Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Vinstri grænir í Reykja­vík gagn­rýna leikskólaplan borgarinnar

Félag Vinstri grænna í Reykjavík gagnrýnir harðlega tillögur borgarstjórnar í leikskólamálum en flokkurinn á sjálfur fulltrúa í borgarmeirihlutanum. Enginn hafi kosið þessar tillögur. Félagið vill frekar tímabundið rýmka ráðningarheimildir leikskóla og ráðast í ráðningarátak.

Innlent
Fréttamynd

Fólk sæki um náms­manna­leyfi í annar­legum til­gangi

Dóms­málaráðherra vill breyta lögum um dvalar­leyfis­veitingar og færa mála­flokkinn al­farið undir Út­lendinga­stofnun. Ráðu­neytið full­yrðir að vís­bendingar séu um að fólk sæki um náms­manna­leyfi í annar­legum til­gangi og því vill ráðherra auka eftir­lit með námsárangri dvalar­leyfis­hafa og tak­marka mögu­leika þeirra á fjöl­skyldu­sam­einingum. Flestir sem hlutu náms­leyfi á Ís­landi í fyrra komu frá Filipps­eyjum.

Innlent
Fréttamynd

Boða rót­tækar breytingar á byggingarreglugerð

Ríkisstjórnin kynnti einföldun á regluverki þegar kemur að byggingu húsnæðis á blaðamannafundi þriggja ráðherra og borgarstjóra í Úlfarsárdal. Byggingastjórakerfið verður lagt niður og létt verður verulega á störfum byggingafulltrúa svo eitthvað sé nefnt.

Innlent
Fréttamynd

Draga úr skatt­frelsi fólks sem safnar í­búðum

Ríkisstjórnin ætlar að draga úr hvata vel stæðra til að safna íbúðum og festa skráningarskyldu leigusamninga í röð. Þá fá sveitarfélög heimild til að leggja álag á fasteignagjald á byggingalóðir sem eru látnar standa auðar í þéttbýli.

Innlent
Fréttamynd

Eyða ó­vissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði

Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hyggst eyða óvissunni sem komin er upp á lánamarkaði í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. Það verður gert með samráði við Seðlabanka Íslands um að hefja eins fljótt og auðið er birtingu vaxtaviðmiðs, sem getur legið til grundvallar verðtryggðum lánum. Vaxtaviðmiðið mun byggja á vöxtum ríkisskuldabréfa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Borgarstefna kallar á að­gerðir og fjár­magn

Það er mikið ánægjuefni og markar tímamót í sögu lands og þjóðar að samþykkt hafi verið á Alþingi að framfylgja eigi ítarlegri borgarstefnu fyrir höfuðborgina Reykjavík og svæðisborgina Akureyri.

Skoðun
Fréttamynd

Öryggis­gæslu í Mjódd, núna, takk fyrir!

Mér hefur verið tíðrætt um skiptistöðina í Mjódd, meðal annars vegna þess að ástand skiptistöðvarinnar lýsir svo vel áherslum vinstri-meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur um langa hríð – bjástrað er við gæluverkefni en minni áhersla lögð á að veita borgarbúum úrvals grunnþjónustu.

Skoðun
Fréttamynd

Fundinum lokið án niður­stöðu

Fundi dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóra vegna 190 milljóna króna greiðslna til ráðgjafa frá lögregluembættum Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur lauk í morgun án niðurstöðu. Formaður Landssambands lögreglumanna fordæmir fjárútlát ríkislögreglustjóra. Ríkislögreglustjóri hefur hafnað ítrekuðum viðtalsbeiðnum fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkis­stjórnarinnar

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra og Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar á blaðamannafundi í Fram-salnum í Úlfarsárdal klukkan 16:30 í dag.

Innlent
Fréttamynd

Gera ekki til­kall til höfuð­borgar­titils þótt Akur­eyri verði borg

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, sem verður kannski bráðum borgarstjóri, segir það skipta máli fyrir þá þjónustu sem er veitt á Akureyri og hvaða verkefni Akureyri fer með fyrir sitt nágrenni að bærinn verði borg. Verkefnin verði að vera vel skilgreind og það viðurkennt að Akureyri fari með þessi verkefni. Ef byggð eigi að vera á öllu landinu verði að tryggja öflugt atvinnulíf og þetta sé eitt skref að því. 

