Mikill kuldi á landinu öllu í dag Í dag er spáð norðaustan 8-15 m/s en jafnvel hvassara í vindstrengjum með suðausturströnd landsins. Veður 12. febrúar 2022 07:38
Kalla eftir úrbótum eftir að heiðin var lokuð í þrjá sólarhringa Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar hefur skorað á Vegagerðina að gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að aftur komi upp ástand viðlíka því sem varð í byrjun vikunnar, þegar vegurinn um Hellisheiði var lokaðir fyrir allri umferð í þrjá sólarhringa vegna veðursins sem gekk yfir landið. Innlent 11. febrúar 2022 18:21
Léttir til eftir hádegi með vaxandi norðanátt Dagurinn byrjar með hægri breytilegri átt og stöku éljum vestanlands. Það léttir til eftir hádegi með vaxandi norðaustanátt, fimm til tíu metrar á sekúndu í kvöld en tíu til fimmtán metrar syðst og um norðanvert landið. Veður 11. febrúar 2022 07:13
Allt að tuttugu stiga frost inn til landsins Veðurstofan spáir suðvestlægum áttum í dag með stöku éljum vestanlands en bjart að mestu fyrir austan. Veður 10. febrúar 2022 07:09
Öldur á Garðskaga náðu yfir 30 metra hæð í óveðrinu Öldur við Garðskaga á Suðurnesjum náðu ítrekað yfir þrjátíu metra hæð í óveðrinu sem gekk yfir landið síðdegis á mánudag og aðfaranótt þriðjudags. Með því var met slegið í ölduhæð við Íslandsstrendur en það fyrra var frá árinu 1990. Innlent 9. febrúar 2022 22:17
Hættustigi og óvissustigi aflýst á Vestfjörðum Hættustigi og óvissustigi hefur verið aflýst á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu en óvissustig hefur verið í gildi á norðanverðum Vestfjörðum frá því á sunnudag. Hættustigi hefur verið aflýst á Tröllaskaga og er óvissustig nú í gildi. Innlent 9. febrúar 2022 10:10
Norðanátt með éljum norðantil en þurrt fyrir sunnan Veðurstofan spáir norðlægri átt í dag, tíu til átján metrum á sekúndu, með éljum fyrir norðan en þurrt að kalla um sunnanvert landið. Veður 9. febrúar 2022 07:08
Þetta er lægðin sem hefur verið að hrella landsmenn Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, náði þessari mynd af lægðinni sem leikið hefur landsmenn grátt undanfarna daga. Veður 8. febrúar 2022 21:08
Stóð ráðalaus í rauðri viðvörun: „Kannski smá karma“ Atla Czubaiko brá heldur í brún á mánudagsmorgun þegar eldhúsglugginn á þriðju hæð fauk upp í vindhviðu og losnaði úr gluggakarminum. Hann hangir enn utan á blokkinni í Háaleiti í Reykjavík. Innlent 8. febrúar 2022 21:00
Allt á kafi í sandi í Vík Gríðarlegt sandfok varð við Vík í Mýrdal í óveðrinu sem gekk yfir landið í gær og í nótt með þeim afleiðingum að hluti bæjarins er á kafi í sandi. Innlent 8. febrúar 2022 13:01
Hættustig á Ísafirði og Patreksfirði vegna snjóflóðahættu Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi fyrir Vestfirði. Snjóað hefur á svæðinu í norðlægum og austlægum áttum síðan um miðja síðustu viku og vitað er um veikleika í snjóþekjunni. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Innlent 8. febrúar 2022 10:00
Lægðin heldur áfram að stjórna veðrinu í dag og á morgun Lægðin sem hefur stjórnað veðrinu hjá okkur síðustu daga heldur því áfram í dag og á morgun. Á vef Veðurstofunnar segir að lægðin fari nú að flytja sig um set og verði skammt suðvestur af Reykjanesi í kvöld og haldi síðan för sinni áfram til austurs fyrir sunnan land og grynnist smám saman. Veður 8. febrúar 2022 07:16
Vetrarfærð víða og lokað á Hellisheiði og í Þrengslum Vetrarfærð er um allt allt land og víða ófært á vegum. Ákveðið var að loka veginum frá Rauðavatni til Hveragerðis rétt fyrir klukkan fjögur í morgun. Hellisheiðinni var lokað í óveðrinu í fyrrinótt og ekki stóð til að opna hana fyrr en í dag. Innlent 8. febrúar 2022 06:37
Boðaði vetrarríki þegar veðrið snarversnaði í beinni Ekkert lát er á vonskuveðri en gular viðvaranir tóku gildi á suðvestur og vesturhorni landsins fyrr í dag. Veðurfræðingur boðar vetrarríki og segir ráðlegt að hafa snjóskófluna reiðubúna til taks næstu daga. Innlent 7. febrúar 2022 21:45
„Kærkomin hvíld“ stóð ekki lengi yfir Björgunarsveitarfólk fékk stutta hvíld þegar óveðrinu slotaði í dag eftir annasama helgi. Seinni partinn í dag bárust björgunarsveitum á suðvesturhorni og á Norðurlandi útköll vegna ófærðar. Þetta segir í tilkynningu Davíðs Márs Bjarnasonar upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Innlent 7. febrúar 2022 20:32
