvifamesta fjárfestingafélag landsins skoðar nú þann möguleika ef aðstæður reynast hagfelldar að ráðast í skráningu í Kauphöllina innan fárra vikna en áform Stoða gera þá ráð fyrir að sækja sér á annan tug milljarða í aukið hlutafé frá nýjum fjárfestum. Búið er að ganga frá ráðningu á fjórum fjármálafyrirtækjum til að vera Stoðum til ráðgjafar við þá vinnu. Innherji 16. september 2025 11:49
Hækkun veiðigjalda mun setja „töluverða pressu“ á framlegðarhlutfall Brims Áhrifin af hækkun veiðigjalda munu þýða að EBITDA-hlutfall Brims lækkar nokkuð á komandi árum og nálgast um fimmtán prósent, samkvæmt nýrri verðmatsgreiningu á félaginu, en líklegt er að stjórnendum takist smám saman að snúa við þeirri þróun með markvissum hagræðingaraðgerðum. Með auknum veiðigjöldum, hækkandi kolefnissköttum og skerðingum í aflamarkaði þá kæmi ekki á óvart ef eldri og óhagkvæmari skipum yrði lagt innan fárra ára. Innherji 15. september 2025 17:07
Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Af eðlilegum ástæðum skapaðist mikil umræða um lokun Vinnslustöðvarinnar á Leo Seafood og hafa þingmenn og ráðherrar tjáð sig. Umræðan sneri einkum að því hvort veiðigjöld væri ástæða lokunar eða ekki. Skoðun 7. september 2025 14:00
Útgerðin skuldar okkur skýringar Á nýyfirstaðinni makrílvertíð veiddu íslensk skip og færeysk á sömu miðum, eins og svo oft áður. Einhverra hluta vegna drógu íslensku skipin mun verðminni fisk á land. Undir lok vertíðarinnar fengu Íslendingar ekki nema um 40% af því verði sem Færeyingar fengu fyrir sama hráefni. Útgerðin verður að skýra fyrir þjóðinni hvernig á þessu stendur. Um er að ræða fjárhæðir sem hlaupa á milljörðum. Skoðun 4. september 2025 14:01
Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Skipverjum á fiskibát tókst að slökkva eld sem kviknaði í brú hans noður af Tjörnesi snemma í morgun. Björgunarsveitir voru kallaðar út á hæsta forgangi eftir að tilkynning um eldinn barst. Innlent 4. september 2025 09:31
Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Hjónin Jakob Valgeir Flosason og Björg Hildur Daðadóttir hafa keypt tvo bræður Jakobs Valgeirs út úr útgerðarfélaginu Jakobi Valgeiri ehf. Þeir áttu 25 prósent í félaginu á móti hjónunum. Viðskipti innlent 2. september 2025 14:55
„Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Atvinnuvegaráðherra segir fréttir af lokun fiskvinnslunnar Leo Seafood í Vestmannaeyjum ekki koma alveg á óvart, þó alltaf sé erfitt að heyra svona fréttir. Hún segir Vinnslustöðina seilast langt með því að kenna hækkun veiðigjalda um. Viðskipti innlent 2. september 2025 12:53
„Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum gefur lítið fyrir orð fjármálaráðherra, sem sagði í dag að ekki væri hægt að kenna hækkun veiðigjalda um uppsagnir fimmtíu starfsmanna Vinnslustöðvarinnar. Viðskipti innlent 1. september 2025 17:07
Telur „afar líklegt“ að Síldarvinnslan muni ná að standa við afkomuspá sína Tekjur og afkoma Síldarvinnslunnar á öðrum fjórðungi var talsvert yfir væntingum en útistandandi spá félagsins um 78 til 84 milljóna dala rekstrarhagnað helst óbreytt. Greinandi telur „afar líklegt“ að Síldarvinnslan nái því markmiði, og jafnvel gott betur. Innherjamolar 1. september 2025 12:49
Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Fjármálaráðherra segir fullyrðingar forsvarsmanna sjávarútvegsins um að uppsagnir fimmtíu starfsmanna hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum megi rekja með beinum hætti til hækkunar veiðigjalda séu úr takti við þróun í geiranum undanfarin ár, hagræðing hafi alltaf fylgt sjávarútvegi. Það séu hinsvegar aldrei góðar fréttir þegar stórir hópar missi vinnuna, ríkisstjórnin muni fylgjast með stöðunni. Viðskipti innlent 1. september 2025 12:00
Kaldbakur hagnast um 2,6 milljarða en segir „krefjandi aðstæður“ framundan Félagið Kaldbakur, sem heldur utan um fjárfestingareignir sem áður voru í eigu Samherja, skilaði um 2,3 milljarða króna hagnaði í fyrra, talsvert minna en árið áður. Forstjóri Kaldbaks segir „krefjandi aðstæður“ framundan hjá fyrirtækjum sem þjónusta sjávarútveginn og þess sjáist nú þegar merki í samdrætti í pöntunum þeirra. Innherji 1. september 2025 10:48
Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna, fór hörðum orðum um Jóhann Pál Jóhannsson umhverfisráðherra í setningarræðu flokksráðsfundar Vinstri grænna í dag og sagði hann ganga á náttúru Íslands í nafni fjárhagslegra hagsmuna. Innlent 31. ágúst 2025 13:58