Veður

Veður


Fréttamynd

Kólnandi veður og víða bjart

Veðurstofan gerir ráð fyrir strekkings austanátt með skúrum eða éljum suðaustan- og austanlands næstu daga, en bjart veður víða annars staðar.

Veður

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrar­veður

Stóri-Boli, sem hefur verið veikur frá áramótum, virðist vera að sækja í sig veðrið gegn sterkum Síberíu-Blesa. Þannig virðist von á umpólun þessara megin vetrarhvirfla og mun hæðarhryggur yfir Alaska ýta þarna undir. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á Facebook-síðu sinni og boðar útsynning í fyrsta sinn í vetur. En hvað þýðir þetta allt?

Innlent
Fréttamynd

Líkur á smá slyddu og snjó­komu syðst

Útlit er fyrir austan og norðaustan fimm til þrettán metrar á sekúndu í dag, en hægviðri á Norður- og Austurlandi. Líkur á smá slyddu eða snjókomu syðst á landinu og smáél fyrir norðan, annars víða þurrt.

Veður
Fréttamynd

Gæti slegið í storm og hring­vegurinn lokaður

Alldjúp lægð við Færeyjar beinir norðlægri átt til landsins í dag sem víðast verður 10 til 18 metrar á sekúndu. Á Suðausturlandi og Austfjörðum má hins vegar búast við hvassviðri eða stormi og einnig getur slegið í storm í staðbundnum vindstrengjum á Suðurlandi og við Faxaflóa.

Veður
Fréttamynd

Út­lit fyrir hríðar­veður á austasta hluta landsins í kvöld

Nú í morgunsárið er vaxandi lægð á milli Íslands og Skotlands samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings. Þessi lægð beinir til okkar norðaustlægri átt og verður þannig víða fimm til þrettán metrar á sekúndu en sums staðar allhvasst við suðausturströndina. Él norðan- og austanlands, en léttskýjað um landið suðvestanvert. Frost verður líklega á bilinu nú ill til 10 stig.

Veður
Fréttamynd

Frost og hægur vindur

Hæð yfir Grænlandi og lægðasvæði vestur af Skotlandi beina til okkar norðaustan- og austanátt. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að þannig eigi að vera fremur hægur vindur í dag en strekkingur við suðausturströndina.

Veður
Fréttamynd

Hringvegurinn opinn á ný

Opnað hefur verið fyrir umferð um hringveginum á milli Kálfafells og Jökulsárslóns. Veginum var lokað vegna hríðarveðurs sem gekk þar yfir í gær og í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Tvö hundruð manns bjargað af þjóð­vegi 1

Tuttugu og fimm björgunarsveitamenn komu um tvö hundruð manns til bjargar þegar ofsaveður reið yfir á þjóðvegi 1 milli Jökulsárlóns og Skaftafells í dag. Unnið er að því að koma fólkinu af fjöldahjálparstöð á Hofi í Öræfum að Hnappavöllum, þar sem það fær að gista í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð

Hátt í þrjátíu manns hafa verið ferjaðir með bílum björgunarsveita á Suður- og Suðausturlandi á fjöldahjálparstöð í Hofgarði í dag. Um fjörutíu ökutæki sitja föst við Kotá.

Innlent
Fréttamynd

Vara við eldingum á Suð­austur­landi

Varað er við eldingum á Suðausturlandi. Gul viðvörun er í gildi þar til klukkan 22 í kvöld en viðvörun um eldingar í gildi til hádegis. Í viðvörun á vef Veðurstofunnar segir að eldingar geti verið á stöku stað.

Veður
Fréttamynd

Gular við­varanir vegna norð­austan hríðar

Veðurstofan gerir ráð fyrir éljum á norðan- og austanverðu landinu í dag en að það verði þurrt sunnan- og suðvestantil. Gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi vegna norðaustan hríðar fram á kvöld.

Veður