Loka Fabrikkunni í Kringlunni Íslenska hamborgafabrikkan hefur lokað útibúi sínu í Kringlunni í Reykjavík. Útibúið við Höfðatorg stendur nú eitt eftir en veitingastaðnum á Akureyri var lokað í desember. 3.1.2024 13:39
Lagt upp með fjögurra ára samning Breiðfylking stéttarfélaga og Samtök atvinnulífsins hafa til skoðunar fjögurra ára kjarasamning. Launatölur hafa verið lagðar á borðið en formaður VR segir launaliðinn algjört aukaatriði þegar kemur að mögulegum ávinningi verkafólks. Stjórnvöld þurfi að stíga skrefið inn í viðræðurnar. 3.1.2024 12:40
Skel gerði tilboð sem KEA gat ekki hafnað KEA hefur selt fjárfestingafélaginu Skel allt hlutafé sitt í Eignarhaldsfélaginu Bjarma ehf. sem haldið hefur utan um fimm prósenta eignarhlut KEA í matvörukeðjunni Samkaup hf. 3.1.2024 11:45
Má kíkja í heimsókn og skoða gögnin en fær þau ekki afhent Sakborningur í Samherjamálinu fær ekki afrit af umfangsmiklum gögnum sem bárust héraðssaksóknara frá yfirvöldum í Namibíu í sumar. Verjanda sakborningsins er þó frjálst að kíkja í heimsókn á skrifstofu héraðssaksóknara og skoða gögnin. 3.1.2024 11:00
Plötuðu gesti Vikunnar upp úr skónum Síðasti Vikuþáttur ársins hjá Gísla Marteini á RÚV fór fram laugardagskvöldið 30. desember þar sem árið var gert upp. Skína með Patrik Atlasyni, Prettyboitjokko, var valið lag ársins og Patrik boðið í þáttinn til að flytja lagið. 3.1.2024 09:41
Versta sjónvarpsefni ársins hjá sumum en fullt hús hjá öðrum Það þarf vart að koma á óvart að skiptar skoðanir eru á Áramótaskaupinu þetta árið eins og hin fyrri. Besta Skaup nokkru sinni eða algjörlega ömurlegt? Það fer eftir því hvern þú spyrð. 1.1.2024 01:42
Fengu leyfi frá fjölskyldu Hemma Gunn Skemmtikraftarnir Auðunn Blöndal og Steindi Jr. spurðu fjölskyldu Hermanns heitins Gunnarssonar, Hemma Gunn, leyfis áður en þeir nýttu gervigreind til þess að hafa Hemma með í Áramótaskaupinu í ár. 1.1.2024 01:13
Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Vísir sendir lesendum sínum nær og fjær – til sjávar og sveita – bestu óskir um farsælt nýtt ár. Megi árið 2024 færa okkur öllum frið og hamingju í hjarta. 31.12.2023 23:00
Herbert skuldlaus og fullur af þakklæti Herbert Guðmundsson tónlistarmaður fagnar því á síðasta degi ársins að verða orðinn skuldlaus. Herbert er nýorðinn sjötugur og því sannkallað tímamót ár hjá söngvaranum. 31.12.2023 17:55
Segir skipstjórana tvo hafa vanrækt skyldur sínar Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar segir tvo skipstjórnarmenn á Huginn VE hafa vanrækt skyldur sínar í tengslum við það þegar akkeri féll frá borði og setti neysluvatnskerfi Vestmannaeyinga í uppnám. 28.12.2023 15:32