Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Óöryggi í starfi er ein helsta ástæða þess að kennarar skipta um starfsvettvang og dæmi eru um alvarleg ofbeldisbrot barna gegn kennurum. Sérfræðingur í hegðunarvanda barna segir að bregðast þurfi við sem allra fyrst. Innlent 20.10.2025 21:30
Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Formaður Kennarasambands Íslands segir dæmi um nemendur á öllum skólastigum sem ráðast á kennara sína. Skóli án aðgreiningar sé ekki vandamálið, heldur þurfi að styrkja verkefnið frekar. Innlent 20.10.2025 12:16
Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Skólastjóri í grunnskóla segir nemendur ganga ítrekað í skrokk á kennurum. Dæmi séu um að kennarar hafi þurft að leita læknisaðstoðar og einn starfsmaður hafi sagt upp störfum innan við viku frá því hann byrjaði vegna daglegra barsmíða. Innlent 19.10.2025 18:56
Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Börnum sem njóta stöðugleika og fagmennsku í leikskólastarfi líður betur, þau læra meira og dafna í námi. Fagmennska kennara er lykilþáttur í velferð barna og ungmenna og tryggir að þau fái kennslu og stuðning sem byggir á trausti, jafnræði og þekkingu. Skoðun 16. október 2025 18:02
Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Einstæð móðir segir ábyrgð á sprungnu leikskólakerfi vera velt yfir á foreldra með breytingum á gjaldskrá leikskóla í Reykjavík. Hún segist óttast um geðheilsu foreldra nái tillögurnar fram að ganga. Innlent 16. október 2025 12:20
Krónupíning foreldra er engin lausn Nú liggja fyrir í samráðsferli tillögur um breytingar á leikskólastarfi Reykjavíkurborgar. Tillögurnar varða skráningu á dvalartíma barna, breytt skipulag leikskólans og nýja gjaldskrá sem byggir á tekjutengingum og refsingu fyrir foreldra sem þurfa fulla vistun. Skoðun 16. október 2025 09:02
Köld kveðja á kvennaári Í ár eru 50 ár frá því að konur gengu út og sögðu hingað og ekki lengra, við krefjumst jafnréttis og það strax. Þetta var dagurinn sem hjól íslensks atvinnulífs stöðvuðust því konur lögðu niður störf. Formæður okkar sýndu hversu mikilvægar þær væru á vinnumarkaði og í íslensku samfélagi. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá en samt er jafnrétti ekki náð og nú eru hreinlega blikur á lofti. Skoðun 16. október 2025 09:02
Berum virðingu fyrir börnunum okkar Ég er faðir og fjölskyldumaður sem býr í Laugardal og á þrjú börn sem öll hafa gengið í leik- og grunnskóla í Reykjavík. Í gegnum árin hef ég séð hversu mikilvægt það er að börnin okkar séu í skólaumhverfi sem er bæði öruggt og heilbrigt. Margt hefur verið vel gert í skólamálum, og ég vil sérstaklega hrósa því starfsfólki sem hefur sinnt börnunum okkar af einlægni og alúð, bæði í leikskólum og grunnskólum. Hins vegar blasir við að það er ýmislegt sem mætti bæta þegar kemur að almennri umsýslu málaflokksins og í viðhaldi á húsnæðum borgarinnar. Skoðun 16. október 2025 07:02
Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Einstæðir foreldrar með meðallaun sem þurfa meira en átta tíma dvöl barns í leikskóla og þurfa að nota alla skráningardaga leikskóla í Reykjavík geta búist við því á því að leikskólagjöld þeirra hækki um allt að 185 prósent verði af fyrirhuguðum breytingum á gjaldskrá leikskóla í Reykjavík. Gjöld þeirra sem geta sótt klukkan 14 eða fyrr á föstudögum lækka í nýrri gjaldskrá, stundum verulega. Innlent 16. október 2025 06:46
Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið Það eru margar leiðir að því að stuðla að vellíðan barna og unglinga. Ein af áhrifaríkustu leiðunum er félagsmiðstöðin. Þessi opni vettvangur þar sem ungmenni fá að vera þau sjálf, prófa sig áfram, læra, skapa og vera hluti af hópi þar sem virðing, lýðræði og þátttaka eru leiðarljós. Þarna blómstrar sjálfsmyndin og þar liggur styrkur samfélagsins. Í tilefni af því að í dag er félagsmiðstöðvardagurinn er tækifæri til að draga þær fram. Skoðun 15. október 2025 15:31
Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Formaður Eflingar heimsótti í morgun nokkra leikskóla í Reykjavík þar sem hún kynnti könnun félagsins á afstöðu starfsfólks leikskóla til breytinga á gjaldskrá leikskóla. Hún segir breytingar muni henta félagsmönnum Eflingar, ekki bara starfsfólki. Hún segist undrast málflutning annarra verkalýðsfélaga vegna málsins. Innlent 15. október 2025 12:00
Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Eins og þjóð veit eru svo gott sem engar samræmdar árangursmælingar í íslenskum grunnskólum. Á þriggja ára fresti berast þó PISA niðurstöðurnar og yfirvöldum kemur alltaf á óvart að þær versni. Ekki dettur þeim í hug að fara upp úr hjólfarinu. Í staðinn er sömu stefnu og sömu sýn haldið og vonast eftir betri útkomu næst, á kostnað barnanna okkar. Skoðun 15. október 2025 11:00
Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Formaður Kennarasambandsins kallar eftir heildstæðri umræðu um framtíð menntamála á Íslandi og telur tilefni til að halda þjóðfund um málið. Framtíð landsins sé þegar í mótun innan menntakerfisins og því sé ærið tilefni til að þjóðin eigi samtal um hvernig móta megi framtíðina í sameiningu, einkum í ljósi þeirra áskorana sem blasi við í menntakerfinu. Innlent 15. október 2025 09:02
Mótum framtíðina saman Skólamál hafa á undanförnum vikum, mánuðum og árum verið umfangsmikil í samfélagsumræðunni hér á landi. Það er vel, enda er menntun fjárfesting í framtíðinni. Menntun er lykillinn að tækifærum, grunnur að velferð og forsenda þess að Ísland verði áfram samfélag þar sem hver og einn fær að vaxa og dafna. Skoðun 15. október 2025 07:31
Að henda bókum í börn Þessa dagana hefur starf mitt verið á dagskrá á kaffistofum og í heitum pottum þessa lands. Ég er nefnilega íslenskukennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð, einum af þeim fjórum skólum sem skylda nemendur sína til þess að lesa Sjálfstætt fólk eftir nóbelskáldið Halldór Laxness. Það er mér því ljúft og skylt að útskýra af hverju mér finnst að við eigum að kenna einmitt þessa bók eftir einmitt þennan mann. Skoðun 15. október 2025 06:47
Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Í síðustu viku skrifaði þingmaður í stjórnarmeirihluta grein um íslenska menntakerfið. Menntakerfi í fremstu röð. Hann vildi meina að menntakerfið væri framúrskarandi. Skoðun 13. október 2025 12:01
Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Reykjavíkurborg kynnti nýlega hugmyndir um svokallað „nýtt Reykjavíkurmódel“ í leikskólamálum. Síðan þá hefur mikið verið rætt og ritað um málið – og ekki að ástæðulausu. Skoðun 13. október 2025 11:33
Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Sæmundur Friðjónsson hefur verið ráðinn forstöðumaður upplýsingatækni við Háskólann í Reykjavík. Hann hóf störf í júní síðastliðnum að því er segir í tilkynningu frá háskólanum. Viðskipti innlent 13. október 2025 10:58
430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum „Gervigreind, netöryggi og skapandi verkefni“ í skólastarfi voru aðal málin á tveggja daga haustþingi kennara á Suðurlandi. Formaður Kennarafélags Suðurlands treystir sér ekki til að segja um hvort banna eigi símanotkun eða ekki í sunnlenskum skólum. Innlent 12. október 2025 20:03
Fálmandi í myrkrinu? Eins og flestir sem fylgjast með fréttum vita, þá var nýlega tekið margfrægt viðtal við núverandi (og nýjan) menntamálaráðherra, Guðmund Inga Kristinsson, um nýjar hugmyndir um nýtt stjórnsýslustig fyrir framhaldsskólakerfið. Á Ísland eru nú 27 ríkisreknir framhaldsskólar, en umrætt viðtal var á RÚV, í Kastljósinu. Skoðun 12. október 2025 15:31
Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Í tilefni umræðu síðustu daga um veika stöðu verka Halldórs Laxness og Íslendingasagna í framhaldsskólum langar mig fyrir hönd íslenskudeildar í Fjölbrautaskólanum við Ármúla að koma nokkrum atriðum á framfæri. Skoðun 11. október 2025 07:30
Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, sérfræðingur á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, segir leiðbeiningaskjal um barnaafmæli sem finna má á heimasíðu borgarinnar ekki gert til að stýra því hvernig foreldrar halda afmælisveislur. Það hafi verið ákall um viðmið sem léttu undir með foreldrum og tryggðu að afmælisveislur væru ekki útilokandi. Innlent 10. október 2025 17:31
Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Leikskólar eru ekki aðeins þjónusta fyrir vinnandi foreldra — þeir eru samfélagslegar stofnanir þar sem börn okkar dvelja á viðkvæmum mótunarárum. Þess vegna verðum við að ræða leikskólamál út frá velferð barna og starfsfólks, ekki eingöngu út frá hagkvæmni eða hugmyndafræði. Skoðun 10. október 2025 14:16
Kópavogsmódelið Mönnunarvandi leikskólanna er ekkert leyndarmál og hefur aukist á undanförnum árum. Það þurfti eitthvað að gerast og eitthvað að breytast. Kópavogsbær reið á vaðið með Kópavogsmódelinu þar sem vilji var til að setja barnið í fyrsta sæti og bæta starfsaðstæður kennara. Skoðun 10. október 2025 13:30