Allt klárt fyrir tilraun við heimsmet í Hlíðarfjalli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. apríl 2024 08:51 Hér má sjá rauðu línuna við 253,3 metra markið en bláa línan við 300 metra markið. Heimssögulegur viðburður er í uppsiglingu í rjómablíðu í Hlíðarfjalli á Akureyri nú í morgunsárið. Þar ætlar japanskur skíðastökkvari að slá heimsmetið í skíðastökki. Fylgst er með gangi mála í vaktinni. Viðburðurinn er á vegum drykkjarfyrirtækisins Red Bull sem er þekkt fyrir orkudrykki sína hvort sem er fyrir fólk í önn. Slagorð drykkjarins er „veitir vængi“ í þeim skilningi að maður eigi að geta tekist á flug. Ekki er óvarlegt að ætla að Red Bull ætli að nýta sér stökkið í markaðssetningu enda má vel ímynda sér að skíðastökkvarar séu með vængi þegar þeir svífa í loftinu. Heimsmetið í skíðastökki er 253,3 metrar en samkvæmt upplýsingum fréttastofu stefnir sá japanski á að stökkva yfir 300 metra. Löng stökkbraut hefur verið útbúin í Hlíðarfjalli þar sem töluverða leynd hvílir yfir öllu saman. Ekki er ætlast til þess að neinn annar en fólk á vegum Red Bull nái myndum af stökkinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru fluttir inn tveir risastórir snjótroðaðar fyrir verkefnið og hefur starfsfólk á skrifstofu verkfræðistofunnar COWI á Akureyri séð um smíði pallsins í vetur auk þess að sinna fleiri verkefnum. Þá hefur verið mikil vinna við að framleiða merkingar fyrir Red Bull. Eftir því sem fréttastofa kemst næst heitir skíðastökkvarinn Kobayashi Ryoyu. Hann birti á Instagram-síðu sinni fyrir tveimur klukkustundum lagið „Ready to fight“. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er vegurinn lokaður upp í Hlíðarfjall. Red Bull gerði samning við Akureyrarbæ varðandi upptökurnar og verður lokað upp í fjall þar til öllu er lokið. Miklu er til tjaldað. Fjölmargir eru hluti af tökuliði Red Bull enda á að ná alls konar vinklum af stökkinu. Heimamenn vonast til þess að stökkið geti orðið góð kynning fyrir Hlíðarfjall, Akureyri og Ísland. Austurríski skíðastökkvarinn Stefan Kraft er heimsmethafi í skíðastökki. Hann náði stökki upp á 253,5 metra árið 2017 í Vikersundbakken í Vikersund í Noregi. Fréttin verður uppfærð þegar í ljós kemur hvort japanska stökkvaranum tekst ætlunarverk sitt. Við þetta má bæta að Andrésar Andarleikarnir verða settir í íþróttahöllinni á Akureyri á morgun og standa yfir til laugardags. Leikarnir hafa verið svo til árlegur viðburður í Hlíðarfjalli frá árinu 1976. Þetta er fjölmennasta skíðamót landsins með hátt í þúsund keppendur á aldrinum fjögurra til fimmtán ára. Keppt er í alpagreinum, skíðagöngu og á snjóbrettum og eiga fjölmargir skíðamenn ljúfar minningar frá leikum liðinna ára. Fylgst er með gangi mála í vaktinni að neðan. Endurhlaðið síðunni ef hún birtist ekki strax.
Viðburðurinn er á vegum drykkjarfyrirtækisins Red Bull sem er þekkt fyrir orkudrykki sína hvort sem er fyrir fólk í önn. Slagorð drykkjarins er „veitir vængi“ í þeim skilningi að maður eigi að geta tekist á flug. Ekki er óvarlegt að ætla að Red Bull ætli að nýta sér stökkið í markaðssetningu enda má vel ímynda sér að skíðastökkvarar séu með vængi þegar þeir svífa í loftinu. Heimsmetið í skíðastökki er 253,3 metrar en samkvæmt upplýsingum fréttastofu stefnir sá japanski á að stökkva yfir 300 metra. Löng stökkbraut hefur verið útbúin í Hlíðarfjalli þar sem töluverða leynd hvílir yfir öllu saman. Ekki er ætlast til þess að neinn annar en fólk á vegum Red Bull nái myndum af stökkinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru fluttir inn tveir risastórir snjótroðaðar fyrir verkefnið og hefur starfsfólk á skrifstofu verkfræðistofunnar COWI á Akureyri séð um smíði pallsins í vetur auk þess að sinna fleiri verkefnum. Þá hefur verið mikil vinna við að framleiða merkingar fyrir Red Bull. Eftir því sem fréttastofa kemst næst heitir skíðastökkvarinn Kobayashi Ryoyu. Hann birti á Instagram-síðu sinni fyrir tveimur klukkustundum lagið „Ready to fight“. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er vegurinn lokaður upp í Hlíðarfjall. Red Bull gerði samning við Akureyrarbæ varðandi upptökurnar og verður lokað upp í fjall þar til öllu er lokið. Miklu er til tjaldað. Fjölmargir eru hluti af tökuliði Red Bull enda á að ná alls konar vinklum af stökkinu. Heimamenn vonast til þess að stökkið geti orðið góð kynning fyrir Hlíðarfjall, Akureyri og Ísland. Austurríski skíðastökkvarinn Stefan Kraft er heimsmethafi í skíðastökki. Hann náði stökki upp á 253,5 metra árið 2017 í Vikersundbakken í Vikersund í Noregi. Fréttin verður uppfærð þegar í ljós kemur hvort japanska stökkvaranum tekst ætlunarverk sitt. Við þetta má bæta að Andrésar Andarleikarnir verða settir í íþróttahöllinni á Akureyri á morgun og standa yfir til laugardags. Leikarnir hafa verið svo til árlegur viðburður í Hlíðarfjalli frá árinu 1976. Þetta er fjölmennasta skíðamót landsins með hátt í þúsund keppendur á aldrinum fjögurra til fimmtán ára. Keppt er í alpagreinum, skíðagöngu og á snjóbrettum og eiga fjölmargir skíðamenn ljúfar minningar frá leikum liðinna ára. Fylgst er með gangi mála í vaktinni að neðan. Endurhlaðið síðunni ef hún birtist ekki strax.
Skíðaíþróttir Akureyri Skíðasvæði Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira