Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Lyklaskipti fara fram í ráðuneytum síðdegis á morgun þegar ráðherrar í ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins taka við lyklavöldum, einn af öðrum, úr hendi fráfarandi ráðherra starfsstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Innlent 21. desember 2024 20:07
Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og Inga Sæland, félagsmálaráðherra komu syngjandi út af ríkisráðsfundi á Bessastöðum sem lauk á sjötta tímanum í dag. Líkt og kunnugt er var ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins skipuð á fundi ríkisráðs Íslands á Bessastöðum í dag. Þess má geta að Kristrún verður yngsti forsætisráðherra Íslandssögunnar en í stjórninni eru konur einnig í miklum meirihluta en stjórnina skipa sjö konur og fjórir karlar. Innlent 21. desember 2024 18:48
Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og fráfarandi menningar- og viðskiptaráðherra, segir að framdundan sé mikil óvissa á gjaldeyrismarkaði, nú þegar ný ríkisstjórn hefur boðað stóraukna gjaldtöku á stærstu atvinnugrein þjóðarinnar, ferðaþjónustuna. Innlent 21. desember 2024 16:44
Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins stendur að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu fari fram eigi síðar en árið 2027. Innlent 21. desember 2024 15:53
„Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Bjarni Benediktsson, fráfarandi forsætisráðherra, segir að stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafi komið honum á óvart. „[Þetta er] mjög þunn súpa, lítið í henni. Maður spyr sig, hvað varð um öll stóru málin?“ Innlent 21. desember 2024 15:26
Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins ætlar að fjölga lögreglumönnum og það verulega. Þannig á að auka öryggi almennings, samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Innlent 21. desember 2024 14:53
Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins kynntu stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar sinnar og ráðherraskipan á blaðamannafundi í Hafnarborg eftir hádegi. Innlent 21. desember 2024 14:00
Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar var kynnt á blaðamannafundi í Hafnarhúsinu í Hafnarfirði í dag. Hún inniheldur helstu áhersluatriði ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem talin eru fram í 23 punktum. Innlent 21. desember 2024 13:42
Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Hanna Katrín Friðriksson mun taka við nýju atvinnuvegaráðuneyti, sem verður nýtt og sameinað ráðuneyti um landbúnað, sjávarútveg, iðnað og fleira. Hanna segir ljóst að ráðuneytið sé risastórt og mikilvægið gríðarlegt. Innlent 21. desember 2024 12:12
„Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að dagurinn verði góður og farsæll fyrir íslensku þjóðina. Djúpt og ríkt traust ríkti milli hennar Kristrúnar Frostadóttur og Ingu Sæland. Innlent 21. desember 2024 11:58
„Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Daði Már Kristófersson varaformaður Viðreisnar verður fjármála- og efnahagsráðherra utanþings í nýrri ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks fólksins. Daði Már er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Innlent 21. desember 2024 10:27
Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir, fráfarandi háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra, beitti Heimlich aðferðinni og bjargaði lífi konu á veitingastaðnum Kastrup í gær. Innlent 21. desember 2024 09:38
Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Ný ríkisstjórn Flokks fólksins, Samfylkingarinnar og Viðreisnar var kynnt Íslendingum í dag. Þá kynntu valkyrjurnar svokölluðu; Inga Sæland, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir stjórnarsáttmála þeirra og ráðherra. Innlent 21. desember 2024 08:29
„Maður mun sakna þess mjög“ „Núna er þetta að detta inn, að maður er að fara og maður er að kveðja gott fólk sem hefur verið einstaklega gaman að vinna með og árangursríkt. Maður er náttúrulega að minna sig á að það er ekkert að fara neitt en það er samt þannig þegar þú ert búinn að vinna með fólki svona náið og svo mikið í ráðuneytinu og stofnunum. Það er á þessum tímapunkti sem að það hellist yfir mann og maður mun sakna þess mjög.“ Innlent 20. desember 2024 20:41
Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Starfandi matvælaráðherra segir nauðsynlegt að Hvalur hf. hafi fyrirsjáanleika í rekstri og því hafi hann gefið út fimm ára hvalveiðileyfi sem endurnýjast sjálfkrafa á hverju ári. Hann hafi ekki haft tíma til að taka ákvörðun fyrir kosningar. Óþarfi sé að bíða eftir niðurstöðu starfshóps sem rýnir lagaumgjörð hvalveiða áður en slík ákvörðun er tekin. Innlent 20. desember 2024 19:02
Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Prófessor í stjórnmálafræði segir líklegt að helstu áherslumál nýrrar ríkisstjórnar verði tiltekt í ríkisfjármálum og staða þeirra sem höllum fæti standa. Mönnun í einstaka ráðherrastóla skipti minna máli. Innlent 20. desember 2024 18:46
Einar baðst fyrirgefningar Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, bað Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, fyrirgefningar vegna orða sem hann lét falla í hlaðvarpsþættinum Chess after Dark fyrr á þessu ári. Innlent 20. desember 2024 18:43
Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Ásgeir Runólfsson hefur verið skipaður skrifstofustjóri á skrifstofu fjárlaga og rekstrar í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Hann er skipaður af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, settum félags- og vinnumarkaðsráðherra við skipunina. Bjarni Benediktsson er starfandi félags- og vinnumarkaðsráðherra. Innlent 20. desember 2024 14:46
Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Nýtt gjald á rafrettur og nikótínpúða, hækkun barnabóta og nýtt innviðagjald á skemmtiferðaskip er á meðal helstu breytinga á sköttum og gjöldum sem taka gildi um áramótin. Breytingarnar eru almennt sagðar minni en verðbólga á árinu. Viðskipti innlent 20. desember 2024 14:24
„Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Almannatengill telur víst að Kristrún Frostadóttir verði næsti forsætisráðherra landins og Viðreisn fái fjármálaráðuneyti og utanríkisráðuneyti. Boðað hefur verið til blaðamannafundar í Hafnarborg í Hafnarfirði klukkan eitt á morgun þar sem stjórnarsáttmáli og ráðherraskipan verður tilkynnt. Innlent 20. desember 2024 12:32
Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Ríkisstjórnin fundaði í síðasta sinn í morgun. Ráðherrar eru þegar farnir að tæma skrifstofur sínar og þingstörf í stjórnarandstöðu eru fram undan. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur íhugað framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins og Áslaug Arna segir skorað á sig. Innlent 20. desember 2024 12:25
Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafa boðað til fréttamannafundar klukkan eitt á á morgun, laugardaginn 21. desember, í Hafnarborg í Hafnarfirði. Innlent 20. desember 2024 11:42
Skautun eða tvíhyggja? Það líður að áramótum og tími uppgjörs er genginn í garð. Í fréttum RÚV á dögunum var greint frá því að „skautun“, eða „pólarísering“ á ensku, hefði orðið fyrir valinu sem orð ársins hjá Merriam-Webster orðabókinni. Skoðun 20. desember 2024 11:01
Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar verður forsætisráðherra í þeirri ríkisstjórn sem brátt verður kynnt til sögunnar. Innlent 20. desember 2024 09:45
Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, fyrrverandi orkumálastjóri og forsetaframbjóðandi, átti eina óvæntustu innkomu ársins sem er að líða. Hún var alls staðar! Lífið 20. desember 2024 08:19
Dæmalaus málflutningur Með ákvörðun Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og matvælaráðherra, um að afgreiða umsóknir um hvalveiðileyfi fyrr í þessum mánuði var ekki tekin stefnumótandi ákvörðun heldur einungis framfylgt gildandi lögum. Með öðrum orðum var um að ræða ákvörðun í fullu samræmi við það hlutverk starfsstjórna að sinna þeim verkefnum sem þurfi að sinna. Eitt af því er að umsóknir séu afgreiddar af stjórnsýslunni. Skoðun 20. desember 2024 07:31
Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, er sögð verða forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Innlent 20. desember 2024 06:29
Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Helga Vala Helgadóttir lögmaður segir að með ummælum sínum um trans fólk sé Eldur Smári Kristinsson að ráðast á minnihlutahóp með markvissum aðgerðum. Það sé hatursorðræða sem hvetji til ofbeldis og það megi sjá þá þróun í samfélaginu um allan heim. Brynjar Níelsson lögmaður segist ekki sammála. Ummælin séu hörð gagnrýni en eigi ekki að flokka sem hatursorðræðu. Innlent 19. desember 2024 23:19
Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, ætlar að bregðast við ábendingum frá sveitarfélögum um fjölda tómra íbúða. Í nýrri mánaðarskýrslu stofnunarinnar sem kom út í dag kom fram að á landinu væru um tíu þúsund tómar íbúðir. Það væri um 6,5 prósent allra fullbúinna íbúða. Sum telji að fjöldinn sé ofáætlaður og önnur telji hann vanáætlaðan. Viðskipti innlent 19. desember 2024 18:22
Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Formenn Flokks fólksins, Samfylkingarinnar og Viðreisnar stefna að því að kynna stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar um helgina. Þá hefur skipting ráðuneyta sömuleiðis verið rædd. Innlent 19. desember 2024 17:50