Fleiri viðvaranir: Hvassviðri og ofankoma í kortunum Gular viðvaranir tóku gildi víðsvegar á Suðurlandi, suðvestur og vesturhorni landsins klukkan 18 í dag. Gert er ráð fyrir töluverðri ofankomu og hvassviðri en hiti verður víðast hvar á og yfir frostmarki. Innlent 7. febrúar 2022 18:35
„Það kom smá babb í bátinn“ Eigendur North West Hotel & Restaurant við Þjóðveginn í Húnaþingi vestra láta sig dreyma um að geta opnað veitingastaðinn á morgun klukkan 17 eftir að stormurinn í nótt gerði þeim grikk. Til stóð að opna í dag en snjósprengja snemma í morgun seinkaði þeim áformum. Innlent 7. febrúar 2022 14:43
Hættustigi vegna óveðursins aflétt Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra á landinu hefur ákveðið að fara af hættustigi Almannavarna, sem sett var á vegna óveðurs á landinu. Innlent 7. febrúar 2022 14:39
Faraldurinn ekki gert okkur gjarnari á að skella öllu í lás Víðir Reynisson segir að börn hafi fengið að njóta vafans þegar skólum var lokað í morgun vegna yfirvofandi óveðurs. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg segir sambærilega ákvörðun hafa verið tekna fyrir tveimur árum. Innlent 7. febrúar 2022 11:50
Landsmenn undrandi í morgunsárið, spyrja spurninga og grínast Hluti þjóðarinnar og kannski sérstaklega íbúar á höfuðborgarsvæðinu voru búnir að undirbúa sig fyrir svakalegan storm sem virðist hafa valdið einhverjum vonbrigðum, ef marka má viðbrögð landsmanna á samfélagsmiðlum. Lífið 7. febrúar 2022 10:53
Snælduvitlaust veður en hærra hitastig hafi hjálpað til Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að verkefnin vegna óveðursins í nótt hafa verið í kringum sextíu. Hann segir veðrið hafa verið nokkuð öðruvísi en fyrirfram var búist við. Innlent 7. febrúar 2022 10:33
Björgunarsveitir reikna með fleiri útköllum seinni partinn Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að nóttin hafi gengið vel þar sem björgunarsveitir hafi byrjað að fá útköll rétt fyrir fjögur. Það hafi því virst sem að spáin væri að ganga eftir. Innlent 7. febrúar 2022 09:52
Leikskólar og frístundaheimili opna klukkan eitt Leikskólar og frístundastarf grunnskólanema á höfuðborgarsvæðinu opnar klukkan eitt í dag. Þetta var niðurstaða almannavarna á höfuðborgarsvæðinu og skóla- og frístundarsviðanna sem funduðu fyrir stuttu. Innlent 7. febrúar 2022 09:42
„Undirbúningurinn sem fram fór um helgina skilaði sér“ „Þetta hefur gengið mjög vel. Undirbúningurinn sem fram fór um helgina skilaði sér. Það voru allir tilbúnir og gátu brugðist við þeim verkefnum sem hafa komið upp.“ Innlent 7. febrúar 2022 08:27
Fárviðri suðvestanlands: Býst við „krapasulli“ og vatnselg Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingar segir að óveðrið sem gengur yfir hafi hingað til verið verst suðvestanlands. „Ef þú horfið á vindinn, þá er þetta ansi hvasst,“ sagði Einar í samtali við Bítið á Bylgjunni nú á sjötta tímanum. Innlent 7. febrúar 2022 06:10
Færðin farin að spillast í efri byggðum borgarinnar Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að nokkuð hafi verið um foktjón í veðrinu sem nú gengur yfir. Flest verkefni björgunarsveitanna hafa verið á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum og Suðurlandi. Innlent 7. febrúar 2022 05:48
Allt það helsta sem þú þarft að vita vegna óveðursins Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun, mánudag 7. febrúar. Að neðan má sjá helstu áhrif vegna þessa. Viðbúið er að einhverjar breytingar geti orðið þegar líður á morguninn. Innlent 7. febrúar 2022 01:55
Lægðir sem leikið hafa landsmenn grátt Landsmenn virðast upp til hópa meðvitaðir um lægðina sem nálgast nú landið hraðbyri og gefur tilefni til rauðra og appelsínugulra viðvarana vegna veðurs í nótt og morgun. Enn einu sinni neyðast Íslendingar til endurkynna við djúpa lægð. Innlent 7. febrúar 2022 00:59
Fylgstu með lægðinni Búist er við aftakaveðri í nótt og á morgun um landið allt og verður appelsínugul veðurviðvörun í gildi víðast hvar um landið fyrir hádegi. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið. Innlent 7. febrúar 2022 00:04
Um 78 starfsmenn gista í nótt og aðrir eiga að bíða af sér veðrið Um 78 starfsmenn Landspítalans munu gista þar í nótt til að tryggja lágmarksmönnun á meðan versta óveðrið gengur yfir höfuðborgarsvæðið. Stjórnendur spítalans biðja aðra stafsmenn um að leggja ekki af stað til vinnu fyrr en veðrinu slotar og óhætt er að fara af stað. Innlent 6. febrúar 2022 23:24