
Heilbrigðiskerfið sem fékk lítinn plástur
Nýlega heyrðum við af uppsögn forstjóra Sjúkratrygginga. Hún treysti sér ekki til að sinna starfinu með þeim fjárveitingum sem Sjúkratryggingum er úthlutað. Í framhaldinu heyrðust síðan þau merkilegu viðbrögð heilbrigðisráðherra að uppsögnin hafi ekki komið honum á óvart.