Fengu fullkomið veður við áratugalanga hefð í Hvalfirði Sólin hefur skinið skært á suðvesturhorninu í dag og margir nýttu góða veðrið í útiveru. Þar á meðal ferðalangar í Hvalfirði sem tíndu krækling í fjörunni á meðan þeir fylltu á D-vítamín tankinn. 29.3.2024 19:31
Eldur í Hafnarfirði Eldur kviknaði í gámi á Óseyrarbraut í Hafnafirði rétt fyrir klukkan fimm í dag. Eldurinn var minniháttar og er búið að slökkva hann. 27.3.2024 16:54
„Trúði því ekki að þetta væri ég“ Karlmaður á flótta sem dvelur í Neyðarskýli Rauða krossins segist ekki hafa trúað eigin augum þegar hann horfði á myndband af sjálfum sér með hróp og köll á þingpöllum Alþingis. 27.3.2024 16:08
Stjörnugrís sektaður fyrir íslenskan fána Neytendastofa hefur lagt fimm hundruð þúsund króna stjórnvaldssekt á Stjörnugrís hf. fyrir brot gegn ákvörðun stofnunarinnar um bann við að nota þjóðfána Íslendinga á umbúðum matvöru úr innfluttu hráefni. 27.3.2024 15:19
546 Grindvíkingar vilja selja Þórkötlu húsið sitt Alls hafa 546 Grindvíkingar óskað eftir því að selja Fasteignafélaginu Þórkötlu ehf. íbúðarhúsnæði sitt. Þrátt fyrir mikinn fjölda umsókna stefnir félagið enn að því að hefja kaupin í byrjun apríl. 27.3.2024 15:04
Lok, lok og læs hjá Gló Veitingastaðnum Gló verður lokað í dag og lýkur þar með sautján ára rekstrarstögu hans. Gló hefur verið rekið í Austurstræti og Fákafeni undanfarin ár. Vinsælar vörur Gló verða áfram í boði á matseðli Saffran sem tekur við rekstri veitingastaðanna. 27.3.2024 14:12
Listamaðurinn á bak við Áfanga í Viðey látinn Bandaríski listamaðurinn Richard Serra er látinn 85 ára gamall. Hann var þekktastur fyrir listaverk sín úr stáli sem finna má um heima allan meðal annars í Viðey. 27.3.2024 11:37
Yfirmaður hjá Alvotech fékk 300 milljóna kaupauka Framkvæmdastjóri þróunarsviðs Alvotech fékk kaupauka að andvirði rúmlega þrjú hundruð milljóna króna á dögunum. 26.3.2024 13:31
Fylgdist með ókunnugum karlmanni fara inn í bílinn hans Íbúi í Grindavík er orðinn langþreyttur á því að ókunnugir geti valsað um í Grindavík. Ókunnugur karlmaður fór inn í bílinn hans í innkeyrslunni við yfirgefið hús hans í bænum. Hann kallar eftir aðgangspössum til Grindvíkinga og betra eftirlits til að standa vörð um eigur Grindvíkinga. 25.3.2024 10:45
Bankaráð Landsbankans svarar fyrir sig Bankaráð Landsbankans segir Bankasýsluna hafa frá sumrinu 2023 hafa verið vel meðvitaða um áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum og eftir atvikum kaupum á tryggingafélaginu TM. Samskiptin hafi farið fram í tölvupóstum, á fundum og símtölum. Helsta óvissan virðist vera um það sem fram kom í óformlegu símtali formanns bankaráðs og stjórnarformanns Bankasýslunnar í desember. 22.3.2024 12:48