Skóla- og menntamál

Skóla- og menntamál

Fréttir af skóla- og menntamálum á Íslandi.

Fréttamynd

„Til hamingju hálf­vitar“

Börkur Gunnarsson, fyrrverandi rektor Kvikmyndaskólans, gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega fyrir „að leggja menntastofnun í rúst“ og „ráðast gegn þekkingu og menntun“.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Stjórn­völdum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Ís­lands“

Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands segir gjaldþrot skólans eingöngu stjórnvöldum að kenna og sakar þau um að vera á móti uppbyggingu skólans. Þau hafi neitað að greiða til skólans af fjárlögum og skert aðgengi nemenda að skólanum. Hann er þakklátur fyrir yfirtöku Rafmenntar en telur að námið muni samt sem áður breytast til muna.

Innlent
Fréttamynd

Uggandi vegna at­lögu að há­skólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“

Háskólasamfélagið í Bandaríkjunum er skelkað vegna atlögu stjórnvalda að háskólunum í landinu og fræðimenn þegar lagðir á flótta til annarra landa. Þetta segir dósent við Columbia. Íslenskur nemi við Harvard segir framtíðaráform sín í mögulega í uppnámi en ætlar ekki að láta stjórnast af ótta vegna hótana Trump-stjórnarinnar sem beinast gegn háskólum og erlendum nemendum þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Rétta leiðin til endur­reisnar mennta­kerfisins?

Óskaplegt moldviðri virðist nú í uppsiglingu vegna fyrirhugaðrar lagabreytingar mennta- og barnamálaráðherra, sem á að gera framhaldsskólum auðveldara að líta til annarra þátta en námsárangurs þegar ákveðið er hvaða nemendur fái inngöngu í skólana.

Skoðun
Fréttamynd

„Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“

Foreldrar ungbarna á Seltjarnarnesi hafa þungar áhyggjur af stöðu dagvistunar í bænum. Dæmi eru um að börn séu allt að 28 mánaða gömul þegar þau fá inn á leikskóla í bænum. Móðir drengs á öðru aldursári segir ekki verða mikið eftir af barnafjölskyldum í bænum nema ástandið verði bætt.

Innlent
Fréttamynd

Á­byrgð yfir­valda á innra mati á skóla­starfi

Það sem við mælum hefur áhrif á það sem við gerum, eða eins og hagfræðingurinn Joseph Stiglitz orðaði það “If you don't measure the right thing, you don´t do the right thing.” Faglegt og gott innra mat á skólastarfi gerir okkur kleift að rýna með kerfisbundnum hætti í ákveðin viðfangsefni eins og kennsluhætti, námsframvindu og skipulag skóla.

Skoðun
Fréttamynd

Börn niður í átta mánaða fá inni á leik­skóla

Öllum börnum fæddum í júlí 2024 eða fyrr var boðin leikskólavist í leikskólum Garðabæjar. Alls voru 235 börn innrituð og 200 flutningsbeiðnir afgreiddar þegar innritun í leikskóla Garðabæjar fór fram í upphafi mánaðar.

Innlent
Fréttamynd

Frysta milljarða fjár­veitingar til að refsa Harvard-háskóla

Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum hefur fryst milljarða dollara framlög alríkisstjórnarinnar til Harvard-háskóla eftir að stjórnendur skólans neituðu að láta undan kröfum hennar. Forseti skólans segir alríkisstjórnin reyna að taka yfir stjórn hans.

Erlent
Fréttamynd

Í nafni skil­virkni – á kostnað menntunar

Mikið var um að vera þegar fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra Ásmundur Einar Ásmundsson blés til „stórsóknar í menntamálum“. Skóla- og menntamál voru hátt á stefnuskrám, skólasamfélagið haft með í ráðum og stefnumótandi vinna átti sér stað á öllum vígstöðvum innan menntakerfisins.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég er bara ör­væntingar­full“

Hlín Jóhannesdóttir, rektor Kvikmyndaskólan Íslands, segir stöðu skólans grafalvarlega. Hún segir yfirlýsingar mennta- og barnamálaráðherra sýna að hann, og starfsfólk embættisins, hafi ekki kynnt sér nám skólans. Um þúsund hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem stjórnvöld eru hvött til þess að tryggja skólanum áframhaldandi fjármagn.

Innlent
Fréttamynd

Leikskóla­stjórinn hættur eftir „persónu­legt ein­elti“

Leikskólastjórinn á Maríuborg í Grafarholti í Reykjavík hefur sagt upp störfum. Nokkur styr hefur staðið um leikskólastjórann síðustu misserinn og rataði það í fjölmiðla fyrr á árinu að foreldrar um sextíu barna á leikskólanum hefðu sent borgarráði bréf þar sem þess var krafist að honum yrði vikið frá störfum. Snerust kvartanirnar um starfshætti á leikskólanum.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum til­búin í sam­starf“

Forsvarsmenn þekkingarfyrirtækisins Rafmenntar segjast vera tilbúin í samastarf við mennta- og barnamálaráðuneytið vegna reksturs Kvikmyndaskóla Íslands. Ráðherra sagði í viðtali við RÚV að Rafmennt hafi hætt við áformin.

Innlent
Fréttamynd

Gyðjur, góð­gæti og gleði­stundir um páskana

Ég hef ætlað mér að stunda nám við þjóðfræði alveg síðan að ég frétti að námið væri til. Það var hins vegar ekki fyrr en rétt hálfu ári áður en ég hóf nám í Háskóla Íslands sem ég vissi af náminu. Það kom mér á óvart að hafa ekki heyrt um það áður, þar sem samfélagið sem ég ólst upp í, á Stykkishólmi, hélt mikið upp á allskonar hefðir, muni og minningar, sem oft eru rannsóknarefni þjóðfræðinga.

Skoðun