Veður

Veður


Fréttamynd

Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnan­til

Djúp og víðáttumikil lægð er nú vestur af Írlandi sem sendir skilabakka með rigningu og súld yfir landið. Þó verður lítil sem engin úrkoma suðvestantil, enda hlémegin og er úrkomuákefðin ávallt mest áveðurs.

Veður

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Boðar sumar­veður inn í septem­ber

Blíðviðri er í kortunum á suðvesturhluta landsins. Búist er við miklu sólskini í dag og á morgun, þótt einhverjar síðdegisskúrir gætu látið á sér kræla. Veðurfræðingur segir spána afar hagstæða á höfuðborgarsvæðinu, og á Suður- og Vesturlandi.

Innlent
Fréttamynd

Metaregn í hlýindum á Ís­landi

Óvenjuleg hlýindi hafa einkennt það sem af er ári. Vorið var það hlýjasta sem sögur fara af og maí og júlí voru þeir hlýjustu á landsvísu frá upphafi mælinga. Ný landsmet voru einnig slegin fyrir bæði maí og ágúst.

Innlent
Fréttamynd

Blæs hressi­lega af austri á landinu

Leifar fellibylsins Erin er nú um 450 kílómetra suður af Vestmannaeyjum og er þrýstingur í miðju hennar 962 millibör, sem er mjög djúpt fyrir árstímann. Það mun enda blása hressilega af austri á landinu í dag.

Veður
Fréttamynd

Von á leifum felli­bylsins Erin til landsins

Hæð yfir Norðursjó og lægðarsvæði vestur og suðvestur af Íslandi beinir hlýju og röku lofti til landsins í dag. Því verður sunnan og suðaustan stinningsgola en sums staðar má búast við strekking og rigningu með köflum. Nokkuð hlýtt verður, eða á bilinu þrettán til 22 stig.

Veður
Fréttamynd

Litlar breytingar á hlaupi í Hvít­á við Húsa­fell frá því í gær

Jökulhlaup hófst í gær úr Hafrafellslóni vestan Langjökuls. Hlaupið rennur í farveg Svartár og þaðan í Hvítá í Borgarfirði. Elísabet Pálmadóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir litlar breytingar á hlaupinu frá því snemma í gærkvöldi. Ekki er mikil úrkoma á svæðinu en það bætir í hana í kvöld.

Veður
Fréttamynd

Skýjað, lítils­háttar væta og temmi­lega hlýtt

Suðvestur af Íslandi er lægð sem beinir hlýju og röku lofti til landsins. Áttin verður suðaustlæg og hvessir eftir því sem líður á daginn. Skýjað og lítilsháttar væta og hiti á bilinu tíu til sautján stig sunnan- og vestanlands fram eftir degi en í kvöld fer að rigna. Á Norður- og Austurlandi verður víðast hvar léttskýjað og hiti að 23 stigum.

Veður
Fréttamynd

Rigning og rok í methlaupi

Veðurspáin fyrir morgundaginn aftrar ekki metþátttöku í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Nú hafa yfir sextán þúsund skráð sig til þátttöku sem slær fyrra met frá árinu 2014 sem stóð í 15.552.  Siggi stormur segir að það gæti orðið allhvasst og rigning þegar flugeldasýningin fer fram um kvöldið.

Innlent
Fréttamynd

Hiti að 21 stigi í dag

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustan fimm til þrettán metrum á sekúndu sunnan- og vestanlands, en átta til fimmtán á morgun. Skýjað verður á þessum slóðum og sums staðar dálítil væta, og mun bæta í úrkomu seinnipartinn á morgun.

Veður
Fréttamynd

Hæg­viðri og hiti að ní­tján stigum

Yfir Íslandi er nú allmikil hæð sem heldur velli í dag og á morgun. Vindar eru því almennt hægir og skýjað á vestanverðu landinu og með Norðurströndinni í morgunsárið, en léttir síðan til.

Veður
Fréttamynd

Norð­læg átt og víðast hvar væta

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri eða breytilegri átt í dag, þremur til tíu metrum á sekúndu. Líkur eru á dálítilli rigningu eða súld á norðanverðu landinu, en að styttir upp síðdegis.

Veður
Fréttamynd

Hlýjast suðaustantil

Í dag er búist við suðvestan átta til fimmtán metrum á sekúndu og dálítilli vætu norðan- og vestantil, samkvæmt textaspá Veðurstofunnar.

Veður
Fréttamynd

Hitamet aldarinnar slegið

Hitamet þessarar aldar var líklega slegið á flugvellinum á Egilsstaðaflugvelli fyrr í dag þar sem hiti mældist 29,8 gráður. Það mun vera hæsti hiti sem mælst hefur í ágústmánuði á Íslandi.

Veður
Fréttamynd

Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum

Víða er tjón eftir mikið vatnaveður sem reið yfir höfuðborgarsvæðið síðdegis í gær. Vatn lak inn í kjallara á Kjarvalsstöðum í Reykjavík en málverk urður ekki fyrir skemmdum. Í heimahúsum fór vatn að flæða upp úr klósettum og niðurföllum.

Innlent