Þróunarsamvinna

Þróunarsamvinna

Heimsljós er upplýsingaveita utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Vísir og Heimsljós eru í samstarfi um birtingu frétta um þessi mál.

Fréttamynd

Fjórða hvert barn býr við stríð eða aðrar hörmungar

Eitt af hverjum fjórum börnum í heiminum býr á svæði þar sem geisar stríð eða aðrar hörmungar. Milljónir barna skortir öryggi og vernd. Vaxandi ofbeldi og árásir hafi stóraukið þörfina á neyðararaðstoð. UNICEF ítrekar að alþjóðasamfélagið þurfi að skuldbinda sig af fullri alvöru til að vernda börn.

Kynningar
Fréttamynd

Brottfall nemenda nánast horfið eftir stuðning Íslendinga

Fyrir fáeinum árum voru aðeins fjórar nothæfar kennslustofur í Milimbo grunnskólanum í Mangochihéraði í Malaví. Allir nemendur skólans eru nú komnir undir þak, þökk sé stuðningi héraðsyfirvalda í Mangochi gegnum íslenska þróunarsamvinnu. Formaður og annar varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis heimsóttu skólann.

Kynningar
Fréttamynd

Íslenskur stuðningur við börn í flóttamannabyggðum Úganda

Tæplega 20 þúsund börn í norðurhluta Úganda koma til með að njóta framlags frá utanríkisráðuneytinu sem hefur ákveðið að styrkja Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) í verkefnum sem tengjast vatns-, salernis- og hreinlætismálum með tæplega 120 milljóna króna framlagi.

Kynningar
Fréttamynd

Mannfjölgun í Malaví 35% á átta árum

Hagstofan í Malaví leiddi framkvæmd manntals í samstarfi við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) með tæknilegum stuðningi Manntalsskrifstofu Bandaríkjanna. Kostnaðaráætlun fyrir manntalið og úrvinnslu gagna nemur um 22,5 milljónum Bandaríkjadala. Íslensk stjórnvöld leggja fram tæpar eitt hundrað milljónir króna og sá stuðningur mun einkum nýtast við úrvinnslu gagna og uppsetningu gagnamiðlunarkerfis.

Kynningar
Fréttamynd

Níu umsóknir bárust um styrki úr Samstarfssjóði við atvinnulífið

Samstarfssjóður við atvinnulíf um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna vegna samstarfsverkefna í þróunarríkjum hefur yfir að ráða allt að 100 milljónum króna. Níu umsóknir bárust til sjóðsins. Áskilið er að styrkt verkefni skuli vera til hagsbóta í viðkomandi landi og stuðla að atvinnusköpun og sjálfbærum vexti í fátækum ríkjum heims.

Kynningar
Fréttamynd

Þrjátíu þúsund flóttamenn látnir á fimm árum

Rúmlega þrjátíu þúsund flóttamenn létust á árunum 2014 til 2018 samkvæmt yfirliti alþjóðlegrar stofnunar um farandfólk (IOM). Verulega skortir á opinber gögn og upplýsingar um dauðsföll þeirra sem eru á faraldsfæti. Því telur stofnunin tölurnar lágmarksáætlun.

Kynningar
Fréttamynd

Umrót á alþjóðamörkuðum og spáð örlitlum samdrætti

Landsframleiðsla á heimsvísu kemur til með að aukast um 2,9% á þessu ári. Það er örlítill samdráttur frá nýliðnu ári. Hlutfallið mun verða 2,8% næstu tvö árin. Þetta kemur fram í spá Alþjóðabankans sem gaf í gær út árlega skýrslu um efnahagshorfur í heiminum.

Kynningar
Fréttamynd

Mansal í heiminum fer vaxandi

Mansal fer vaxandi í heiminum og verður sífellt ógeðfelldara samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum. Kynferðisleg misneyting fórnarlamba helsti drifkrafturinn. Börn eru 30% þeirra sem seld eru mannsali, stelpur miklu fleiri en strákar.

Kynningar
Fréttamynd

Ekkert barn ætti að vera fórnarlamb ofbeldis, ótta eða áfalla

Hundrað árum eftir lok fyrri heimsstyrjaldar eru grundvallarmannréttindi og lög sem eiga að vernda börn gegn hörmulegum afleiðingum stríðsátaka, stanslaust brotin án nokkurra refsinga. Framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children á Íslandi segir ríkisstjórnir um allan heim verða að binda endi á óásættanlegt ofbeldi.

Kynningar
Fréttamynd

Óvænt afsögn forseta Alþjóðabankans

Jim Young Kim forseti Alþjóðabankans hefur sagt upp störfum. Afsögn hans kom stjórnarmönnum og starfsmönnum bankans á óvart. Jim hyggst hefja störf hjá fjárfestingafyrirtæki. Ráðningatímabili hans hjá Alþjóðabankanum átti að ljúka eftir þrjú ár.

Kynningar
Fréttamynd

Rauði krossinn og Sýn brúa stafræna bilið í Afríku

Sýn og Rauði krossinn á Íslandi hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér stuðning Sýnar við alþjóðlegt hjálparstarf Rauða krossins. Landsfélögum Rauða krossins og Rauða hálfmánans í fimmtán Afríkuríkjum verður veitt aðstoð við að bæta þekkingu og búnað í upplýsinga- og samskiptatækni.

Kynningar
Fréttamynd

Heimsljós 2018: Mest lesnu fréttirnar

Eitt hundrað milljóna króna framlag utanríkisráðuneytisins til neyðaraðstoðar í Jemen var mest lesna fréttin í Heimsljósi á árinu. Önnur mest lesna frétt ársins var um leit ráðuneytisins að unglingi fæddum árið 2003 til að taka þátt í kynningu á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Kynningar
Fréttamynd

Heimurinn bregst börnum á átakasvæðum

Vopnaðar sveitir skirrast ekki við að fremja alvarleg brot gegn börnum án þess að gerendur séu dregnir til ábyrgðar, segir í fréttatilkynningu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Framtíð milljóna barna í stríðshrjáðum löndum í hættu.

Kynningar
Fréttamynd

Söfnuðu 47,5 milljónum til hjálparstarfs í Jemen

Neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi vegna neyðarástands í Jemen lauk í gær. Söfnunin sem hófst í byrjun nóvember gekk framar vonum og nemur framlag Rauða krossins alls um 47,5 milljónum króna sem fer til lífsbjargandi hjálparstarfs í Jemen.

Kynningar
Fréttamynd

Vanræktasta neyðin í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó

Kongó er í efsta sæti lista fréttaveitu Reuters yfir "vanræktustu neyðina" en Reuters leitar árlega álits mannúðarsamtaka og birti í morgun niðurstöðu könnunarinnar. Þetta er annað árið í röð sem Kongó er efst á listanum en þar geisar bæði stríð og ebólufaraldur.

Kynningar