
Vala er nýr forstjóri hjá Sæbýli
Vala Valþórsdóttir er nýr forstjóri Sæbýlis, hátæknifyrirtækis í þróun framleiðsluaðferða við landeldi á sæeyrum (e. abalone). Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.
Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.
Vala Valþórsdóttir er nýr forstjóri Sæbýlis, hátæknifyrirtækis í þróun framleiðsluaðferða við landeldi á sæeyrum (e. abalone). Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.
Ariana Katrín Katrínardóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra miðlunar Listasafns Reykjavíkur. Katrín mun annast samstarf við skóla, móttöku skólahópa og aðra miðlun til barna, ungmenna og fjölskyldna.
Diljá Ámundadóttir Zoëga, fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík, hefur verið ráðin í starf kynningarstjóra Listaháskóla Íslands.
Ráðning í embætti forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðiðsins, sem auglýst var laust til umsóknar í maí, er enn í ferli.
Þóra Tómasdóttir fjölmiðlakona hefur látið af störfum hjá Advania og ráðið sig yfir til RÚV, þar sem hún hóf fyrst störf fyrir tæpum tveimur áratugum.
Míla hefur ráðið til sín tvo nýja stjórnendur. Rebekka Jóelsdóttir er nýr fjármálastjóri og Snorri Karlsson er framkvæmdastjóri innviðasviðs. Meðfram ráðningunum taka þau bæði sæti í framkvæmdastjórn Mílu.
Sigurveig Sigurðardóttir hefur verið ráðin sem nýr fjármálastjóri Landstólpa og mun hefja störf þar um næstu mánaðarmót. Sigurveig fer í Landstólpa úr Íslandsbanka þar sem hún starfaði sem viðskiptastjóri á Selfossi.
Birna Lárusdóttir fjölmiðlafræðingur hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi HS Orku.
Erling Freyr Guðmundsson hefur verið ráðinn rekstrarstjóri gagnavers- og ofurtölvufyrirtækisins atNorth og kemur þannig nýr inn í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.
Stefán Pétursson, sem var fjármálastjóri Arion banka í meira en áratug, hefur verið gerður að varaformanni stjórnar Íslandsbanka í kjölfar niðurstöðu hluthafafundar félagsins í lok síðasta mánaðar. Helga Hlín Hákonardóttir, sem kom sömuleiðis ný inn í stjórn Íslandsbanka, mun taka við sem formaður áhættunefndar bankans.
Alma Ýr Ingólfsdóttir, lögfræðingur Öryrkjabandalags Íslands, hefur boðið sig fram til formanns bandalagsins. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, sitjandi formaður ÖBÍ, lætur af störfum í október eftir sex ára setu.
Silja Mist Sigurkarlsdóttir er nýr forstöðumaður markaðssviðs N1. Hlutverk Silju verður að leiða markaðsstarf N1, taka þátt í stefnumótun félagsins og hafa yfirumsjón með samfélagsstefnu þess.
Alda Sigurðardóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri mannauðs hjá Innnes ehf., sem er ein stærsta matvöruheildverslun landsins.
Alda Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Sýn hf., hefur óskað eftir því að láta af störfum. Hún var ráðin sem framkvæmdastjóri í nóvember síðastliðnum.
Birgir Örn Arnarson hefur verið ráðinn til að stýra áhættustýringu VÍS og leiða mótun áhættustýringar í hinu sameinaða félagi VÍS og Fossa.
Pétur Jónasson gítarleikari hefur verið ráðinn í stöðu deildarforseta tónlistardeildar Listaháskóla Íslands. Hann tekur við starfinu af Tryggva M. Baldvinssyni sem lýkur nú tíu ára ráðningarfestu sinni.
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir hefur tekið við stöðu skólastjóra Lýðskólans á Flateyri og þá hefur Erla Margrét Gunnarsdóttir tekið við stöðu kennslustjóra.
María Ingibjörg Jónsdóttir hefur verið ráðin nýr fjármálastjóri Háskólans í Reykjavík (HR). Hún tekur við starfinu af Ninju Ýr Gísladóttur.
Séra Davíð Þór Jónsson hefur verið ráðinn tímabundið til Háteigskirkju. Hann hefur verið í veikindaleyfi frá störfum sínum í Laugarneskirkju síðastliðna níu mánuði en sér fyrir sér að snúa aftur tvíefldur eftir stopp í Háteigskirkju.
Brynjar Þór Hreinsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri sameinaðs félags VÍS og Fossa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.
Ellefu einstaklingar bjóða sig fram til setu í stjórn Íslandsbanka sem kjörin verður á hluthafafundi bankans föstudaginn 28. júlí. Fjögur bjóða sig fram til stjórnarsetu þrátt fyrir að vera ekki á lista tilnefningarnefndar yfir þá sem mælt er með að taki stjórnarsæti.
Þórður Örlygsson hefur verið ráðinn innri endurskoðandi Landsbankans en hann hefur gegnt stöðu regluvarðar hjá bankanum. Þórður tekur við af Kristínu Baldursdóttur sem hefur verið innri endurskoðandi Landsbankans frá árinu 2009.
Kristján Þór Magnússon, fyrrverandi sveitarstjóri í Norðurþingi, hefur verið ráðinn sviðsstjóri mannauðs- og starfsumhverfis í Mosfellsbæ. Ráðning hans var samþykkt á fundi bæjarráðs í dag.
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Guðrúnu Sesselju Arnardóttur í embætti héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, frá og með 1. september næstkomandi.
Garðar Svavarsson hefur verið ráðinn kaupfélagsstjóri Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga og framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar hf. Fáskrúðsfirði. Garðar tekur við starfinu af Friðriki Mar Guðmundssyni sem lætur af störfum á haustmánuðum eftir 19 ára starf hjá félögunum, þar af sem framkvæmdastjóri undanfarin 10 ár.
Einar Hrafn Stefánsson hefur verið ráðinn sem markaðs- og kynningarstjóri hjá Píeta samtökunum. Áður starfaði hann sem markaðsstjóri Íslenska dansflokksins frá 2020. Fyrir það var hann markaðsfulltrúi og viðburðarstjóri hjá Ölgerðinni.
Ástráður Haraldsson hefur verið skipaður í embætti ríkissáttasemjara til fimm ára frá og með 18. júlí næstkomandi. Sex sóttu um starfið en hæfnisnefnd taldi að tveir umsækjendur væru mjög vel hæfir til að gegna embættinu.
Níu einstaklingar sóttu um starf forstöðumanns nýrrar ríkisstofnunar sem mun bera heitið Land og skógur. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra mun skipa í embættið að undangengnu mati hæfisnefndar.
Fjórar umsóknir bárust um embætti forstjóra Skipulagsstofnunar. Þriggja manna hæfisnefnd mun meta umsækjendur í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera tillögu til forseta Íslands um skipun Ásgerðar Ragnarsdóttur, setts landsréttardómara, í embætti Landsréttardómara frá 21. ágúst 2023.