Konan sem lenti undir ísfarginu er ólétt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2024 14:50 Frá björgunaraðgerðum á Breiðamerkursandi sem stóðu sólarhring of lengi vegna þess að talning ferðamanna í ferðinni var ekki rétt. Vísir/Vilhelm Kona sem slasaðist alvarlega þegar hún varð fyrir ísfargi við Breiðamerkurjökul á sunnudaginn er ólétt. Samkvæmt heimildum fréttastofu er konan á batavegi og barnið sakaði ekki. Konan var ásamt bandarískum manni sínum í íshellaskoðunarferð með fyrirtækinu Ice Pic Journeys sem gerir út sumarferðir á svæðinu ásamt fleiri fyrirtækjum. Hann lést í slysinu. Alls voru 23 ferðamenn í hópnum sem skipt var í tvo hluta. Einn leiðsögumaður var með hvorn hóp en samkvæmt heimildum fréttastofu voru báðir óreyndir. Leitað var að tveimur ferðamönnum til viðbótar undir ís fram á miðjan dag á mánudag þar til að í ljós kom að fyrirtækið hefði veitt lögreglu rangar upplýsingar um hversu margir hefðu verið í ferðinni. Þá var ljóst að enginn hefði verið ófundinn undir ísnum. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að rannsókn á slysinu miði ágætlega en taki sinn tíma. Rætt hafi verið við alla ferðamennina sem voru í hópunum tveimur og leiðsögumennina. Aðspurður um reynsluleysi leiðsögumannanna segir hann ekki tímabært að gefa neitt uppi um slíkt. Það sé hluti af rannsókninni. Lögregla haldi áfram að viða að sér gögnum og upplýsingum. Vegurinn að Breiðamerkurjökli þar sem slysið varð er enn opinn. Sveinn Kristján segir lögreglu ekki hafa til skoðunar að loka honum. „Þá værum við að fara að loka öllum jöklum landsins,“ segir Sveinn Kristján. Þónokkur fyrirtæki selja íshellaferðir í Kötlujökul á Suðurlandi sem dæmi. Aðspurður segir Sveinn Kristján lögreglu ekki hafa sérstaka skoðun á því nema að öryggis sé gætt, reynslumikið fólk meti svæðið og allir séu skráðir í ferðina. Slys á Breiðamerkurjökli Lögreglumál Sveitarfélagið Hornafjörður Tengdar fréttir Veita fjölskyldunni alla viðeigandi aðstoð Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi veitir fjölskyldu karlmannsins sem lést í slysi á Breiðamerkurjökli á sunnudaginn alla viðeigandi ræðisaðstoð. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá sendiráðinu. 28. ágúst 2024 13:43 Greinir á hvort námið hafi verið lagt niður degi eftir banaslys Kennari í jökla- og fjallaleiðsögn segir að menntamálaráðuneytið hafi tilkynnt Framhaldsskólanum í Austur Skaftafellssýslu (FAS) degi eftir banaslys í íshelli að nám í greininni verði lagt niður um áramótin. Hún segir að menntaðir og reyndir jöklaleiðsögumenn hefðu aldrei farið inn í íshellinn á sunnudaginn. Ráðuneytið hafnar því að hafa lagt til að námið yrði lagt niður. 28. ágúst 2024 11:56 „Við þurfum bara að læra að segja nei“ Leiðsögumaður, ferðaþjónustufyrirtæki, ferðasölufyrirtæki og þjóðgarðurinn Vatnajökull brugðust í aðdraganda slyssins á Breiðamerkurjökli þar sem tveir bandarískir ferðamenn lentu undir ís í fyrradag. Þetta er mat Stephan Mantler jöklaleiðsögumanns sem hefur áratuga reynslu af jökla- og fjallamennsku á Íslandi. 27. ágúst 2024 22:36 Mest lesið „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Konan var ásamt bandarískum manni sínum í íshellaskoðunarferð með fyrirtækinu Ice Pic Journeys sem gerir út sumarferðir á svæðinu ásamt fleiri fyrirtækjum. Hann lést í slysinu. Alls voru 23 ferðamenn í hópnum sem skipt var í tvo hluta. Einn leiðsögumaður var með hvorn hóp en samkvæmt heimildum fréttastofu voru báðir óreyndir. Leitað var að tveimur ferðamönnum til viðbótar undir ís fram á miðjan dag á mánudag þar til að í ljós kom að fyrirtækið hefði veitt lögreglu rangar upplýsingar um hversu margir hefðu verið í ferðinni. Þá var ljóst að enginn hefði verið ófundinn undir ísnum. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að rannsókn á slysinu miði ágætlega en taki sinn tíma. Rætt hafi verið við alla ferðamennina sem voru í hópunum tveimur og leiðsögumennina. Aðspurður um reynsluleysi leiðsögumannanna segir hann ekki tímabært að gefa neitt uppi um slíkt. Það sé hluti af rannsókninni. Lögregla haldi áfram að viða að sér gögnum og upplýsingum. Vegurinn að Breiðamerkurjökli þar sem slysið varð er enn opinn. Sveinn Kristján segir lögreglu ekki hafa til skoðunar að loka honum. „Þá værum við að fara að loka öllum jöklum landsins,“ segir Sveinn Kristján. Þónokkur fyrirtæki selja íshellaferðir í Kötlujökul á Suðurlandi sem dæmi. Aðspurður segir Sveinn Kristján lögreglu ekki hafa sérstaka skoðun á því nema að öryggis sé gætt, reynslumikið fólk meti svæðið og allir séu skráðir í ferðina.
Slys á Breiðamerkurjökli Lögreglumál Sveitarfélagið Hornafjörður Tengdar fréttir Veita fjölskyldunni alla viðeigandi aðstoð Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi veitir fjölskyldu karlmannsins sem lést í slysi á Breiðamerkurjökli á sunnudaginn alla viðeigandi ræðisaðstoð. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá sendiráðinu. 28. ágúst 2024 13:43 Greinir á hvort námið hafi verið lagt niður degi eftir banaslys Kennari í jökla- og fjallaleiðsögn segir að menntamálaráðuneytið hafi tilkynnt Framhaldsskólanum í Austur Skaftafellssýslu (FAS) degi eftir banaslys í íshelli að nám í greininni verði lagt niður um áramótin. Hún segir að menntaðir og reyndir jöklaleiðsögumenn hefðu aldrei farið inn í íshellinn á sunnudaginn. Ráðuneytið hafnar því að hafa lagt til að námið yrði lagt niður. 28. ágúst 2024 11:56 „Við þurfum bara að læra að segja nei“ Leiðsögumaður, ferðaþjónustufyrirtæki, ferðasölufyrirtæki og þjóðgarðurinn Vatnajökull brugðust í aðdraganda slyssins á Breiðamerkurjökli þar sem tveir bandarískir ferðamenn lentu undir ís í fyrradag. Þetta er mat Stephan Mantler jöklaleiðsögumanns sem hefur áratuga reynslu af jökla- og fjallamennsku á Íslandi. 27. ágúst 2024 22:36 Mest lesið „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Veita fjölskyldunni alla viðeigandi aðstoð Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi veitir fjölskyldu karlmannsins sem lést í slysi á Breiðamerkurjökli á sunnudaginn alla viðeigandi ræðisaðstoð. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá sendiráðinu. 28. ágúst 2024 13:43
Greinir á hvort námið hafi verið lagt niður degi eftir banaslys Kennari í jökla- og fjallaleiðsögn segir að menntamálaráðuneytið hafi tilkynnt Framhaldsskólanum í Austur Skaftafellssýslu (FAS) degi eftir banaslys í íshelli að nám í greininni verði lagt niður um áramótin. Hún segir að menntaðir og reyndir jöklaleiðsögumenn hefðu aldrei farið inn í íshellinn á sunnudaginn. Ráðuneytið hafnar því að hafa lagt til að námið yrði lagt niður. 28. ágúst 2024 11:56
„Við þurfum bara að læra að segja nei“ Leiðsögumaður, ferðaþjónustufyrirtæki, ferðasölufyrirtæki og þjóðgarðurinn Vatnajökull brugðust í aðdraganda slyssins á Breiðamerkurjökli þar sem tveir bandarískir ferðamenn lentu undir ís í fyrradag. Þetta er mat Stephan Mantler jöklaleiðsögumanns sem hefur áratuga reynslu af jökla- og fjallamennsku á Íslandi. 27. ágúst 2024 22:36
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent