Skólastjóradrama í Kóraskóla fær óvæntan endi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. maí 2024 13:50 Kóraskóli er staðsettur í íþróttahúsinu Kórnum þar sem HK heldur úti íþróttastarfi. Nokkrir nemendur lýstu yfir stuðningi við Arnór skólastjóra í mars. Vísir Inga Fjóla Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri Kóraskóla hefur verið ráðin skólastjóri Kóraskóla. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Kópavogs frá því í gær en mikil ólga hefur verið meðal kennara í skólanum vegna ráðningu skólastjóra. Kóraskóli varð til þegar ákveðið var að skipta hinum fjölmenna Hörðuvallaskóla upp í tvo skóla. Á þriðja hundrað nemenda eru í Kóraskóla sem er fyrir nemendur á unglingastigi í Kórahverfinu í Kópavogi. Arnór Heiðarsson var ráðinn skólastjóri tímabundið til eins árs en hann var áður aðstoðarskólastjóri í Hólabrekkuskóla í Breiðholti í Reykjavík. Kennarar og nemendur ósáttir Kópavogsskóli auglýsti svo starf skólastjóra og fór svo að Heimir Eyvindarson var ráðinn skólastjóri. Uppi varð fótur og fit. Ekki gegn Heimi heldur voru fjölmargir kennarar ósáttir við að gengið hefði verið fram hjá Arnóri sem hefði unnið gott starf. Fram kom í frétt Vísis í mars að vonbrigðin hefðu verið mikil hjá stórum hluta kennara og nemenda að Arnór hefði ekki fengið fastráðningu. Þetta var staðan um miðjan mars en síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hótuðu kennarar uppsögn vegna stöðunnar og fór svo að Heimir Eyvindarson ákvað að hætta við að taka að sér starf skólastjóra. Þetta staðfestir Heimir við fréttastofu. Þá ákvað Kópavogsbær að auglýsa starfið upp á nýtt. Ekkert varð af því að Arnór sótti um starfið. Fékk annað starfstilboð „Sama dag og ákveðið var að auglýsa aftur þá var mér boðin önnur mjög spennandi staða sem ég ákvað að taka í ljósi aðstæðna,“ segir Arnór. Hann hefur hafið störf sem forstöðumaður fyrir þjónustu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. „Ég ákvað að hoppa á það. Þorði ekki að setja allt á línuna. Það er núna fyrst verið að ganga frá þessu. Ef ég hefði ekki fengið starfið þá væri ég atvinnulaus. Ég þorði því ekki alveg. Það var eina ástæðan fyrir því að ég ákvað að sækja ekki um,“ segir Arnór. Hann óskar Ingu Fjólu til hamingju með starfið. „Það er jákvætt að hún hafi fengið starfið og best fyrir skólann úr því sem komið var,“ segir Arnór og lætur vel af samstarfi þeirra Ingu Fjólu í allan vetur. Arnór segist ekki útiloka störf í skólasamfélaginu í framtíðinni en nú sé hann nýbyrjaður í nýju starfi sem á hug hans allan og þannig verði það líkast til næstu árin. Inga Fjóla vildi ekki tjá sig um ráðninguna þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum hennar. Kópavogur Grunnskólar Vistaskipti Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Kóraskóli varð til þegar ákveðið var að skipta hinum fjölmenna Hörðuvallaskóla upp í tvo skóla. Á þriðja hundrað nemenda eru í Kóraskóla sem er fyrir nemendur á unglingastigi í Kórahverfinu í Kópavogi. Arnór Heiðarsson var ráðinn skólastjóri tímabundið til eins árs en hann var áður aðstoðarskólastjóri í Hólabrekkuskóla í Breiðholti í Reykjavík. Kennarar og nemendur ósáttir Kópavogsskóli auglýsti svo starf skólastjóra og fór svo að Heimir Eyvindarson var ráðinn skólastjóri. Uppi varð fótur og fit. Ekki gegn Heimi heldur voru fjölmargir kennarar ósáttir við að gengið hefði verið fram hjá Arnóri sem hefði unnið gott starf. Fram kom í frétt Vísis í mars að vonbrigðin hefðu verið mikil hjá stórum hluta kennara og nemenda að Arnór hefði ekki fengið fastráðningu. Þetta var staðan um miðjan mars en síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hótuðu kennarar uppsögn vegna stöðunnar og fór svo að Heimir Eyvindarson ákvað að hætta við að taka að sér starf skólastjóra. Þetta staðfestir Heimir við fréttastofu. Þá ákvað Kópavogsbær að auglýsa starfið upp á nýtt. Ekkert varð af því að Arnór sótti um starfið. Fékk annað starfstilboð „Sama dag og ákveðið var að auglýsa aftur þá var mér boðin önnur mjög spennandi staða sem ég ákvað að taka í ljósi aðstæðna,“ segir Arnór. Hann hefur hafið störf sem forstöðumaður fyrir þjónustu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. „Ég ákvað að hoppa á það. Þorði ekki að setja allt á línuna. Það er núna fyrst verið að ganga frá þessu. Ef ég hefði ekki fengið starfið þá væri ég atvinnulaus. Ég þorði því ekki alveg. Það var eina ástæðan fyrir því að ég ákvað að sækja ekki um,“ segir Arnór. Hann óskar Ingu Fjólu til hamingju með starfið. „Það er jákvætt að hún hafi fengið starfið og best fyrir skólann úr því sem komið var,“ segir Arnór og lætur vel af samstarfi þeirra Ingu Fjólu í allan vetur. Arnór segist ekki útiloka störf í skólasamfélaginu í framtíðinni en nú sé hann nýbyrjaður í nýju starfi sem á hug hans allan og þannig verði það líkast til næstu árin. Inga Fjóla vildi ekki tjá sig um ráðninguna þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum hennar.
Kópavogur Grunnskólar Vistaskipti Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent