
Johnny á laugardag
Útgáfutónleikar hljómsveitarinnar Johnny and the Rest sem áttu að vera á föstudag hafa verið færðir yfir á laugardagskvöld vegna óviðráðanlegra aðstæðna.
Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.
Útgáfutónleikar hljómsveitarinnar Johnny and the Rest sem áttu að vera á föstudag hafa verið færðir yfir á laugardagskvöld vegna óviðráðanlegra aðstæðna.
Foo Fighters var kjörin hljómsveit ársins á verðlaunahátíð tímaritsins Classic Rock sem var haldin í London. Á sama tíma fagnaði tímaritið tíu ára afmæli sínu.
Plata hljómsveitarinnar Hjaltalín, Sleepdrunk Seasons, fær sjö af tíu mögulegum á bresku tónlistarsíðunni Drowned in Sound. „Hjaltalín býr til góð popplög í tilraunakenndum útsetningum á að því er virðist áreynslulausan hátt og sýnir að hún er virkilega hæfileikarík og hljómar ekkert eins og landar sínir í Sigur Rós,“ segir í umsögninni.
Hljómsveitin Guitar Islancio fagnar tíu ára afmæli sínu með tónleikum í Salnum í Kópavogi á föstudag. Á þessum tíu árum hefur sveitin gefið út fimm plötur og leikið á tónleikum víða um heim, þar á meðal í Bandaríkjunum, Bretlandi, Kína, Japan og Þýskalandi.
Tónlistarmaðurinn Will.i.am hefur gefið út nýtt lag og myndband til að fagna kjöri Baracks Obama sem forseta Bandaríkjanna. Lagið nefnist It"s A New Day og eyddi Will kosninganóttinni í að ljúka við lagið.
Stefnt er á að afhenda Kraumsverðlaunin í fyrsta sinn í byrjun desember. Um er að ræða plötuverðlaun sem eru sett á fót í þeim tilgangi að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna og vekja sérstaka athygli á þeim verkum sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika. Fimm plötur sem eru gefnar út á árinu verða tilnefndar til verðlaunanna, líklega í lok nóvember.
Tríó gítarleikarans Ómars Guðjónssonar er á leiðinni í hringferð um landið sem hefst í Borgarnesi í kvöld. Með Ómari leika í sveitinni trommuleikarinn Matthías MD Hemstock og Þorgrímur Jónsson kontrabassaleikari.
Blús- og rokksveitin Johnny and the Rest heldur útgáfutónleika á Domo á föstudag til að kynna sína fyrstu plötu, sem er samnefnd henni. Upptökur á plötunni stóðu yfir í einungis tvær til þrjár vikur sem telst ekki mikið nú til dags.
Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur sannarlega reynst þjóðinni vel í því leiða efnahagsástandi sem nú ríkir. Hljómsveitin hefur lagt sig fram við að gleðja landsmenn með fallegri tónlist og haldið tónleika hér og þar um landið.
Trúnaðarmál nefnist nýr diskur með Guðmundi Guðfinnssyni og Tómasi Malmberg. Í dag á milli kl. 17 og 18 ætla þeir að gefa diskinn út í bakaríi Guðmundar, Brauðhúsinu í Grímsbæ. „Okkur fannst það bara hljóma vel að gefa út diskinn á þennan hátt," segir Guðmundur.
Þrjú af stærstu plötufyrirtækjum landsins hafa ákveðið að fresta fjölmörgum útgáfum fyrir jólin sökum erfiðs efnahagsástands. Sena hefur slegið á frest sjö plötum, Smekkleysa mun líklega fresta fjórum og 12 Tónar tveimur.
Hljómsveitin Vonbrigði, sem neitaði um daginn að selja frægasta lag sitt, „Ó Reykjavík“ í símaauglýsingu, hamast nú við að klára nýja plötu með Halli Ingólfssyni. „Menn eru alveg að tapa sér,“ segir Jóhann Vilhjálmsson, Jói í Vonbrigðum. „Þetta er rokk og ról út í gegn og allt á fullu blasti. Engin róleg lög.“
Michael Jackson hefur lýst því yfir að hann ætli ekki að taka þátt í fyrirhugaðri endurkomu hljómsveitarinnar Jackson 5. Yfirlýsing Jacksons kom degi eftir að eldri bróðir hans Jermaine sagði að Jackson ætlaði í tónleikaferð með sveitinni.
Fyrsta plata Brynjars Más Valdimarssonar, eða BMV, kemur út á laugardaginn. Nefnist hún The Beginning og hefur að geyma vönduð popplög sem tekin voru upp í New York fyrr á árinu.
Sænska Abba-tökulagabandið Arrival hefur lækkað þóknun sína vegna tónleikanna í Valshöllinni. Annars hefði rosaleg veiking íslensku krónunnar líklega gengið endanlega frá tónleikunum.
Íslenska hjómsveitin Agent Fresco fær fullt hús stiga, eða fimm „K“, hjá breska rokktímaritinu Kerrang! fyrir frammistöðu sína á Iceland Airwaves-hátíðinni sem lauk á dögunum.
Í kvöld koma Sextett Hauks Gröndal og Jónsson & More-tríóið fram á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans. Múlinn hefur flutt sig um set og fara tónleikarnir nú fram á Café Rósenberg við Klapparstíg 25 og hefjast þeir kl. 21.
„Þessi karakter sem ég er að búa til er andfélagslegur og kynlaus, sem eru eiginleikar sem pandabirnir hafa,“ segir Þorsteinn Einarsson, forsprakki poppsveitarinnar Steini. Ný plata hennar, Human Comfort, er komin út og á umslaginu er mynd af pandabirni. Segir Þorsteinn hana tilvísun í þetta „alteregó“ hans sem syngur á plötunni.
Rokksveitin Led Zeppelin er á leið í tónleikaferð en söngvarinn Robert Plant verður ekki með í för. Bassaleikarinn John Paul Jones sagði í samtali við BBC að Plant hafi ákveðið að fara ekki með og nýs söngvara væri nú leitað.
Rokkararnir í Oasis spiluðu með fimmtíu manna kór sér við hlið á tónlistarhátíð BBC, Electric Proms, í London fyrir skömmu. Kórinn söng með í sex lögum, þar á meðal Wonderwall og Champagne Supernova, og þótti þetta óvenjulega uppátæki takast mjög vel.
Bandaríska þungarokksblaðið Metal Edge fjallar um óútgefna plötu íslensku rokksveitarinnar Darknote í næsta tölublaði sínu sem kemur út 11. nóvember.
Starfsmenn Útflutningsráðs íslenskrar tónlistar, Útón, fljúga til Los Angeles í apríl þar sem haldin verður sérstök kynning á íslenskri tónlist í von um að koma henni að í bandarískum kvikmyndum og auglýsingum.
Raftónlistar- og rokkveisla var haldin í vinnustofunni Gramminu við Smiðjustíg fyrir skömmu. Raftónlistarmaðurinn 701 spilaði þar dáleiðandi raftónlist sína og Faðirvor rokkaði frumsamda sálmatónlist.
Goðsögnin Jerry Lee Lewis vonast til að Mick Jagger og Keith Richards úr Rolling Stones verði gestaspilarar á næstu plötu sinni. „Ég hef þekkt þá síðan þeir voru krakkar. Er það ekki magnað? Þeir eru engir krakkar núna,“ sagði Lewis, sem er 73 ára og líklega þekktastur fyrir lagið Great Balls of Fire
„Við ætlum að láta reyna á þetta og gera þetta eins flott og helst flottara í ár heldur en í fyrra. Við sláum ekkert af,“ segir Björgvin Halldórsson um jólatónleika sína sem verða haldnir í Laugardalshöll 6. desember.
„Jú, ég er að vinna í plötu sem ég hef lengi ætlað að gera en hef aldrei komist í því ég var að vinna í einhverjum öðrum plötum!“ segir Raggi Bjarna um væntanlega plötu sína. „Þetta er svona „sing-a-long“ plata, gömul lög með íslenskum textum, lög sem allir þekkja og geta sungið með uppi í bústað eða á jólunum eða hvar sem er. Ætli ég láti hana ekki bara heita „Syngjum saman með Ragga Bjarna“.“
Hljómsveitin Beastie Boys er að undirbúa nýja plötu sem mun fylgja eftir The Mix-Up sem kom út í fyrra. Á henni var ekkert sungið en raunin verður önnur á þessari plötu. „Við erum í miðjum upptökum,“ sagði Adam Horovitz.
Hljómsveitin Sigur Rós ætlar að ljúka tónleikaferðalagi sínu um heiminn með tónleikum í Laugardalshöll sunnudagskvöldið 23. nóvember. Þar munu þeir Jónsi, Kjartan, Georg og Orri, stíga einir og óstuddir á svið í fyrsta sinn á Íslandi síðan 2001.
Áttundi hluti hinnar margrómuðu Bootleg Series sem hefur að geyma áður óútgefnar Dylan upptökur kom í verslanir fyrir nokkrum dögum. Trausti Júlíusson hlustaði á gripinn sem heitir Tell Tale Signs og hefur að geyma upptökur frá árunum 1989-2006.
Söngkonan Katie Melua, sem hélt tónleika í Laugardalshöll fyrir tveimur árum, gefur út tvöfaldan safndisk á mánudag. Á fyrri disknum verða sautján lög, þar á meðal The Closest Thing To Crazy, Nine Million Bicycles og What A Wonderfuld World sem hún söng með Evu Cassidy.