Útstunginn og blóðugur jógabolti lykilsönnunargagn Allt bendir til þess að Tómas Waagfjörð hafi reynt að verjast hnífaárás Steinþórs Einarssonar með jógabolta í íbúð á Ólafsfirði í október 2022. Steinþór hlaut átta ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. Hann kannaðist ekkert við að jógabolti hefði komið við sögu í átökunum en boltinn var útstunginn og blóðugur. 10.1.2024 17:15
Lét aflífa hvolpinn og fær engar skaðabætur Hundaræktendur þurfa ekki að endurgreiða konu sem aflífaði veikan hvolp sem hún hafði keypt af þeim. Þar vó þungt að hún ákvað að láta aflífa hvolpinn áður en ítarleg skoðun gat farið fram á honum. 10.1.2024 16:00
Tónninn gjörbreyttist þegar „eiginkonan“ hafði samband Smiður sem tók að sér að smíða fallegan skáp fyrir um hálfa milljón króna tilkynnti kaupanda að vegna heilsufarsbrests gæti hann ekki lokið við verkið eins og samið var um. Þegar kaupandi hafði samband í nafni eiginkonu sinnar og ætlaði að kaupa annað verk tók smiðurinn vel í það erindi. 10.1.2024 10:31
Útrás í Reykjavík eftir sautján ára rekstur á Akureyri Indverski veitingastaðurinn Indian curry house sem rekinn hefur verið í göngugötunni á Akureyri við góðan orðstí um árabil hefur opnað útibú í höfuðborginni. 10.1.2024 08:31
Forsetinn sendir skeyti en mæting afþökkuð Ekki er gert ráð fyrir aðkomu fulltrúa erlendra ríkja til Danmerkur á sunnudag þegar Margrét Þórhildur Danadrottning lætur krúnuna í hendur Friðriks sonar síns. Forseti Íslands mun þó senda heillaskeyti til Danaveldis. 9.1.2024 16:59
Urriðakotshraun friðlýst Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun á morgun friðlýsa Urriðakotshraun sem fólkvang. Urriðakotshraun er hluti af Búrfellshrauni sem rann fyrir um 8100 árum. 9.1.2024 13:57
Unity segir upp 1800 manns Hugbúnaðarfyrirtækið Unity Software hefur sagt upp 1800 starfsmönnum eða sem nemur um fjórðungi starfsfólks. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins til verðbréfaeftirlits Bandaríkjanna. 9.1.2024 10:33
Minnast Ibrahims á Shalimar Ibrahim Shah Uz-Zaman, drengurinn sem lést í hræðilegu slysi á Ásvöllum þann 30. október síðastliðinn, hefði orðið níu ára í dag. Af því tilefni verða uppáhaldsréttir hans á Shalimar í Austurstræti á afmælistilboði. 9.1.2024 07:00
Dreymdi um líf á Íslandi en þoldi aðeins ársdvöl Annabel Fenwick Elliott átti sér draum eftir þriggja daga heimsókn til Íslands að búa hér á landi. Draumurinn rættist en lífið á Íslandi var ekki jafnánægjulegt og hún hafði séð fyrir sér. Glöggt er gests augað segir máltækið og spurning hvort Annabel hafi eitthvað til síns máls varðandi gagnrýni sína á landið. 8.1.2024 17:37
Yrði skandall og um leið vanvirðing við söguna Fjóla Þorsteinsdóttir sem boðið hefur upp á vel sótta vatnsleikfimitíma fyrir konur undanfarin tólf ár í sundlauginni á Fáskrúðsfirði er meðal íbúa bæjarins sem hafa miklar áhyggjur af því að sundlauginni verði lokað. Starfshópur á vegum Fjarðabyggðar hefur framtíðarskipulag íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu til skoðunar. 8.1.2024 16:00