Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Gerir kröfu um að fjár­magn fylgi barni í vímu­efna­vanda

Halla Hrund Logadóttir þingkona Framsóknarflokksins vill að fjármagn fylgi barni þegar kemur að fíknimeðferðum. Hún segir að á meðan ekki sé hægt að tryggja aðgengi og öryggi barna í meðferðarúrræðum á Íslandi eigi foreldrar og forráðamenn að geta leitað annað og fengið fjármagn með.

Innlent
Fréttamynd

Skildi vega­bréfið eftir

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, var að hefja erindi á COP30 ráðstefnunni þegar eldur brast út. Í flýti við að komast út skildi sendinefnd Íslands eftir vegabréf og allan farangurinn. Tvísýnt var hvort þau næðu flugferðinni heim á miðnætti, og þá með allan farangurinn. Að lokum fengu þau að sækja farangurinn sem varð eftir og vegabréf ráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Ís­land útsöluvara í nor­rænum saman­burði

Ísland er útsöluvara í Norrænum samanburði hvað varðar veitingu dvalarleyfa og algjört stefnuleysi hefur ríkt í málaflokknum. Þetta segir hagfræðingur sem vann úttekt á reglum um dvalarleyfi á Íslandi. Dómsmálaráðherra boðar fimm lagafrumvörp til breytinga í málaflokknum.

Innlent
Fréttamynd

Mögu­leiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi

Ársfjórðungslegur fundur um verndaraðgerðir Evrópusambandsins getur stuðlað að því að dregið verði úr aðgerðunum eða þær felldar úr gildi fyrr en áætlað er. Utanríkisráðherra segir það fara eftir þróun markaða, eitthvað sem enginn geti spáð fyrir um. Fulltrúar Evrópusambandsins leggja áherslu á að verndaraðgerðirnar gegn EES-ríkjunum séu einstakt tilfelli.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir

Mennta- og barnamálaráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og heilbrigðisráðherra hafa fundað um áframhaldandi samning við stuðnings- og ráðgjafasetrið Bergið headspace. Framkvæmdastjórinn segir jákvætt að samtal sé farið af stað en hún óttaðist að fengist ekki ríkisstyrkur þyrfti að loka starfsemi Bergsins. Hún hefur ekki fengið upplýsingar um hvað felst í samningnum.

Innlent
Fréttamynd

Mikil­vægar kjara­bætur fyrir aldraða

Í október síðast liðnum mælti ég fyrir frumvarpi þess efnis að hækkun bæði elli- og örorkulífeyris um hver áramót taki framvegis mið af launavísitölu í stað vísitölu neysluverðs og áætlunar um launaþróun. Ef verðlag hækkar umfram laun verður hins vegar áfram miðað við vísitölu neysluverðs.

Skoðun
Fréttamynd

Út­lendingar 69 prósent nýrra í­búa frá 2017

Á árunum 2017 til 2025 fjölgaði íbúum Íslands margfalt á við önnur lönd vegna mikillar fjölgunar erlendra ríkisborgara en veiting dvalarleyfa til ríkisborgara utan EES, svokallaðra þriðju ríkis borgara, skýrir sífellt stærri hluta fólksfjölgunar á Íslandi. Starfshópur leggur til víðtækar breytingar á dvalarleyfakerfinu.

Innlent
Fréttamynd

Skúli sækist eftir 2. sæti

Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Flokksvalið fer fram 24. janúar næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Vill svara ESB með tollahækkun

Þingmenn Framsóknar virðast boða nokkurs konar tollastríð við Evrópusambandið í þingsályktunartillögu sem þeir hyggjast leggja fram en hún er sögð fela í sér tollahækkun á innflutt matvæli. Fjármálaráðherra hafnar hugmyndinni og segir Íslendinga eiga allt undir í frjálsum viðskiptum.

