Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Umræðan um veiðigjaldsfrumvarpið er nú orðin þriðja lengsta umræða þingsins frá árinu 1991 en það hefur verið rætt í rúmlega hundrað klukkustundir. Málið er aftur á dagskrá þingsins í kvöld. Innlent 30. júní 2025 19:15
Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Enn vofir kólga yfir ranni Sósíalista og virðist stefna í að aðalfundur Vorstjörnunnar, sem hófst núna klukkan hálfsex, verði sannkallaður hitafundur. Miklar skærur hafa geisað um fjármuni félagsins fyrir opnum tjöldum eftir hallarbyltingu í framkvæmdastjórn flokksins. Innlent 30. júní 2025 18:19
Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins er komin til New York þar sem hún ætlar að stunda nám næsta árið við Columbia-háskóla. Hún er komin í níu mánaða leyfi frá þingstörfum en enn hefur ekki verið hóað í varamann hennar og því er stjórnarandstaðan ekki fullskipuð á þingfundi dagsins. Innlent 30. júní 2025 16:57
Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Fyrir Alþingi liggur frumvarp ríkisstjórnarinnar sem er forsenda þess að taka upp nýtt örorkulífeyriskerfi í haust sem hvetur til atvinnuþátttöku öryrkja og bætir kjör þeirra. Nýtt kerfi mun leiða af sér að auknar tekjur öryrkja en leiðir ekki af sér minni greiðslur úr lífeyrissjóðum til eldri borgara. Skoðun 30. júní 2025 15:01
Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur falið fjórum sérfræðingum að vinna skýrslu um valkosti Íslands í gjaldmiðlamálum. Verkefni hópsins verður að meta kosti og galla sjálfstæðs gjaldmiðils samanborið við aðild að stærra gjaldmiðlasvæði eins og evrusvæðinu. Viðskipti innlent 30. júní 2025 14:56
Snurða hljóp á þráðinn í nótt Formenn þingflokka reyna nú að ná saman um þinglok og hafa fundað stíft undanfarna daga. Eftir ágætis gang í samtalinu um helgina þykir nú meiri óvissa uppi samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Öll mál ríkisstjórnarinnar eru undir í samtalinu segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Innlent 30. júní 2025 13:08
Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands segir stjórnina ætla að reyna að fá lögbann á boðaðan aðalfund Vorstjörnunnar í dag. Gangi það ekki hyggst stjórnin mæta á fundinn og ná stjórn á félaginu. Formaður Vorstjörnunnar segir alla reikninga félagsins verða lagða fram á fundinum, en félagsmenn hafa verið hvattir til að fylkja liði á fundinn til varnar félaginu. Innlent 30. júní 2025 12:01
Fundar með þingflokksformönnum Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, mun funda með þingflokksformönnum klukkan níu þar sem þinghald í vikunni verður til umræðu. Þingfundur hefst svo klukkan 10 þar sem á dagskrá eru atkvæðagreiðslur og svo áframhaldandi umræður um breytingar á veiðigjöldum. Innlent 30. júní 2025 08:32
Fiskeldi og samfélagsábyrgð Fiskeldi hefur átt mikinn þátt í þeirri endurreisn sem íbúar Vestfjarða eru að upplifa. Fiskveiðar hafa verið helsta atvinnugrein á svæðinu en þegar aflaheimildir fluttust í stórum stíl til annarra landshluta fækkaði störfum með tilheyrandi áhrifum á byggðaþróun. Skoðun 30. júní 2025 08:03
Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein Pétur Óskarsson formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir stjórn SAF ósátta við forsætisráðherrann og segir neikvæðni hennar í garð vaxtar í ferðaþjónustu valda miklum áhyggjum. Hann kallar eftir meiri stuðningi stjórnvalda og segir það einföldun hjá forsætisráðherra að kalla greinina láglaunagrein. Viðskipti innlent 29. júní 2025 23:59
Ekkert samkomulag í höfn enn um þinglok Þingflokksformenn funduðu og áttu samtöl í allan dag til að freista þess að samkomulagi um þinglok. Búið er að birta dagskrá þingfundar á vef Alþingis fyrir morgundaginn. Ef ekki tekst að semja um þinglok í kvöld heldur umræða um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar áfram að loknum fernum atkvæðagreiðslum. Innlent 29. júní 2025 23:41
Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Aldrei hefur verið haldinn aðalfundur hjá Vorstjörnunni né nokkur stjórnarfundur eftir að félagið var stofnað. Engin reikningar eða bókhald lögmætrar stjórnar þrátt fyrir milljóna flæði í gegn um félagið í fjögur ár. Skoðun 29. júní 2025 23:30
„Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, er nú komin til New York þar sem hún ætlar næsta árið að stunda nám við Columbia háskóla. Áslaug er komin í níu mánaða leyfi frá þingstörfum á meðan. Lífið 29. júní 2025 22:01
Óákveðin hvort hún fari aftur fram fyrir Sósíalista: „Mér finnst þetta bara orðið bull“ Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir deilur innan flokksins orðnar „algjört bull“. Hún segist reið og vonsvikin að ný framkvæmdastjórn hafi ákveðið að kæra formann og gjaldkera Vorstjörnunnar. Þau séu öll sjálfboðaliðar og félagar þeirra. Innlent 29. júní 2025 21:30
Segir ráðherra sjálfum í lófa lagið að breyta leikreglum svo ágóðinn rati vestur Forstjóri Arctic Fish vísar á bug ásökunum innviðaráðherra um skort á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækisins vegna ákvörðunar um flutning starfa frá Þingeyri. Fyrirtækið greiði hundruð milljóna í sérstaka fiskeldisskatta, þrátt fyrir taprekstur, sem ekki renni að nokkru marki aftur vestur á firði og í þau samfélög sem skapi tekjurnar. Innlent 29. júní 2025 20:13
Krefst aðkomu Vinstri grænna að endurmótun varnarmálastefnu Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri Grænna, segir orðræðu kalda stríðsins einkenna umræðuna um öryggis- og varnarmál, og lýsir efasemdum um áform íslenskra stjórnvalda um að verja einu og hálfu prósenti þjóðarframleiðslu í öryggis- og varnartengd verkefni. Dagur B. Eggertsson segir að framlög Íslands muni fara meðal annars í nauðsynlega innviðauppbyggingu innanlands. Innlent 29. júní 2025 15:02
„Samfélagsleg ábyrgð þessa fyrirtækis virðist ekki vera nein“ Innviðaráðherra segir það gríðarlegt högg fyrir byggðina á Þingeyri að Arctic Fish ætli að flytja fóðurstöð sína á Ísafjörð. Hann ætlar að beita sér fyrir því að ákvörðunin verði dregin til baka og segir samfélagslega sátt þurfa að ríkja um fiskeldi. Innlent 29. júní 2025 12:16
Fylgið fór vegna fullveldismáls Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist í kringum 38% nánast allt kjörtímabilið sem ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna var við völd á árunum 2009-2013. Allt þar til í febrúar 2013 eftir að EFTA-dómstóllinn hafði endanlega staðfest að Ísland væri ekki ábyrgt fyrir Icesave-skuldbindingum Landsbanka Íslands. Skoðun 29. júní 2025 07:02
Sonur Rögnu og Árna fæddur Sonur Rögnu Sigurðardóttur, læknis og þingmanns Samfylkingar, og Árna Steins Viggósonar fæddist þann 23. júní. Árni og Ragna tilkynntu um fæðinguna í kvöld á samfélagsmiðlum. Lífið 28. júní 2025 22:27
Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Sara Stef Hildardóttir starfandi gjaldkeri Vorstjörnu, Védís Guðjónsdóttir formaður Vorstjörnu og Guðmundur Auðunsson, gjaldkeri kosningastjórnar Sósíalistaflokksins, hafa öll verið kærð til lögreglu af nýrri framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins fyrir efnahagsbrot. Innlent 28. júní 2025 22:20
Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Heilbrigðisráðherra hyggst fá utanaðkomandi ráðgjafa til að kanna hvernig ráðuneytið geti haft betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands. Ríkisendurskoðun gerir alvarlegar athugasemdir við samninga stofnunarinnar við sérgreinalækna. Innlent 28. júní 2025 20:32
Segir tölurnar sláandi og vill bregðast við Barnamálaráðherra hyggst bregðast við mikilli fjölgun tilkynninga til barnaverndar. Hann segir tölurnar sláandi og mikið áhyggjuefni. Innlent 28. júní 2025 20:17
„Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Peningar hafa verið ferjaðir út úr Sósíalistaflokknum frá upphafi að sögn varaformanns framkvæmdastjórnar flokksins. Ritstjóri Samstöðvarinnar telur ráðstöfun fjármuna í gegnum tíðina hafa verið eðlilega. Innlent 28. júní 2025 19:02
Flokkurinn hans Gunnars Smára? Á Visir.is í gær tekur gamall vinnufélagi Gunnars Smára Egilssonar við hann viðtal. Er þetta nokk langt viðtal og prýða viðtalið hvorki fleiri né færri en 16 portrait myndir af viðfangsefninu. Þar mærir gamli vinnufélaginn Gunnar í hástert sem fer yfir feril sinn í fjölmiðlum. Ber þar á góma Samstöðina, upphaf hennar og framtíð. Þar vil ég aðeins staldra við. Skoðun 28. júní 2025 18:02
Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Eitt af þingmálunum sem liggja fyrir Alþingi nú er breyting á raforkulögum þar sem innleiða á hátternisreglur í raforkuviðskiptum. Tilgangur slíkra reglna er að koma í veg fyrir óeðlileg áhrif aðila á markaði á verðmyndun raforku Skoðun 28. júní 2025 15:01
Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Ríkisstjórnin ætlar að setja sveitarfélögum skilyrði: Annað hvort hækkið þið skatta á laun íbúanna ykkar í hæsta mögulega útsvar skv. lögum eða sætið skerðingum á framlögum úr Jöfnunarsjóði. Skoðun 28. júní 2025 14:32
Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Ný stjórn Sósíalistaflokks Íslands hefur sakað fyrrverandi framkvæmdastjórn flokksins um að hafa tæmt sjóði flokksins og hlaupa með þá burt. Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar, segir ásakanirnar kjaftæði og íhugar að höfða meiðyrðamál gegn nýrri stjórn. Innlent 28. júní 2025 13:41
„Þurfum að huga að forvörnum“ Heilbrigðisráðherra segir áform um lagasetningu er varðar heildstæða löggjöf fyrir tóbaks- og nikótínvörur fyrst og fremst sett fram til að vernda börn og ungmenni. Innlent 28. júní 2025 12:05
Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Sagan endurtekur sig, svo mikið er víst. Eftir eitt gott ár í sjávarútvegi og vinstri stjórnin rýkur til og vill tvöfalda veiðigjöld með þeim rökum að um „leiðréttingu“ sé að ræða. Réttlæti, sanngirni og sameiginlegar auðlindir eru frasar sem hljóma vel í ræðum, en þegar betur er að gáð virðist þetta vera nákvæmlega sama viðbragð og árið 2012: skyndileg skattahækkun í kjölfar góðrar afkomu, án tillits til þess hve sveiflukennd atvinnugreinin er. Skoðun 28. júní 2025 11:33
Hver borgar brúsann? Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Efni frumvarpsins varðar svokallaða víxlverkun. Verði frumvarpið að lögum verður lífeyrissjóðum óheimilt að taka tillit til greiðslna frá Tryggingastofnun ríkisins við útreikning örorkulífeyris. Skoðun 28. júní 2025 11:01