Þarf að greiða alla leiguna í glæsihýsi Magnúsar Ólafs Rúmlega fimmtug kona hefur verið dæmd til að greiða þrotabúi Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon, rúmlega þrjár milljónir króna í vangoldna leigu á einbýlishúsi og húsgögnum. 23.1.2024 18:59
Keyptu Sjáland á 700 milljónir króna Félagið í Toppformi ehf. sem heldur utan um fasteignir World Class á Íslandi hefur keypt bygginguna Sjáland í samnefndu hverfi í Garðabæ fyrir 710 milljónir króna. 23.1.2024 17:58
Lykildagsetningar þegar líður að kjöri nýs forseta Frambjóðendur til forseta Íslands mega þann 1. mars byrja að safna meðmælum rafrænt fyrir framboð sitt. Þeir hafa átta vikur eða til 26. apríl til að skila meðmælum og tilkynna um framboð. Þá verða fimm vikur til kjördags. 23.1.2024 14:56
Keyptu sögufrægt hús á 800 milljónir Félagið Laug ehf. í eigu Kristjáns Magnasonar og Jóhanns Guðlaugs Jóhannssonar hefur keypt Háteigsveg 1 sem um árabil hýsti Apótek Austurbæjar. Hótelrekstur hefur verið í húsinu undanfarin ár og verður áfram undir heitinu 105-Townhouse Hotel. 23.1.2024 14:23
HR fær 200 milljónir í rannsóknarhús Háskólanum í Reykjavík hefur verið úthlutað 200 milljónum króna í stuðning til fjármögnunar undirbúnings að uppbyggingu á allt að 6000 fermetra rannsókna- og nýsköpunarhúsi við skólann. Þetta kemur fram í tilkynningu frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu. 23.1.2024 13:38
Guðbjörg kaupir þrjú fyrirtæki Guðbjörg Magnea Matthíasdóttir útgerðarkona í Eyjum hefur keypt fyrirtækin Expert, Expert kæling og GS Import í gegnum félag sitt Fastus ehf sem sérhæfir sig í heildsöluverslun. Hið sameinaða fyrirtæki ber heitið Fastus ehf., en starfsemi þess skiptist nú í tvö meginsvið; Fastus heilsu og Expert. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fastus. 23.1.2024 10:26
Máttu ekki segja konu upp vegna grófra hótana barnsföður Fyrirtæki í Reykjavík hefur verið dæmt til að greiða fyrrverandi starfsmanni laun á uppsagnafresti og miskabætur vegna ólögmætrar riftunar á ráðningarsamningi. Konan hafi ekki getað borið ábyrgð á grófum hótunum barnsföður síns í garð samstarfsmanns hennar. Landsréttur kollvarpaði fyrri niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu. 19.1.2024 18:41
Viðræður hafnar um samruna Samkaupa við Heimkaup og Orkuna Fjárfestingafélagið Skel og Samkaup hafa undirritað yfirlýsingu um að hefja könnunarviðræður vegna mögulegs samruna Samkaupa við Orkuna og Heimkaup. Þetta kemur fram í tilkynningu Skeljar til Kauphallar. 19.1.2024 17:39
Skattur af rúmum milljarði króna heyrir sögunni til Elkem Ísland ehf. þarf ekki að greiða íslenska ríkinu skatt af rúmlega milljarði króna. Landsréttur staðfesti í dag niðurfellingu héraðsdóms á úrskurði ríkisskattstjóra. Með úrskurðinum var fjárhæð frádráttarbærra gjaldfærðra vaxta í skattskilum Elkem lækkuð um ríflega átta hundruð milljónir og 25 prósent álagi bætt við. 19.1.2024 16:26
Enn fleiri sektaðir vegna fullyrðinga um CBD Neytendastofa hefur sektað Fitness Sport ehf og Ozon ehf fyrir fullyrðingar um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og fyrirtækin selja á heimasíðu sinni og auglýsa á samfélagsmiðlum. Fjöldi fyrirtækja hefur verið sektaður fyrir það sama undanfarið ár. 19.1.2024 15:19
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur