Johnny Rotten berst um þátttökuseðilinn í Eurovision Svo gæti farið að Johnny Rotten, söngvari bresku pönksveitarinnar Sex Pistols á árum áður, verði á stóra sviðinu í Liverpool í maí þegar Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram. 9.1.2023 15:08
Sökuð um að hafa sent nektarmyndir af eiginmanninum áfram Kona nokkur hefur verið ákærð fyrir að særa blygðunarsemi eiginmanns síns þáverandi og annarrar konu með myndasendingum til fleiri aðila. 9.1.2023 14:31
Auður Hrefna fylgist með ábyrgum viðskiptaháttum á Íslandi Samtök Sameinuðu þjóðanna um ábyrga viðskiptahætti, UN Global Compact, hafa ráðið Auði Hrefnu Guðmundsdóttur sem svæðisstjóra fyrir Ísland. Auður Hrefna starfaði áður hjá Landsbankanum á sviði fræðslu og þjálfunar og þar áður hjá Háskólanum í Reykjavík og Opna háskólanum. Auður Hrefna er með ML gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og B.Ed. gráðu frá Háskóla Íslands. 9.1.2023 12:15
Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ á nýársnótt Fertugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps á nýársnótt í Reykjanesbæ fyrir þremur árum. Þrír til viðbótar, þeirra á meðal brotaþoli í tilrauninni, eru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. 9.1.2023 11:52
Ákærður fyrir leynilega upptöku í þríleik Karlmaður hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir að hafa í júní 2021 í Reykjavík tekið upp myndskeið á síma sinn af konu hafa samræði við sig og veita þriðja manni munnmök. 9.1.2023 10:47
Tveir hækkaðir í tign og fjölgun á samskiptasviði Norðuráls Norðurál hefur ráðið þrjá nýja stjórnendur. Tveir þeirra hafa starfað hjá fyrirtækinu við önnur störf en sá þriðji hefur reynslu úr fjölmiðlum og viðburðastjórnun. 9.1.2023 10:27
Bylting fyrir blinda strætónotendur hér á landi Svokölluðum NaviLens kóðum verður komið fyrir á öllum biðstöðvum og vögnum Strætó á landinu. Um er að ræða byltingu á aðgengi fyrir blinda og sjónskerta. 6.1.2023 16:18
Verkfræðingar, byggingafræðingar og tölvunarfræðingar samþykktu samning Kjarasamningur Verkfræðingafélags Íslands við Félag ráðgjafarverkfræðinga hefur verið samþykktur. Nýi samningurinn nær einnig til félagsmanna í Stéttarfélagi byggingafræðinga og Stéttarfélagi tölvunarfræðinga. 6.1.2023 15:00
Alberti Klahn dæmdar 26 milljónir í bætur Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða Alberti Klahn Skaftasyni, sakborningi í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, 26 milljónir króna í miskabætur. 6.1.2023 14:13
Ekki alveg komin þangað að þeir ríku fái þjónustu en þeir fátækari ekki Heilbrigðisráðherra hefur áhyggjur af mönnun á Landspítalanum og þá sérstaklega á bráðamóttökunni. Þrátt fyrir það segir hann Landspítalann nægjanlega fjármagnaðan. Færri standi vaktina en fái álagsgreiðslur fyrir aukavaktir. Leysa þurfi vandann í sameiningu. Samfélagið sé ekki alveg komið á þann stað að hinir ríku hafi aðgang að læknisþjónustu en þeir fátækari ekki. 6.1.2023 12:47