
Móðir Kona Meyja flutt í Smáralind
Verslunin Móðir Kona Meyja er eins árs um þessar mundir. Hún hefur af því tilefni flutt í Smáralind og heldur opnunarhátíð á morgun.
Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.
Verslunin Móðir Kona Meyja er eins árs um þessar mundir. Hún hefur af því tilefni flutt í Smáralind og heldur opnunarhátíð á morgun.
Jóhanna Þórarinsdóttir ÍAK einkaþjálfari og norðurlandameistari í bekkpressu leggur mikla áherslu á náttúrulegt útlit. Hún upplýsir okkur hvaða snyrtivörur hún notar.
Tónlistarmaðurinn Elton John og elskhugi hans David Furnish opna dyrnar að húsi sínu í Beverly Hills í tímaritinu Architecural Digest.
Sjónvarpsstöðin CBS hefur bannað stjörnum að vera léttklæddar á 55. Grammy-verðlaunahátíðinni sem haldin verður næstkomandi sunnudagskvöld. Í bréfi sem sent var á alla sem mæta á hátíðina eru lagðar skýrar reglur um klæðaburð.
Í flestum nýjum húsum er mikið lagt upp úr eldhúsinu enda hjarta heimilisins hjá flestum.
Tískuvikan í New York hófst í gær. Fjölmargir hönnuðir munu þar sýna tískulínur fyrir næsta haust og vetur, en meðal þeirra sem reið á vaðið í gær var Red Valentino, undirmerki tískuhússins Valentino sem ætlað er yngri markhópi. Línan var vægast sagt ævintýraleg...
Solange Knowles, litla systir poppdrottningarinnar Beyoncé Knowles klæddist kjól út smiðju Ostwald Helgason á tónlistarviðburði í Hollywood í fyrradag. Um er að ræða kjól úr resort línu hönnunartvíeykisins Ingvars Helgsonar og Susanne Ostwald.
55. Grammy-verðlaunahátíðin verður haldin sunnudaginn 10. febrúar í Staples Center í Los Angeles. Þá flykkjast stjörnurnar á rauða dregilinn en þær stíga stundum tískufeilspor.
Leikkonan Cobie Smulders stal senunni á frumsýningu myndarinnar Safe Haven í Hollywood í vikunni.
Það vakti mikla lukku þegar fréttist af samstarfi H&M og fótboltakappans Davids Beckham í fyrra. Í ár er gleðin ekki minni, en þetta...
Þessi fallegi kjóll frá Emilio Pucci er með það allt – blúndur, kögur og hann er afar klæðilegur fyrir barminn. Það er því ekki skrýtið að leikkonurnar Sienna Miller og Catherine Zeta-Jones hafi báðar fallið fyrir honum.
Fyrirsætan Agyness Deyn mun senda frá sér línu í samstarfi við Dr. Martens síðar í mánuðinum. Þetta verður önnur línan sem þau vinna saman og verður um bæði skó og klæðnað að ræða.
"Þetta er dagkremið sem ég nota daglega. Ég fékk það hjá Svönu minni á DimmaLimm. Það nærir húðina og sléttir."
Það vantaði ekki vel klæddar stjörnur þessa vikuna frekar en áður. Hér eru þær fimm flottustu.
Rannveig Gísladóttir flutti heim til Íslands fyrir tæplega einu og hálfu ári síðan eftir að hafa stundað nám við fatahönnun í Los Angeles. Síðasta árið í LA hóf Ranna, eins og hún er kölluð, að hanna fjaðraeyrnalokka sem slóu heldur betur í gegn, en Steven Tyler skartaði meðal annars einum slíkum í auglýsingu fyrir Burger King.
Berglind Baldursdóttir hefur varið tveimur árum í að hanna fyrirburafatnað sem er nú kominn í verslanir.
Leikkonan Jennifer Lawrence er tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir leik sinn í kvikmyndinni Silver Linings Playbook. Hún gæti komið á óvart í fatavali á stóra kvöldinu.
Ástralska fyrirsætan Miranda Kerr er langt frá því að vera óaðlaðandi í nýrri auglýsingaherferð Victoria's Secret. Þar sýnir Miranda brúðarlínu nærfatarisans og gerir það vel.
Tískuprinsinn Marc Jacobs mun hanna umbúðir Coke Light í ár og fetar þar með í fótspor Jean Paul Gaultier sem hannaði skemmtilegar umbúðir utan um gosdrykkinn í fyrra. "Jean Paul Gaultier náði mér auðveldri í fyrra svo það gefur að skilja að ég er mjög spennt að drekka Marc Jacobs kók þetta árið. Íslendingar eru heppnir í þetta skiptið því að í fyrsta sinn verður hægt að nálgast vöruna í íslenskum verslunum. Vei," skrifar Elísabet Gunnarsdóttir tískubloggari Trendnet.is.
Í tilefni þess að Kate Moss hefur setið á forsíðu i-D Magazine með reglulegu millibili í tuttugu ár setti tímaritið fjórar mismunandi myndir af Moss á forsíðu vorútgáfu þess þetta árið.
Victoria's Secret engillinn og fegurðardísin Candice Swanepoel situr fyrir í auglýsingaherferð fyrir hið virta skartgripafyrirtæki Swarovski.
"Ég á endalaust mikið af augnskuggum og varalitum. Um leið og ég uppgötvaði snyrtivörur var í raun ekki aftur snúið," segir Marín Manda Magnúsdóttir...
Bjartar varir eru yfirleitt afar vinsælar á sumrin og það breytist ekki í ár.
Soffía Theódóra Tryggvadóttir stofnaði tískutímaritið Nordic Style Magazine í desember á síðasta ári. Tilgangur tímaritsins er að koma hönnun, listum og tísku frá Norðurlöndunum á framfæri á alþjóðamarkaði.
Ljóshærða leikkonan Diane Kruger kann svo sannarlega að klæða sig. Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian stígur hins vegar stundum feilspor.
Tískuvikunni í Kaupmannahöfn lauk á sunnudaginn. Sýningar hjá frændum okkar Dönum hafa fengið frábær viðbrögð í erlendum fjölmiðlum, en Style.com, einn virtasti tískumiðill heims tók þátt í vikunni í fyrsta sinn í ár. Þar gerðu tískublaðamenn úttekt á sýningunum og settu myndir af þeim stærstu inn á heimasíðu sína.
Tískugyðjan Victoria Beckham var óaðfinnanleg er hún rölti út af JFK-flugvelli um helgina. Dóttir hennar, Harper Seven, var að sjálfsögðu með í för.
Brasilíska ofurfyrirsætan Gisele Bundchen er nýtt andlit Chanel snyrtivörulínunnar Les Beiges. Bundchen er 32 ára gömul tveggja barna móðir sem hefur sigrað fyrirsætuheiminn, en hún er hefur verið hæst launaðsta fyrirsæta heims síðustu árin. Hinn heimsfrægi tískuljósmyndari Mario Testino myndaði Giselle fyrir Chanel.