Rut ráðin framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2022 12:01 Rut tekur til starfa þann 1. mars. Kvenréttindafélag Íslands Rut Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Hún hefur störf í næstu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Rut tekur við af Brynhildi Heiðar- og Ómarsdóttur, sem hefur starfað sem framkvæmdastýra Kvenréttindafélagsins síðan árið 2011. Brynhildur hefur nú störf sem formaður í stéttarfélaginu Fræðagarði, en mun starfa áfram með Kvenréttindafélaginu næstu misseri til að tryggja að þekking sín og reynsla komist til skila. Rut er með BBA gráðu í hagfræði og nýsköpun frá Ritsumeikan Asia Pacific University í Japan og er að ljúka við MSc í átaka-, stríðs- og þróunarfræðum frá SOAS háskólanum í Lundúnum. Rut býr yfir víðtækri reynslu af starfi félagasamtaka, jafnt hérlendis sem erlendis. Í rúman áratug hefur Rut tekið þátt í fjölbreyttu félagsstarfi á vegum ýmissa félagasamtaka víða um heim, m.a. í Bangladess, Japan, Víetnam og Kenya, sem og í heimabyggð sinni, Vesturbyggð. Rut hefur setið í stjórn Kvenréttindafélagsins í tvö ár og gegnir fyrir hönd félagsins embætti varaformanns stjórnar Mannréttindaskrifstofu Íslands. „Rut hefur djúpa þekkingu á starfi félagsins og sterka framtíðarsýn á hlutverki Kvenréttindafélagsins í að tryggja stöðu kvenna og jafnrétti kynjanna á öllum sviðum. Hún stígur nú til hliðar úr stjórn Kvenréttindafélagsins og hefur störf á skrifstofu félagsins. Rut hefur veigamikla reynslu af alþjóðastarfi og hefur hún til að mynda setið ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um viðskipti og þróun (UNCTAD), verið ungmennafulltrúi Íslands á sveitarstjórnarþingi Evrópuráðsins og setið í ráðgjafaráði Evrópuráðsins um málefni ungs fólks. Þá hefur hún beitt sér fyrir aukinni aðkomu kvenna í öryggismálum og stóð meðal annars fyrir fyrirlestraröðinni „Feminist Leadership in Disarmament“ í gegnum afvopnunarsamtök sem hún starfaði fyrir í Lundúnum,“ segir í tilkynningunni. „Við í stjórn Kvenréttindafélagsins erum himinlifandi glaðar að fá Rut til starfa á skrifstofu félagsins. Hún er sannur femínisti og hefur verið mikilvæg rödd í stjórninni. Við hlökkum til að vinna með henni áfram að þróa og styrkja okkar góða félag,“ segir Tatjana Latinovic formaður Kvenréttindafélags Íslands. „Ég er ótrúlega þakklát traustinu sem mér er sýnt og hlakka til að nýta reynslu mína til þess að styðja áframhaldandi baráttu fyrir kynjajafnrétti, jafnt hér á landi sem og erlendis, í samstarfi við stjórn Kvenréttindafélagsins,“ segir Rut. Jafnréttismál Vistaskipti Félagasamtök Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Sjá meira
Rut tekur við af Brynhildi Heiðar- og Ómarsdóttur, sem hefur starfað sem framkvæmdastýra Kvenréttindafélagsins síðan árið 2011. Brynhildur hefur nú störf sem formaður í stéttarfélaginu Fræðagarði, en mun starfa áfram með Kvenréttindafélaginu næstu misseri til að tryggja að þekking sín og reynsla komist til skila. Rut er með BBA gráðu í hagfræði og nýsköpun frá Ritsumeikan Asia Pacific University í Japan og er að ljúka við MSc í átaka-, stríðs- og þróunarfræðum frá SOAS háskólanum í Lundúnum. Rut býr yfir víðtækri reynslu af starfi félagasamtaka, jafnt hérlendis sem erlendis. Í rúman áratug hefur Rut tekið þátt í fjölbreyttu félagsstarfi á vegum ýmissa félagasamtaka víða um heim, m.a. í Bangladess, Japan, Víetnam og Kenya, sem og í heimabyggð sinni, Vesturbyggð. Rut hefur setið í stjórn Kvenréttindafélagsins í tvö ár og gegnir fyrir hönd félagsins embætti varaformanns stjórnar Mannréttindaskrifstofu Íslands. „Rut hefur djúpa þekkingu á starfi félagsins og sterka framtíðarsýn á hlutverki Kvenréttindafélagsins í að tryggja stöðu kvenna og jafnrétti kynjanna á öllum sviðum. Hún stígur nú til hliðar úr stjórn Kvenréttindafélagsins og hefur störf á skrifstofu félagsins. Rut hefur veigamikla reynslu af alþjóðastarfi og hefur hún til að mynda setið ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um viðskipti og þróun (UNCTAD), verið ungmennafulltrúi Íslands á sveitarstjórnarþingi Evrópuráðsins og setið í ráðgjafaráði Evrópuráðsins um málefni ungs fólks. Þá hefur hún beitt sér fyrir aukinni aðkomu kvenna í öryggismálum og stóð meðal annars fyrir fyrirlestraröðinni „Feminist Leadership in Disarmament“ í gegnum afvopnunarsamtök sem hún starfaði fyrir í Lundúnum,“ segir í tilkynningunni. „Við í stjórn Kvenréttindafélagsins erum himinlifandi glaðar að fá Rut til starfa á skrifstofu félagsins. Hún er sannur femínisti og hefur verið mikilvæg rödd í stjórninni. Við hlökkum til að vinna með henni áfram að þróa og styrkja okkar góða félag,“ segir Tatjana Latinovic formaður Kvenréttindafélags Íslands. „Ég er ótrúlega þakklát traustinu sem mér er sýnt og hlakka til að nýta reynslu mína til þess að styðja áframhaldandi baráttu fyrir kynjajafnrétti, jafnt hér á landi sem og erlendis, í samstarfi við stjórn Kvenréttindafélagsins,“ segir Rut.
Jafnréttismál Vistaskipti Félagasamtök Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Sjá meira