Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Skipuð dómarar við Lands­rétt

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera tillögu til forseta Íslands um skipun Jóns Höskuldssonar og Ragnheiðar Bragadóttur í embætti dómara við Landsrétt.

Innlent
Fréttamynd

Innáskiptingar hjá Síldarvinnslunni

Síldarvinnslan hefur ráðið rekstrarstjóra útgerðar, uppsjávarfrystingar og fiskimjölsverksmiðju auk þess sem nýir menn eru í brúnni í viðhaldsmálum í fiskiðjuverinu og við stjórnun verksmiðjunnar á Seyðisfirði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kveður Ís­land og heldur til Pretóríu

Håkan Juholt, sem gegnt hefur starfi sendiherra Svíþjóðar á Íslandi síðustu ár, vann sinn síðasta vinnudag í sendiráðinu í vikunni og hefur nú yfirgefið landið. Hann mun nú taka við starfi sendiherra Svíþjóðar í Suður-Afríku.

Innlent
Fréttamynd

Marteinn Jónsson nýr framkvæmdastjóri Veltis

Marteinn Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Veltis – Volvo atvinnutækjasviðs Brimborgar. Marteinn er viðskiptafræðingur frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst og hefur lengst af starfað hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki sem framkvæmdastjóri verslunar- og þjónustusviðs.

Bílar
Fréttamynd

Kolfinna til SSNV

Kolfinna Kristínardóttir hefur verið ráðin til Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) sem atvinnuráðgjafi með áherslu á nýsköpun.

Viðskipti innlent