Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á vegum víða um landið vegna veðurs. Varað er við því að vegir gætu lokast með litlum fyrirvara. Innlent 24.12.2024 15:59
Varað við ferðalögum víða um land Varað er við ferðalögum víða um land í kvöld vegna veðurs og gular og appelsínugular viðvaranir taka gildi víða í kvöld og í nótt. Sannkallaður jólastormur er í aðsigi og upplýsingafulltrúi Landsbjargar hvetur fólk til að halda sig heima með konfekt í skál í kvöld. Innlent 24.12.2024 13:28
Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veðurspá aðfangadags er miður spennandi en samkvæmt henni stefnir í sannkallað jólahret. Búast má við suðvestanátt í dag, 8-15 m/s og hita í kringum frostmark en síðdegis hvessir rækilega. Veður 24.12.2024 07:29
Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Segja má að veðurspáin fyrir morgundaginn sé í ömurlegri kantinum, rigning og rok. Veðurfræðingur spáir þó hvítum jólum um mest allt land en spáin er varasöm á aðfangadag og viðbúið að færð verði slæm í einhverjum landshlutum. Gular veðurviðvaranir eru í gildi um mest allt landið í nótt og í fyrramálið og almannavarnir hvetja vegfarendur til að sýna aðgát þar sem færð getur spillst snögglega. Innlent 23. desember 2024 00:10
Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Spáð er suðaustanstormi á vestanverðu landinu í nótt og til morguns, og hríðarveðri norðanlands annað kvöld. Gul veðurviðvörun tekur gildi eftir miðnætti um allt land fyrir utan austfirði og suðausturland. Vegir gætu víða orðið mjög hálir meðan snjó og klaka leysir. Innlent 22. desember 2024 11:10
Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Allt stefnir nú í að árið sem er að líða verði það svalasta í Reykjavík í tæp þrjátíu ár. Veðurfræðingur segir hitafarið í ár bera mörg einkenni kalds tímabils sem stóð yfir í þrjátíu ár á síðustu öld. Innlent 19. desember 2024 11:07
Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Lægð nálgast nú landið úr vestri og fylgir henni ákveðin suðaustanátt seinnipartinn og snjókoma með köflum á Suður- og Vesturlandi, en slydda eða rigning við ströndina. Veður 19. desember 2024 06:58
Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Við Skotland er nú öflug og dýpkandi lægð á norðausturleið, sem veldur stífri norðan- og norðvestanátt hér á landi í dag og hvössum vindstrengjum undir Vatnajökli. Veður 18. desember 2024 07:15
Köldu éljalofti beint til landsins Milli Íslands og Grænlands er nú hægfara lægð sem beinir köldu éljalofti yfir vestanvert landið. Það mun þó draga heldur úr éljagangi í kvöld. Veður 17. desember 2024 07:12
„Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Snjór þekur nú götur og stræti á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Skrifstofustjóri borgarlandsins segir vetrarþjónustu hefjast í borginni í fyrramálið og að beðið sé í ofvæni eftir veðurspá næstu daga. Innlent 16. desember 2024 21:16
Talsverðar líkur á hvítum jólum Jólasnjór hylur nú götur á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land nú þegar átta dagar eru til jóla. Og þá er ekki úr vegi að spyrja veðurfræðing hvort jólin verði hvít eða rauð í ár, spár liggja fyrir. Innlent 16. desember 2024 12:02
Víða kaldi og él Grunn og hægfara lægð á Grænlandshafi stjórnar veðrinu á landinu í dag. Áttin verður suðvestlæg eða breytileg, víða gola eða kaldi og él, en yfirleitt þurrt norðaustan- og austanlands. Veður 16. desember 2024 07:10
Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Óttast er að fjöldi látinna í franska eyjaklasanum Mayotte verði nokkur hundruð eftir að fellibylurinn Chido reið þar yfir á laugardagsnótt. Ellefu eru þegar látnir og um 250 slasaðir. Erlent 15. desember 2024 21:34
Lægð beinir vestlægri átt til landsins Lægð fyrir norðan land beinir til Íslands vestlægri átt. Því verða víða 8 til 15 metrar á sekúndu og él. Það verður þurrt að mestu austan til á landinu. Eftir hádegi fjarlægist lægðin og það dregur úr vindi. Frost yfirleitt 0 til 5 stig, en hiti í kringum frostmark við suður- og suðvesturströndina. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar í dag. Veður 15. desember 2024 07:37
Hlýnar með skúrum og slydduéljum Í dag snýst í suðvestlæga átt og 10 til 18 metra á sekúndu. Það hlýnar með skúrum og slydduéljum en verður úrkomulítið á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti verður á bilinu 0 til 6 stig eftir hádegi. Veður 14. desember 2024 08:01
Stormur á Austfjörðum Veðurstofan gerir ráð fyrir norðvestan hvassviðri á austanverðu landinu og stormi á Austfjörðum þar sem gul viðvörun tekur gildi fyrir hádegi. Veður 13. desember 2024 07:20
Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Hjúkrunarfræðingur sem þarf að bíða í allt að tvær vikur eftir aðgerð vegna alvarlegs beinbrots segir innviði heilbrigðiskerfisins ekki bera það sem þarf. Hún er meðal fjölda fólks sem beinbrotnaði í hálkuslysi í síðustu viku og segir ástandið á heilbrigðiskerfinu óboðlegt. Innlent 12. desember 2024 20:46
Allhvass vindur með skúrum eða éljum Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan og suðvestan strekkingi eða allhvössum vindi með skúrum eða éljum en léttskýjuðu veðri norðaustan- og austanlands. Veður 12. desember 2024 07:23
Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Langtímaspár benda til þess að veðurfyrirbrigðið La niña gæti myndast í Kyrrahafi á næstu þremur mánuðum. Fyrirbrigðið er tengt kólnun en talið er að það verði veikt og skammlíft að þessu sinni. Erlent 11. desember 2024 11:50
Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Víðáttumikil lægð er nú suðvestur í hafi sem nálgast landið og mun stjórna veðrinu næstu daga. Veður 11. desember 2024 07:12
Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Vindhraði á landinu er nú á niðurleið og verður hann orðinn hægur víðast hvar síðdegis. Það er léttskýjað á austanverðu landinu, en vestantil eru dálítil él á sveimi, en þeim fækkar eftir því sem líður á daginn. Veður 10. desember 2024 07:13
Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Meiri líkur eru á rauðum jólum á höfuðborgarsvæðinu í ár, miðað við það sem Sigurður Þ. Ragnarsson, þekktur sem Siggi Stormur, les út úr kortunum á þessari stundu. Veður 9. desember 2024 23:47
Bilunin á afar erfiðum stað og bærinn áfram keyrður á varaafli Bilanaleit á Víkurstreng hefur staðið yfir frá því snemma í morgun. Nú rétt eftir hádegi kom í ljós að líklegast er bilunin staðsett í strengnum þar sem hann er plægður undir Skógá. Vík í Mýrdal verður áfram keyrð á varaafli. Innlent 9. desember 2024 13:51
Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Lægðir á Grænlandssundi og hæð yfir Skotlandi stýra veðrinu í da gen draga mun úr vindi og úrkomu með morgninum. Veður 9. desember 2024 07:12