Um sjö stiga frost mældist í Eyjafirði í nótt Lítil hæð er nú yfir landinu og verður víða léttskýjað og sólríkt í dag og vindur fremur hægur. Veður 13. september 2024 07:17
Vara gangnamenn við snjóflóðahættu Veðurstofan varar við snjóflóðahættu á Tröllaskaga og Flateyjaskaga þar sem göngur verða á mörgum svæðum næstu daga. Gangnamenn þurfi að vera meðvitaðir um stöðuna. Innlent 12. september 2024 16:00
Þurrt og bjart nokkuð víða Sérfræðingar Veðurstofunnar segja útlit fyrir þurru og björtu veðri nokkuð víða í dag þó að lítilsháttar skúrir gætu látið á sér kræla við Breiðafjörð, á Faxaflóa, á Reykjanesi og jafnvel vestantil á Suðurlandi einnig. Veður 12. september 2024 07:16
Metfjöldi veðurviðvarana að sumri til eftir rólegasta veturinn Á áttunda tug veðurviðvarana voru gefna út í sumar en þær hafa aldrei verið fleiri að sumarlagi frá því að Veðurstofan tók viðvaranakerfi sitt upp árið 2017. Á hinn bógin hafa aldrei verið færri viðvaranir að vetri til en síðasta vetur. Innlent 11. september 2024 12:42
Norðanáttum beint til landsins Lægðasvæði milli Íslands og Noregs og hæð yfir Grænlandi beinir nú norðanáttum yfir landið og verða þær allhvassar austantil, en má reikna með hvassviðri og sums staðar stormi suðaustanlands. Mun hægari vindur verður vestantil. Veður 11. september 2024 07:25
Óvissustig og viðvaranir enn í gildi Óvissustig almannavarna er í gildi i fyrir Norðurland og á Ströndum. Þar eru appelsínugular viðvaranir í gildi vegna hvassviðris og snjókomu til klukkan níu. Talsverð snjókoma og hálka er á fjallvegum, einkum austan til. Innlent 10. september 2024 06:37
Flýta göngum til að forða fé af fjöllum Appelsínugular viðvaranir hafa tekið gildi á Norðurlandi og varað er við miklu hvassviðri og snjókomu þar til klukkan níu í fyrramálið. Bændur hafa hafist handa við að koma fé af fjöllum. Innlent 9. september 2024 22:32
Óvissustig vegna veðurs á Ströndum og Norðurlandi Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórana á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra, lýsir yfir óvissustigi Almannavarna vegna veðurs þar sem spáð er norðanáttar sem gæti fylgt slydda og snjókoma. Innlent 9. september 2024 15:59
Von á 35 metrum á sekúndu í hviðum á Kjalarnesi Gera má ráð fyrir að vindur fari í 35 metra á sekúndu í hviðum á Kjalarnesi þar til eftir hádegi á morgun. Veður 9. september 2024 14:43
Kalt, blautt og hvasst Veðurstofan gerir ráð fyrir strekkings norðanátt með rigningu á Norður- og Austurlandi í dag og slyddu eða snjókomu til fjalla. Sunnan heiða verður hins vegar yfirleitt bjart. Veður 9. september 2024 07:11
„Þetta er alvöru hret“ Appelsínugular viðvaranir vegna hvassviðris og snjókomu hafa verið gefnar út fyrir allt Norðurland annað kvöld og fram eftir þriðjudegi. Veðurfræðingur segir þetta ansi glögg veðurafbrigði en þó ekki í líkingu við fjárfellishretið haustið 2012. Veður 8. september 2024 20:03
Snjókoma á Norðurlandi og ekki mælt með ferðalögum Appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir allt Norðurland vegna hvassviðris og talsverðrar snjókomu á mánudagskvöld og út þriðjudaginn. Samgöngutruflanir eru líklegar og Veðurstofan mælir ekki með ferðalögum. Veður 8. september 2024 16:35
Gular og appelsínugular viðvaranir víða um land Gular og appelsínugular viðvaranir eru í kortunum næstu tvo daga. Fyrstu tvær viðvaranirnar eru gular og taka gildi á miðnætti á Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Búist er við slyddu og snjókomu á fjallvegum. Færð gæti spills tog ferðamenn sagðir eiga að geta búist við vetrarfærð. Veður 8. september 2024 13:38
Búast við slyddu og snjókomu á fjallvegum Búist er við því að vaxandi norðanátt með kólnandi veðri muni fara yfir landið í dag, fyrst norðvestantil og síðar sunnan- og austanlands. Úrskomu er spáð í flestum landshlutum í dag en þó verður bjart fyrir austan til að byrja með. Veður 8. september 2024 07:51
Klæðing fauk af veginum í hvassviðri Klæðing hefur fokið af kafla vegarins um Mývatns- og Möðrudalsöræfi. Vindhviður náðu allt að 37 metrum á sekúndu í gær og segir upplýsinga fulltrúi Vegagerðarinnar fólk verða að aka varlega um svæðið. Gert verður við veginn eftir helgi. Innlent 7. september 2024 16:08
Hiti gæti náð tuttugu stigum fyrir austan Það birtir víða til í dag og hiti gæti náð allt að 20 stigum í hnjúkaþey fyrir austan. Veður 7. september 2024 08:31
Flutningabíll með tengivagn fauk út af nærri Hólmavík Einn var fluttur til aðhlynningar læknis á Hólmavík í gær eftir að flutningabíll með tengivagn valt vegna mikils hvassviðris í um kílómetra fjarlægð frá Hólmavík. Hlynur Hafberg Snorrason yfirlögregluþjónn segir ökumanninn hafa verið með minni háttar meiðsl. Innlent 6. september 2024 13:28
Sumarið það hlýjasta frá upphafi Sumarið sem líður er það hlýjasta á jörðinni frá upphafi mælinga, að sögn vísindamanna Kópernikusar, loftslagsstofnunar Evrópu. Erlent 6. september 2024 09:08
Hvessir aftur þegar líður á daginn Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan kalda framan af degi en að hvessi svo aftur þegar líður á daginn. Gera má ráð fyrir hvassviðri norðvestantil, en annars víða strekkings vindi. Veður 6. september 2024 07:09
„Aldrei upplifað annan eins storm“ „Nú þegar erum við búnir að keyra fram hjá tveimur húsbílum sem hafa farið út af veginum,“ segir Björn Steinbekk ljósmyndari sem er þessa stundina staddur norður á landi, nánar tiltekið á Möðrudalsöræfum þar sem gríðarlegt hvassviðri með tilheyrandi sandbyljum gerir ökumönnum erfitt um vik. Innlent 5. september 2024 21:37
Ófært vegna sandbyls Lögreglan á Norðurlandi eystra varar ökumenn við sandstormi og ofsaroki á Mývatnsöræfum. Malbik hefur flest af veginum vestan við Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði. Innlent 5. september 2024 17:29
Gasmengun berst yfir höfuðborgarsvæðið í kvöld Gasmengun mun berast yfir höfuðborgarsvæðið í kvöld og á morgun frá eldgosinu við Sundhnúksgígaröð. Vegna ríkjandi suðvestanáttar berst gosmengunin til norðausturs og suðvestanátt er í kortunum næstu daga. Innlent 5. september 2024 16:14
Skútur rekur á land í röðum Þrjár skútur hefur rekið í land við Pollinn á Ísafirði það sem af er degi, eftir að hafa slitnað af legufærum í höfninni. Einni skútunni var komið í tog í morgun og bjargað en of slæmt er í sjóinn eins og er til að bjarga hinum tveimur. Innlent 5. september 2024 15:45
Allir austur um helgina Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar hvetur alla landsmenn að ferðast austur í veðurblíðuna um helgina. Á Vestfjörðum og Norðurlandi eru gular veðurviðvaranir, og losnaði bátur frá bryggju á Ísafirði vegna veðurofsans. Innlent 5. september 2024 12:14
Slær sums staðar í storm norðvestantil Veðurstofan spáir hvassri suðvestanátt og að sums staðar slái í storm þar sem hvassast verður á norðvestanverðu landinu. Gular viðvaranir eru í gildi á norðanvestanverðu og norðanverðu landinu fram á kvöld. Veður 5. september 2024 07:10
Eitt versta sumar aldarinnar Sumarið 2024 var óvenju kalt og blautt, samkvæmt gögnum Veðurstofunnar. Sérfræðingur í veðurfarsrannsóknum gefur sumrinu slaka einkunn - það hafi verið með þeim verri á þessari öld. Þá fara fyrstu dagar septembermánaðar ekki heldur mjúkum höndum um íbúa víða á landinu. Innlent 4. september 2024 15:26
Svalasta sumarið í þrjátíu ár Ágústmánuður var sá kaldasti sem mælst hefur í Reykjavík og á Akureyri á þessari öld. Hann var kaldur og úrkomusamur líkt og sumarið í heild. Sumarið í Reykjavík var það svalasta í rúm þrjátíu ár. Innlent 4. september 2024 11:09
Lægð yfir landinu og gul viðvörun á Breiðafirði Lægð stödd fyrir vestan okkur og úrkomusvæði frá henni fer yfir landið í dag með sunnan strekkingi. Í hugleiðingum veðurfræðings spáir mjög hvössum vindstrengjum á norðanverðu Snæfellsnesi og hefur verið gefin út gul viðvörun vegna þess. Viðvörunin er í gildi frá klukkan átta til 15 í dag. Hiti verður líklega á bilinu 8 til 16 stig og verður hlýjast norðaustantil. Veður 4. september 2024 07:23
Bjartur dagur sunnantil og hiti að sextán stigum Útlit er fyrir norðvestanátt á landinu í dag með vindhraða víða á bilinu fimm til tíu metra á sekúndu. Norðantil má búast við dálítilli vætu fram eftir degi en sunnan Heiða ætti að létta til og því bjartur dagur í vændum á þeim slóðum með allt að sextán stiga hita þegar best lætur syðst á landinu. Veður 3. september 2024 07:12
Spáð mildu veðri í dag Smám saman mun draga úr krafti lægðarinnar á Grænlandshafi sem stýrði veðrinu á landinu um helgina. Veður 2. september 2024 07:17
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent