Arnór hættir sem forstjóri Menntamálastofnunar og fær starf í ráðuneytinu Eiður Þór Árnason skrifar 22. febrúar 2022 13:44 Starfsmenn Menntamálastofnunar kölluðu eftir afsögn Arnórs Guðmundssonar í nóvember. vísir/vilhelm Arnór Guðmundsson mun láta af störfum sem forstjóri Menntamálastofnunar (MMS) og byrja hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu þann 1. mars næstkomandi. Ólga hefur ríkt innan stofnunarinnar í nokkurn tíma og sendu starfsmenn MMS frá sér ályktun til ráðuneytisins í nóvember þar sem kallað var eftir afsögn forstjórans. Arnór og yfirstjórn MMS fékk falleinkunn í áhættumati sem mannauðsfyrirtækið Auðnast framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuneytisins í fyrra. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra og Arnór hafi komist að samkomulagi um að hann komi þar til starfa. Verkefni Arnórs fyrir ráðuneytið muni fyrst um sinn tengjast þátttöku Íslands í alþjóðlegum könnunum á hæfni nemenda. Hefur ráðherra farið þess á leit við Thelmu Cl. Þórðardóttur, lögfræðing og staðgengil forstjóra, að hún gegni forstjórastöðunni tímabundið í einn mánuð til að byrja með. Arnór er fyrsti forstjóri Menntamálastofnunar og hefur gegnt því starfi í um sjö ár. Áður starfaði hann hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem skrifstofustjóri, þróunarstjóri og deildarstjóri. Uppsögn starfsmanns dæmd ólögmæt Héraðsdómur komst í fyrra að þeirri niðurstöðu að Arnór hafi brotið stjórnsýslulög þegar hann sagði starfsmanni upp fyrirvaralaust árið 2019. Var íslenska ríkið dæmt til að greiða starfsmanninum tæpar níu milljónir króna í bætur. Í áðurnefndu áhættumati sem mannauðsfyrirtækið Auðnast framkvæmdi sagðist helmingur starfsfólks telja sig hafa orðið vitni að eða upplifað einelti, kynferðislega eða kynbundna áreitni, eða ofbeldi á vinnustað. Arnór gerði athugasemdir við áhættumatið. Taldi hann að vinnubrögð, framsetning og ályktanir þess stæðust í mörgum atriðum ekki faglegar og eðlilegar kröfur um nærgætni, hófsemd og stillingu við úrvinnslu mála af þessum toga. Fréttin hefur verið uppfærð. Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Vistaskipti Tengdar fréttir Uppsögn starfsmanns Menntamálastofnunar dæmd ólögmæt Héraðsdómur dæmdi íslenska ríkið til að greiða starfsmanni Menntamálastofnunar tæpar níu milljónir króna í bætur fyrir ólögmæta uppsögn fyrir tveimur árum. Það var Arnór Guðmundsson, forstjóri stofnunarinnar, sem hafði sagt starfsmanninum upp fyrirvaralaust tveimur árum fyrr og þannig gerst brotlegur við stjórnsýslulög. 11. nóvember 2021 08:01 Starfsmenn kalla eftir afsögn Arnórs Starfsmenn Menntamálastofnunar sendu frá sér ályktun til menntamálaráðuneytisins í gær þar sem kallað er eftir afsögn forstjóra stofnunarinnar. Yfir 80 prósent starfsmanna sem greiddu atkvæði á starfsmannafundi í gær samþykktu ályktunina. 10. nóvember 2021 23:20 Svört mynd dregin upp af stjórnarháttum innan MMS Yfirstjórn Menntamálastofnunar og forstjórinn, Arnór Guðmundsson, fá falleinkunn í áhættumati sem mannauðsfyrirtækið Auðnast framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuráðuneytisins. 10. nóvember 2021 07:05 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Ólga hefur ríkt innan stofnunarinnar í nokkurn tíma og sendu starfsmenn MMS frá sér ályktun til ráðuneytisins í nóvember þar sem kallað var eftir afsögn forstjórans. Arnór og yfirstjórn MMS fékk falleinkunn í áhættumati sem mannauðsfyrirtækið Auðnast framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuneytisins í fyrra. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra og Arnór hafi komist að samkomulagi um að hann komi þar til starfa. Verkefni Arnórs fyrir ráðuneytið muni fyrst um sinn tengjast þátttöku Íslands í alþjóðlegum könnunum á hæfni nemenda. Hefur ráðherra farið þess á leit við Thelmu Cl. Þórðardóttur, lögfræðing og staðgengil forstjóra, að hún gegni forstjórastöðunni tímabundið í einn mánuð til að byrja með. Arnór er fyrsti forstjóri Menntamálastofnunar og hefur gegnt því starfi í um sjö ár. Áður starfaði hann hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem skrifstofustjóri, þróunarstjóri og deildarstjóri. Uppsögn starfsmanns dæmd ólögmæt Héraðsdómur komst í fyrra að þeirri niðurstöðu að Arnór hafi brotið stjórnsýslulög þegar hann sagði starfsmanni upp fyrirvaralaust árið 2019. Var íslenska ríkið dæmt til að greiða starfsmanninum tæpar níu milljónir króna í bætur. Í áðurnefndu áhættumati sem mannauðsfyrirtækið Auðnast framkvæmdi sagðist helmingur starfsfólks telja sig hafa orðið vitni að eða upplifað einelti, kynferðislega eða kynbundna áreitni, eða ofbeldi á vinnustað. Arnór gerði athugasemdir við áhættumatið. Taldi hann að vinnubrögð, framsetning og ályktanir þess stæðust í mörgum atriðum ekki faglegar og eðlilegar kröfur um nærgætni, hófsemd og stillingu við úrvinnslu mála af þessum toga. Fréttin hefur verið uppfærð.
Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Vistaskipti Tengdar fréttir Uppsögn starfsmanns Menntamálastofnunar dæmd ólögmæt Héraðsdómur dæmdi íslenska ríkið til að greiða starfsmanni Menntamálastofnunar tæpar níu milljónir króna í bætur fyrir ólögmæta uppsögn fyrir tveimur árum. Það var Arnór Guðmundsson, forstjóri stofnunarinnar, sem hafði sagt starfsmanninum upp fyrirvaralaust tveimur árum fyrr og þannig gerst brotlegur við stjórnsýslulög. 11. nóvember 2021 08:01 Starfsmenn kalla eftir afsögn Arnórs Starfsmenn Menntamálastofnunar sendu frá sér ályktun til menntamálaráðuneytisins í gær þar sem kallað er eftir afsögn forstjóra stofnunarinnar. Yfir 80 prósent starfsmanna sem greiddu atkvæði á starfsmannafundi í gær samþykktu ályktunina. 10. nóvember 2021 23:20 Svört mynd dregin upp af stjórnarháttum innan MMS Yfirstjórn Menntamálastofnunar og forstjórinn, Arnór Guðmundsson, fá falleinkunn í áhættumati sem mannauðsfyrirtækið Auðnast framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuráðuneytisins. 10. nóvember 2021 07:05 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Uppsögn starfsmanns Menntamálastofnunar dæmd ólögmæt Héraðsdómur dæmdi íslenska ríkið til að greiða starfsmanni Menntamálastofnunar tæpar níu milljónir króna í bætur fyrir ólögmæta uppsögn fyrir tveimur árum. Það var Arnór Guðmundsson, forstjóri stofnunarinnar, sem hafði sagt starfsmanninum upp fyrirvaralaust tveimur árum fyrr og þannig gerst brotlegur við stjórnsýslulög. 11. nóvember 2021 08:01
Starfsmenn kalla eftir afsögn Arnórs Starfsmenn Menntamálastofnunar sendu frá sér ályktun til menntamálaráðuneytisins í gær þar sem kallað er eftir afsögn forstjóra stofnunarinnar. Yfir 80 prósent starfsmanna sem greiddu atkvæði á starfsmannafundi í gær samþykktu ályktunina. 10. nóvember 2021 23:20
Svört mynd dregin upp af stjórnarháttum innan MMS Yfirstjórn Menntamálastofnunar og forstjórinn, Arnór Guðmundsson, fá falleinkunn í áhættumati sem mannauðsfyrirtækið Auðnast framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuráðuneytisins. 10. nóvember 2021 07:05