Ráðherrarnir mættir í kveðjuskál til Katrínar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2024 18:28 Katrín Jakobsdóttir hefur ákveðið að viðeigandi væri að kveðja ráðherrana sína með heimboði í kvöld. vísir/Hulda margrét Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er mætt á heimili hennar í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem einhvers konar kveðjustund fer fram. Katrín hefur leitt ríkisstjórnina í sjö ár en með framboði sínu til forseta Íslands lýkur senn löngum kafla hennar í stjórnmálum. Samkvæmt heimildum fréttastofu mættu ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar hver á fætur öðrum á Dunhagann í vesturbæ Reykjavíkur þar sem Katrín býr í fjölbýlishúsi. Bjarni Benediktsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Willum Þór Þórsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Svandís Svavarsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttur sáust öll koma í vesturbæinn. Katrín upplýsti um framboð sitt til forseta Íslands á samfélagsmiðlum í dag. Katrín mun á sunnudag ganga á fund Guðna Th. Jóhannessonar forseta lýðveldisins og biðjast lausnar úr embætti forsætisráðherra. „Ég mun á mánudaginn senda forseta þingsins bréf og segja af mér þingmennsku og í dag mun ég hitta stjórn Vinstri grænna og segja af mér formennsku í flokknum,“ sagði Katrín eftir hádegið. Ráðherrabílar bíða meistara sinna í vesturbænum nú síðdegis.Vísir Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður VG segir við fréttastofu að verkefnið fram undan sé að ræða við hina stjórnarflokkana um samstarfið fram undan. Fullur vilji sé hjá VG og nú liggi fyrir ákvörðun um að hittast og funda. Hann segir þá Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknar þegar hafa sest niður óformlega og ákveðið að funda frekar um málið. Þau Svandís Svavarsdóttir hafi saman umboð frá VG til að ræða við hina flokkana. Sigurður Ingi hefur sagst ekki útiloka kosningar nú þegar forsætisráðherra hverfi á braut. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Tímamót Tengdar fréttir Útilokar ekki kosningar eftir brotthvarf forsætisráðherra Formaður Framsóknarflokksins útilokar ekki að til kosninga komi eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti um að hún ætlaði að biðjast lausnar sem forsætisráðherra til að fara í forsetaframboð í dag. Eðlilegast sé þó að núverandi stjórnarflokkar ræði fyrst saman. 5. apríl 2024 18:04 Grasrót VG líklega grátandi en í stuði á sama tíma Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að söðla um og stefna á framboð til forseta Íslands hefur vakið mikla athygli. Ákvörðunin hefur kallað á sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum. 5. apríl 2024 14:56 Katrín gefur kost á sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur tilkynnt að hún gefi kost á sér til embættis forseta Íslands. 5. apríl 2024 13:06 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu mættu ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar hver á fætur öðrum á Dunhagann í vesturbæ Reykjavíkur þar sem Katrín býr í fjölbýlishúsi. Bjarni Benediktsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Willum Þór Þórsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Svandís Svavarsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttur sáust öll koma í vesturbæinn. Katrín upplýsti um framboð sitt til forseta Íslands á samfélagsmiðlum í dag. Katrín mun á sunnudag ganga á fund Guðna Th. Jóhannessonar forseta lýðveldisins og biðjast lausnar úr embætti forsætisráðherra. „Ég mun á mánudaginn senda forseta þingsins bréf og segja af mér þingmennsku og í dag mun ég hitta stjórn Vinstri grænna og segja af mér formennsku í flokknum,“ sagði Katrín eftir hádegið. Ráðherrabílar bíða meistara sinna í vesturbænum nú síðdegis.Vísir Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður VG segir við fréttastofu að verkefnið fram undan sé að ræða við hina stjórnarflokkana um samstarfið fram undan. Fullur vilji sé hjá VG og nú liggi fyrir ákvörðun um að hittast og funda. Hann segir þá Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknar þegar hafa sest niður óformlega og ákveðið að funda frekar um málið. Þau Svandís Svavarsdóttir hafi saman umboð frá VG til að ræða við hina flokkana. Sigurður Ingi hefur sagst ekki útiloka kosningar nú þegar forsætisráðherra hverfi á braut.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Tímamót Tengdar fréttir Útilokar ekki kosningar eftir brotthvarf forsætisráðherra Formaður Framsóknarflokksins útilokar ekki að til kosninga komi eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti um að hún ætlaði að biðjast lausnar sem forsætisráðherra til að fara í forsetaframboð í dag. Eðlilegast sé þó að núverandi stjórnarflokkar ræði fyrst saman. 5. apríl 2024 18:04 Grasrót VG líklega grátandi en í stuði á sama tíma Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að söðla um og stefna á framboð til forseta Íslands hefur vakið mikla athygli. Ákvörðunin hefur kallað á sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum. 5. apríl 2024 14:56 Katrín gefur kost á sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur tilkynnt að hún gefi kost á sér til embættis forseta Íslands. 5. apríl 2024 13:06 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Útilokar ekki kosningar eftir brotthvarf forsætisráðherra Formaður Framsóknarflokksins útilokar ekki að til kosninga komi eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti um að hún ætlaði að biðjast lausnar sem forsætisráðherra til að fara í forsetaframboð í dag. Eðlilegast sé þó að núverandi stjórnarflokkar ræði fyrst saman. 5. apríl 2024 18:04
Grasrót VG líklega grátandi en í stuði á sama tíma Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að söðla um og stefna á framboð til forseta Íslands hefur vakið mikla athygli. Ákvörðunin hefur kallað á sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum. 5. apríl 2024 14:56
Katrín gefur kost á sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur tilkynnt að hún gefi kost á sér til embættis forseta Íslands. 5. apríl 2024 13:06