Innlent
Fréttamynd

Kom ó­á­nægju sinni á fram­færi við von der Leyen

Forsætisráðherra segist hafa komið óánægju íslenskra stjórnvalda með verndaraðgerðir Evrópusambandsins vegna kísiljárns á framfæri við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í morgun. Von der Leyen hafi sagt Ísland áfram geta reitt sig á aðgengi að innri markaði ESB.

Innlent
Fréttamynd

Nær allir sam­mála um af­sögn ríkislög­reglu­stjóra

Svarendur í skoðanakönnun sem Maskína gerði voru svo gott sem á einu máli um að það hefði verið rétt ákvörðun hjá Sigríði Björk Guðjónsdóttur að segja af sér sem ríkislögreglustjóri. Sú afstaða er óháð kyni, aldri, búsetu, menntun, tekjum eða stjórnmálaskoðunum svarenda.

Innlent
Fréttamynd

Er þetta planið?

Nú er senn ár liðið frá Alþingiskosningunum. Eftir kosningar tók við ný, björt og brosandi ríkisstjórn sem hefur unnið þétt með þjóðinni.

Skoðun
Fréttamynd

Feta ein­stigi milli metnaðar og raun­sæis í lofts­lags­mark­miði

Markmið íslenskra stjórnvalda um samdrátt í losun er krefjandi en þau reyna að finna jafnvægi á milli raunsæis og metnaðar, að sögn loftslagsráðherra. Samningamenn Íslands á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna hafi farið að heiman með þau skilaboð að krefjast afgerandi samdráttar í losun.

Innlent
Fréttamynd

Sviðsstjóri lögsækir Ríkis­endur­skoðun

Sviðsstjóri hjá Ríkisendurskoðun hefur höfðað mál á hendur embættinu vegna ákvörðunar ríkisendurskoðanda um að færa hann til í starfi. Málið er höfðað hjá Héraðsdómi Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Stilla á lista Miðflokks í Kópa­vogi

Á stjórnarfundi Miðflokksdeildar Kópavogs var samþykkt að framboðslisti Miðflokksins í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar verði ákveðinn af uppstillingarnefnd. Í tilkynningu eru allir sem hafa áhuga á að taka þátt hvattir til að hafa samband.

Innlent
Fréttamynd

Mál ríkis­endur­skoðanda á borði for­sætis­nefndar

Forsætisnefnd Alþingis hefur borist formlegt erindi um mannauðsmál Ríkisendurskoðunar.  Bryndís Haraldsdóttir, 1. varaforseti þingsins, staðfestir í samtali við fréttastofu að málið og gögnin séu komin til nefndarinnar. Málið sé nú á borði forseta þingsins. 

Innlent
Fréttamynd

Skaut föstum skotum á seðla­banka­stjóra

Ásthildur Lóa Þórisdóttir, þingmaður Flokks fólksins, gagnrýndi lækkun Seðlabanka Íslands á stýrivöxtunum. Hún sagði lækkunin aumingjalega í samanburði við útgjöld sem Seðlabankinn fór í vegna breytinga á húsnæði þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Sam­fylkingin blæs til próf­kjörs í borginni

Samfylkingin í Reykjavík mun halda prófkjör um sex efstu sætin í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi fulltrúaráðs Samfylkingarfélaganna í Reykjavík í fyrradag.

Innlent
Fréttamynd

Skora á Lilju eftir hörfun Einars

Stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur skorar á Lilju Dögg Alfreðsdóttur varaformann flokksins að bjóða sig fram til formanns Framsóknar á komandi flokksþingi og leiða flokkinn inn í nýja tíma. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar í Reykjavík tilkynnti í gær að hann hyggðist ekki bjóða sig fram.

Innlent
Fréttamynd

Svona virka verndarað­gerðir ESB vegna kísilmálms

Talsmaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að útfærsla verndaraðgerða vegna kísilmálms eigi að vera hagstæð Íslandi og Noregi. Þrír fjórðu hlutar útflutnings Íslands og Noregs verði áfram tollfrjálsir og mögulega meira ef verð á honum verður yfir ákveðnu viðmiði.

Viðskipti innlent