

Tíska og hönnun
Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Genki Instruments hlýtur Hönnunarverðlaun Íslands
Wave eftir Genki Instruments hlaut í gærkvöldi Hönnunarverðlaun Íslands árið 2019.

Vildi gera veg Íslands sem mestan
Í Hafnarborg er yfirlitssýning um Guðjón Samúelsson, húsameistara ríkisins. Pétur H. Ármannsson arkitekt segir hann hafa verið mikilvægan geranda í nútímavæðingu íslensks samfélags.

Dreifir indverskum guðum um landið
Skartgripahönnuðurinn Sigrún Úlfarsdóttir opnar sýninguna Verndarvættir Íslands nú á laugardaginn en þar tengir hún með myndverkum íslenska náttúru við Ayurveda-heimspeki.

Aurum selur skart í House of Fraser
Selja íslenska hönnun í fimm stórverslunum House of Fraser. Munu opna í tveimur öðrum stórverslunum eftir áramót. Stjórnendur Aurum vilja stíga varfærin skref í vextinum. Aurum hóf að sækja á Bretland fyrir fimm árum. Skartgripamerkið verður tvítugt í ár.

Sveinn skapaði stemningu með hönnun sinni
Það skal vanda sem lengi á að standa – er undirtitill sýningar á innanhússhönnun og húsgögnum Sveins Kjarvals (1919-1981) sem uppsett er í Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi. Þau orð eiga vel við verk hans.

„Mér leið eins og ég væri í bíómynd“
Kolbrún Ýrr segir að hún sé með mikinn athyglisbrest en stóra drauma.

Hélt fast í Íslendinginn á árunum sem fatahönnuður í París
Helga Björnsson lærði myndlist og fata- og búningahönnun í París og starfaði í kjölfarið um áraraðir sem fatahönnuður fyrir heimsþekkt tískuhús.

Féll fyrir Íslandi og fann ástina á Kaffibarnum
Anthony Bacigalupo hætti að vinna hjá Apple, flutti til Íslands og hefur skapað ævintýralegan garð fyrir utan húsið sitt.

Gefur gömlum skartgripum nýtt líf
Hönnuðurinn Kolbrún Ýr tekur við gömlu skarti og býr til nýtt úr því.

Lingard tapaði á fatalínunni
Rekstur fatalínu leikmanns Manchester United hefur gengið illa.

Louis Vuitton reynir við Tiffany
Fyrirtækið LVMH, eigandi tískufyrirtækjanna Louis Vuitton, Fendi og Givenchy auk víngerðarinnar Moët Hennessy, hefur leitast eftir því að festa kaup á bandaríska skartgripaframleiðandanum Tiffany & Co.

„Einstakt tækifæri fyrir íslenska hönnuði“
Verðlaun Art DirectorsClubEurope (ADC*E) verða veitt í 29. sinn í Barcelona í byrjun nóvember næstkomandi.

Fékk innblásturinn í gönguferð um Reykjavík í fæðingarorlofinu
Um helgina frumsýndi Geysir línuna Fýkur yfir hæðir sem er fimmta lína Ernu Einarsdóttur fyrir Geysi.

Fýkur yfir hæðir: Tískusýning Geysis í Hafnarhúsinu
Sýningin Fýkur yfir hæðir í heild sinni.

Hæfileikaríkur og vinsæll
Mariano di Vaio er tískubloggari, leikari, fyrirsæta og fatahönnuður. Hann er með flesta fylgjendur á Instagram af öllum karlkyns tískubloggurunum þar eða 6,1 milljón talsins.

Kýs fremur vönduð föt en ferðir á barinn
Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, sérfræðingur í samfélagsmiðlum (meðal annars), lauk nýverið skrifum á handriti að nýjum sjónvarpsþætti. Hekla er mikill skóunnandi og hófst sú ást með rauðum lakkskóm.

Saumaði WEDDING DRESS aftan á kjól Hailey Bieber
Að minnsta kosti 20 einstaklingar komu að því að gera brúðarkjól Hailey Bieber.

NASA sýndi nýja kynslóð geimbúninga
Geimfarar munu nota þessa búninga til að komast til tungslins og ganga á yfirborði þess.

Alexandra Helga gaf treyju frá Gylfa og tók til í fataskápnum fyrir gott málefni
Safnaði 600 þúsund fyrir Ljósið, Endurhæfingu fyrir krabbameinsgreinda.

Draumurinn varð að veruleika eftir tvö launalaus ár
Egill Ásbjarnarson er ungur maður á uppleið. Hann stofnaði jakkafatafyrirtækið Suitup Reykjavík sem hefur náð fótfestu á íslenskum markaði.

Samstarf tveggja kanóna
Í dag verður kynnt samstarf Kormáks & Skjaldar og 66°Norður. Um er að ræða jakka þar sem stílbrigði beggja framleiðenda mætast.

Bleik og blóði drifin dragt
Jackie Kennedy, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, er ein áhrifamesta tískufyrirmynd 20. aldar. Ein þekktasta flíkin sem Jackie klæddist á sér þó grafalvarlega sögu.

Virgil Abloh hannaði brúðarkjól Hailey Bieber
Hailey Bieber birti í gær myndir af fallega brúðarkjólnum sínum.

As We Grow valið besta umhverfisvæna barnavörumerkið
Íslenska fatahönnunarmerkið As We Grow hlaut gullverðlaun á Junior Design Awards 2019.

Tískufyrirmyndin Gandhi
Í gær voru liðin 150 ár frá fæðingu stjórnmála- og trúarleiðtogans Mahatma Gandhi. Hann er kannski þekktur fyrir eitthvað annað en að vera tískufyrirmynd en samband hans við föt var mjög djúpstætt og táknrænt.

Litríkt og rómantískt
Hún var skrautleg og falleg sýning Valentino í París fyrir nokkrum dögum. Þar var sýnd sumartískan 2020. Henni er lýst sem ljóðrænni, litríkri og kvenlegri.

Fjölbreytt tíska í vetur
Eftir frábært sumar og fínasta september er farið að kólna. Það kemur að því að fólk dragi fram vetrarfötin, þykkar úlpur, húfur, trefla og vettlinga sem legið hafa í dvala í sumar.

Stelpuleg, sjálfsörugg og þokkafull
Hver gengur þarna eftir lífsins stræti? Á ótrúlega háum skóm? Með hátt, sítt tagl og ögn af yfirlæti, á lærasíðum háskólabol? Það er söngfuglinn fagri, sjálf Ariana Grande.

Fagnar breyttum heimi tískunnar
Tinna Bergsdóttir hefur starfað sem fyrirsæta frá 19 ára aldri en segist aldrei hafa haft meira að gera en núna, 34 ára gömul. Það segir hún merki um að tískuheimurinn sé að breytast.

Þekktur hrekkjalómur stökk á Justin Timberlake fyrir tískusýningu í París
Hjónin Justin Timberlake og Jessica Biel voru viðstödd tískusýningu Louis Vuitton í París á dögunum en sýningin var haldin í Louvre-safninu fræga í borginni.