Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Líta málið alvarlegum augum og boða tilkynningu

Nokkur hætta var á ferðum þegar flutningabílstjóri Samskipa með tengivagn reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness síðdegis í gær. Forstöðumaður innanlandsflutninga Samskipa segir atvikið engan veginn í samræmi við öryggiskröfur fyrirtækisins og að rætt verði við bílstjórann í dag til að ljúka málinu.

Stal bíl og ók undir á­hrifum með lögguna á hælunum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu naut liðsinnis sérsveitarinnar í umfangsmiklum aðgerðum í Reykjavík, Garðabæ og Hafnarfirði þar sem ökumanni Land Cruiser jeppa var veitt eftirför. Um stolinn bíl var að ræða en engan sakaði þrátt fyrir að lögreglubíll hafi hafnað utan vegar við eftirförina.

Ummæli um vælandi kerlingar og byrlanir bættu gráu ofan á svart

Áminning sem var veitt lögreglukonu sem gerði lítið úr þolendum kynferðisbrota og meðlimum Öfga á Facebook var í samræmi við lög. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem taldi lögreglukonuna ekki eiga rétt á miskabótum vegna áminningarinnar og breytingar á starfi hennar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ummæli lögreglukonunnar um vælandi kerlingar og byrlanir höfðu áhrif á niðurstöðu dómsins.

Sigur­bogi þegar heims­meistarar í dansi komu til landsins

Um helgina lauk formlega keppni um sjö þúsund dansara frá öllum heimshornum í Braga í Portúgal. Alls kepptu 250 ungir dansarar frá Íslandi frá ellefu dansskólum og þeim til stuðnings voru foreldrar, systkini, ömmur, afa, vinir og vandamenn.

Lindar­hvols­skýrslan komin á borð héraðs­sak­sóknara

Ríkissaksóknari hefur sent bréf Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda, ásamt fylgigögnum á borð við skýrslu hans frá 2018, til embættis héraðssaksóknara til viðeigandi meðferðar. Þetta kemur fram í skriflegu svari Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu.

Settur forstjóri glímir við þrjú um stöðuna

Fjórar umsóknir bárust um embætti forstjóra Skipulagsstofnunar. Þriggja manna hæfisnefnd mun meta umsækjendur í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Full­yrðing um nauðgun innan marka tjáningar­frelsisins

Kona nokkur hefur verið sýknuð af kröfu fyrrverandi kærasta um miskabætur og fangelsisrefsingu vegna ummæla sem hún lét falla á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram árið 2022. Þar sakaði hún ónafngreindan karlmann um nauðgun en fyrrverandi kærastinn taldi augljóst að um sig væri að ræða.

Stærsti skjálftinn til þessa

Öflugur jarðskjálfti reið yfir um klukkan 22:23 í kvöld skammt frá Keili og fannst víða um land. Skjálftinn virkaði ansi stór og varði nokkuð lengi. Yfirfarin stærð hans er 5,2 og er hann sá stærsti sem mælst hefur í skjálftahrinunni á Reykjanesi sem hófst 4. júlí. 

Sjá meira