Innlent
Fréttamynd

Þegar krónur skipta meira máli en vel­ferð barna

Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði. Byrjum á niðurstöðunni. Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðismanna ætlaði að spara sér nokkrar krónur á kostnað gæða og skilvirkni. Hafnfirsk börn eru ekki krónur eða aurar og þau eiga skilið það besta. Útboðsskilmálarnir voru þannig að reyndustu og stærstu fyrirtækin á markaði treystu sér ekki til að sinna þessari þjónustu þannig að sómi sé að. Afleiðingin er sú að samið er við lítið fyrirtæki sem ekki hefur burði, aðstöðu, eða reynslu til að sinna þessu risastóra verkefni. Niðurstaðan er að allir tapa.

Skoðun
Fréttamynd

Kærðu um­deildar fram­kvæmdir allt of seint

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað kæru húsfélagsins að Grettisgötu 18, vegna framkvæmda á lóðinni við hliðina á, frá. Nágrannar hafa sagst hafa fengið upp í kok af framkvæmdunum og hrundið af stað undirskriftasöfnun vegna þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Halla leiðir krabbameinsráð ráð­herra

Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur sett á fót krabbameinsráð sem gegna mun hlutverki samráðsvettvangs um framkvæmd krabbameinsáætlunar. Skipun ráðsins er liður í aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum sem samþykkt var á Alþingi í júní síðastliðnum. Enginn fulltrúi frá Ljósinu á sæti í ráðinu.

Innlent
Fréttamynd

Ungur Miðflokksmaður gengst við ras­isma og segir af sér

Miðflokksmaðurinn Sverrir Helgason hefur sagt sig úr stjórn Ungliðahreyfingar Miðflokksins í kjölfar umfjöllunar um rasískar yfirlýsingar hans. Nýverið sagði hann genamengi skipta máli þegar kæmi að uppbyggingu samfélaga og sagði það ekki myndu trufla sig að vera kallaður rasisti.

Innlent
Fréttamynd

Mis­vægi at­kvæða bitnar mest á Kraganum

Prófessor í stjórnmálafræði og formaður starfshóps sem vinnur að breytingu á kosningalögum segir misvægi atkvæða langmest hér á landi miðað við nágrannalönd. Hann segir áhyggjur landsbyggðarinnar eðlilegar.

Innlent
Fréttamynd

„Ég tel ekki til­efni til að í­huga stöðu mína“

Ríkisendurskoðandi segir að engin formleg tilkynning hafi borist til embættisins frá starfsfólki um einelti, kynbundið eða kynferðislegt áreiti eða ofbeldi.  Hann myndi taka á slíkum málum. Hann harmar að innri mál embættisins séu til umfjöllunar í fjölmiðlum og hefur ekki íhugað stöðu sína.

Innlent
Fréttamynd

Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælis­leit­enda sem vísað var frá Ís­landi

Nefnd Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum hefur skráð kvörtun karlmanns á þrítugsaldri, frá Kamerún, sem vísað var frá Íslandi í upphafi þessa árs á grundvelli Dyflinnarreglugerðar. Manninum var vísað til Möltu þar sem stjórnvöld áttu að taka umsókn hans um vernd til meðferðar. Manninum var vísað aftur til heimalands síns þremur dögum eftir komu til Möltu og sætti þar, samkvæmt lögmanni hans, pyntingum og ómannúðlegri meðferð. Maðurinn fer nú huldu höfði í Kamerún.

Innlent
Fréttamynd

Um 140 um­sækj­endur um al­þjóð­lega vernd týndir og eftirlýstir

Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem hafa fengið neitun og á að vísa úr landi eru týndir og eftirlýstir. Þeim hefur fjölgað verulega sem er fylgt úr landi og þeim sem fara sjálf. Kristín María Gunnarsdóttir, deildarstjóri heimferða- og fylgdadeildar ríkislögreglustjóra, segir flesta sem er vísað frá landi skilja að þau séu komin á endastöð. Fæst séu sátt, en flest skilji stöðu sína.

Innlent
Fréttamynd

Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnar­firði

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segist enn eiga eftir að taka ákvörðun hvort, og þá hvar, hún bjóði sig fram í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hún segir það aftur á móti úr lausu lofti gripið að hún sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, eins og hlaðvarpsstjórnendur hafa fullyrt um.

Innlent