Sjávarútvegur

Sjávarútvegur

Fréttamynd

Sjóðurinn IS Haf leiðir fjögurra milljarða hluta­fjáraukningu hjá Thor Land­eldi

Thor Landeldi, sem sérhæfir sig í landeldi á laxi við Þorlákshöfn, hefur lokið við hlutafjáraukningu að upphæð fjóra milljarða króna í lokuðu útboði. Ásamt framtakssjóðnum IS Haf, sem var stærstur í hlutafjárútboðinu, voru aðrir fjárfestar Útgerðarfélag Reykjavíkur og þrír innlendir lífeyrissjóðir en með fjármögnuninni verður hægt að klára næsta áfanga við uppbyggingu 4.750 tonna áframeldis.

Innherji

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skot­línu

Það er íslenskur sumardagur, sólin skín í heiði og endurkastar geislum sínum af hvítum sköflum fjallana sem umlykja þig. Þú ferðast inn gróinn dalinn, sveitabæir eru á stangli þar sem fjölskyldur starfa saman að því að fæða Íslendinga og eftir miðjum dalnum liðast á.

Skoðun
Fréttamynd

Um­ræðan ein­kennist af rang­færslum um ofur­hagnað

Forstjóri Síldarvinnslunnar segir að sjávarútvegsfyrirtæki landsins verði að bregðast við boðuðum breytingum á lögum um veiðigjald með hagræðingu og uppsögnum á fólki. Auk þess muni fjárfestingar og endurnýjun sitja á hakanum. Umræðan um atvinnugreinina einkennist af rangfærslum um ofurhagnað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Að sækja gullið (okkar)

„Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.“

Skoðun
Fréttamynd

Hart tekist á um um­deildar aug­lýsingar SFS

Þorpin töpuðu, þorpin urðu undir segir Elías Pétursson fyrrverandi bæjarstjóri Fjallabyggðar í pistli á Facebook sem vakið hefur mikla athygli. Þar er vísað til afar umdeildrar auglýsingaherferðar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og hún fordæmd. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS segist hins vegar bara hafa fengið jákvæð viðbrögð við auglýsingunum.

Innlent
Fréttamynd

Ríkis­sak­sóknari stað­festir niður­fellingu í stórri slysasleppingu

Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun Lögreglustjórans á Vestfjörðum á niðurfellingu rannsóknar á slysasleppingu sumarið 2023 þegar á annað þúsund eldislaxar sluppu úr kví Arctic Sea Farm ehf. á Patreksfirði. Lögreglustjóri gagnrýnir lögmenn veiðifélaga og fjölmiðla fyrir meint áhugaleysi í umfjöllun um málið.

Innlent
Fréttamynd

Auðbeldi SFS

Erfitt reynst mér að þegja undir rándýrum áróðri kvótaþega í fjölmiðlum þessa dagana með nytsama sakleysingja sem aðalleikara, auðsveipa undirmenn.

Skoðun
Fréttamynd

Norska leiðin hefur gefist vel – í Pól­landi

Frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um veiðigjald mun gera rekstur fiskvinnslu á Íslandi óhagkvæmari, áhættumeiri og sveiflukenndari en hann er nú. Geta til að takast á við ófyrirséða atburði mun minnka verulega og svigrúm til fjárfestinga mun minnka að sama skapi.

Skoðun
Fréttamynd

„Á­gæt á­bending“ um bóta­þega en tekur ekki undir allar at­huga­semdir fjármálaráðs

Fjármálaráð gerir margvíslegar athugasemdir í umsögn sinni um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem nú er í meðförum Alþingis. Ráðið gagnrýnir meðal annars að því sé gert ókleyft að uppfylla lögbundið hlutverk sitt vegna nýs verklags, og þá er áhyggjum lýst af því að boðaðar breytingar á örorku- og ellilífeyrisbótakerfinu geri bótaþegum hærra undir höfði en launþegum.

Innlent
Fréttamynd

Listin við að fara sér hægt

Íslenskur sjávarútvegur hefur verið hryggjarstykki í efnahagslegri hagsæld á landinu um langt árabil. Hann getur og vill vera það áfram. Íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum tekst sífellt betur upp í að gera verðmæti úr því sem úr sjó er dregið. Ef rétt verður á spilunum haldið má leysa úr læðingi mikil verðmæti á komandi árum.

Skoðun
Fréttamynd

Ekkert sam­tal í gangi milli stjórn­valda og sjávar­út­vegs

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu í dag atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingar á lögum um veiðigjald. Formaður samtakanna segir að þau gagnrýni vinnubrögð ráðuneytisins í málinu og einhliða tilkynningar, ekkert samtal sé í gangi á milli sjávarútvegs og stjórnvalda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðu­neytisins“

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa sent atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingar á lögum um veiðigjald. Samtökin telja frumvarpið „ganga í berhögg við stjórnarskrá“ og segja ráðuneytinu hafa skeikað milljörðum í útreikningi á heildarhækkun veiðigjaldsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hækkun veiði­gjalda rýrir virði skráðra sjávarút­vegs­félaga um yfir 50 milljarða

Áform ríkisstjórnarinnar um tvöföldun veiðigjalda mun valda því að verðmæti sjávarútvegsfyrirtækjanna þriggja í Kauphöllinni, sem eru að talsverðum hluta í eigu lífeyrissjóða, rýrna um samtals 53 milljarða, samkvæmt nýrri greiningu, og draga úr hvata til fjárfestingar vegna minni arðsemi. Þá er varað við því að komi jafnframt til ytri áfalla, eins og meðal annars léleg nýliðun loðnustofns og viðskiptastríðs, þá sé hætt við að umsvifin minnki verulega og sjávarútvegur verði „ekki lengur einn af máttarstólpunum í íslensku atvinnulífi.“

Innherji
Fréttamynd

Út­gerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir orðræðu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um að áformuð hækkun auðlindagjalda í greininni muni leiða til þess að fiskvinnslum verði lokað vera órökrétta og segir útgerðina standa í hótunum við þjóðina.

Innlent