

Tíska og hönnun
Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

23 ára með eigin skartgripalínu
Rut Karlsdóttir (23 ára) útskrifaðist af listnámsbraut úr Fjölbrautarskólanum í Garðabæ árið 2009. Tveimur árum seinna fluttist Rut til Barcelona og kláraði þar fyrsta árið í fatahönnun í IED Barcelona.

Sýnum skóna
Við eyðum háum fjárhæðum í að kaupa okkur fallega skó sem við geymum svo inni í lokuðum skápum.

Vígalegar í Valentino
Leikkonan og Íslandsvinurinn Noomi Rapace ljómar í þessum græna blúndukjól frá Valentino, enda afar klæðilegur.

Missoni-erfingi hvarf með flugvél
Flugvél með Vittorio Missoni, forstjóra og einum af erfingjum Missoni-tískuhússins, eiginkonu hans, Mauriziu Castiglioni, og tveimur öðrum innanborðs hvarf við strönd Venesúela á föstudag. Leit hefur staðið yfir að vélinni frá því á föstudag en hún hefur ekki borið árangur.

Fótboltakærasta í sjóðheitri myndatöku
Fyrirsætan Irina Shayk, kærasta fótboltamannsins Cristiano Ronaldo, gefur Victoria's Secret-englunum ekkert eftir í myndatöku fyrir kólumbíska sundfatamerkið Agua Bendita.

Forsmekkur fyrir haustið
Hönnuðir senda frá sér millilínur fyrir haustið. Víðar flíkur verða áfram vinsælar.

Djörf á forsíðu GQ
Poppstjarnan Beyonce sýnir ansi mikið hold á forsíðu nýjasta heftis tímaritsins GQ sem kemur í verslanir vestan hafs næsta þriðjudag.

Nýtt ár – nýtt lúkk
Söngkonan Rihanna frumsýndi nýtt lúkk í Los Angeles á dögunum. Pían er búin að skipta út stutta hárinu fyrir sítt enda um að gera að breyta til á nýju ári.

Hlébarðamunstrið fer seint úr tísku
Svona af því að breska fyrirsætan Kate Moss komst í heimsfréttirnar af því að hún var klædd í hlébarðamynstraða kápu þegar hún gekk um götur Lundúna í síðustu viku ákváðum við á Lífinu að skoða fleiri þekktar konur sem kusu einnig að klæðast fatnaði með sama mynstri. Það verður seint sagt að mynstrið detti úr tísku - eða hvað?

Eldheitar í sundfatatísku Victoria's Secret
Sundfatakatalógur Victoria's Secret fyrir vorið 2013 er kominn út og er það ofurfyrirsætan Candice Swanepoel sem prýðir forsíðuna.

Strákarnir sækja líka í fatahönnunarnámið
Í fyrsta sinn eru jafn margir strákar og stelpur á fyrsta ári í fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands. Linda Björg segir að ímynd fatahönnunar hafi tekið stakkaskiptum síðastliðin ár og hætt að vera kerlingaföndur.

Innlit í snekkju Simons Cowells
Tónlistarmógúllinn Simon Cowell er búinn að njóta lífsins í fríi á St. Barts að undanförnu. Simon velur aðeins það besta og eyðir mestum tíma sínum á glæsisnekkju.

Best klæddu stjörnur vikunnar
Stórstjörnurnar sem voru valdar þær best klæddu þessa vikuna buðu upp á skemmtilega ólík dress.

Jakkaklæddir ofurtöffarar
Söngkonan Carly Rae Jepson og tennisstjarnan Maria Sharapova koma úr sitthvorri áttinni en féllu samt báðar fyrir þessum yndislega jakka frá Lisu Ho.

Flókið að leita réttar síns út fyrir landsteinana
„Mál á borð við þetta eru að verða algengari og algengari núna,“ segir Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, lögfræðingur hagsmunasamtakana Myndstef sem sjá meðal annars um að standa vörð um höfundarétt.

Ákveðinn heiður en frekar undarlegt
Rapparinn Kanye West klæðist bol með ljósmynd úr smiðju áhugaljósmyndarans Katrínar Þóru Bragadóttur en myndin var líklega tekin með ólögmætum hætti af Flickr-síðu hennar. Katrín hyggst leita réttar síns yfir hafið.

Ég er ekki díva
Hin fjölhæfa Jennifer Lopez prýðir forsíðu nýjasta heftis Harper's Bazaar. Þessi 43ja ára súperstjarna situr fyrir í ýmsum lúxusflíkum og virðist geta gert hvað sem er.

Ólétt í gagnsæjum buxum
Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian hefur verið extra mikið í sviðsljósinu síðustu daga eftir að kærasti hennar, Kanye West tilkynnti um óléttu hennar.

Dorrit best klædda kona Lífsins
Hefð er fyrir því í lok hvers árs og byrjun nýs að fara yfir það sem vel var gert og verðlauna þá sem báru af og sköruðu fram úr.

Sjáðu muninn - falleg kvöldförðun
Sjáðu á meðfylgjandi myndum hvernig hægt er að útfæra fallega kvöldförðun. Sólveig Birna Gísladóttir förðunarmeistari hjá Airbrush & Make up School sýnir á auðveldan máta hvernig farið er að þessu.

Rautt og röndótt hjá Michael Kors
Það var litrík og skemmtileg stemmning á tískupöllunum í París þegar Michael Kors sýndi vorlínuna fyrir 2013 á tískuvikunni í haust.

Best klædda konan
Það er vitað mál að Kate Middleton þykir einstaklega falleg og vel klædd kona.

Sjáið brúðarkjól Playboy-skvísu
Playboy-kóngurinn Hugh Hefner kvæntist sinni heittelskuðu, Crystal Harris, á gamlárskvöld og kom öllum á óvart. Þau giftu sig að sjálfsögðu á Playboy-setrinu.

Þessi sundbolur hæfir kynbombu
Suðræna þokkadísinn Sofia Vergara gúffaði ekki mikið í sig um jólin ef marka má mynd sem hún setti á síðuna Whosay.

Tískuáhuginn er áunninn sjúkdómur
Guðmundur Jörundsson og Svala Björgvinsdóttir eru best klædda fólk ársins sem er að líða. Svala er búsett í Los Angeles þar sem litagleðin er við völd en Guðmundur hannar herrafatnað úr hnausþykku tvídefni. Þau ræddu tískuáhuga sinn við Fréttablaðið.

Glænýtt tímarit sem lofar góðu
"Ritstjóri Nordic Style Magazine hafði samband við mig og bað mig um að taka myndir fyrir tímaritið, forsíðuna og tískuþátt í blaðinu...

Glæsileikinn allsráðandi á árinu
Flott förðun, fallegt hár, glæsilegir kjólar og kynþokkafullar stjörnur voru áberandi í Hollywood og víðar á árinu sem er að ljúka.

Þetta kallar maður djarft jóladress
Skrautlega stjarnan Nicki Minaj var gestgjafi í árlegu jólaboði í New York á jóladag. Klæðnaður Nicki var langt frá því að vera hefðbundinn.

Klæðaburður Kim Kardashian árið 2012
Klæðaburður Kim Kardashian vakti svo sannarlega athygli á árinu rétt eins og allt sem hún tók sér fyrir hendur.

Hannaði heila skólínu
Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar skólína Sigrúnar Lilju Guðjónsdóttur var kynnt í Hagkaup Smáralind á dögunum...