Sekt Fossa stendur vegna bónusa í búningi arðgreiðslna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. febrúar 2023 14:07 Haraldur Þórðarson, forstjóri Fossa markaða. Fjármálafyrirtækið Fossar markaðir braut lög þegar fyrirtækið greiddi út of háa kaupauka til starfsmanna sinna og kallaði þá ranglega arðgreiðslur. Þetta er niðurstaða Fjármálaeftirlitsins, héraðsdóms og nú Landsréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Málið má rekja til greiðslna Fossa til svokallaðra B-hluthafa í félaginu. Greiðslurnar námu allt frárúmlega fimmtíu prósentum af heildarlaunum starfsmanna upp í yfir tvö hundruð prósent. Samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki mega kaupaukar ekki nema hærri fjárhæð en 25 prósent af árslaunum. Fjármálaeftirlitið, sem í dag hefur verið sameinað Seðlabanka Íslands, sektaði Fossa um 10,5 milljónir króna vegna brota á lögum. Fossar höfðuðu mál gegn Seðlabanka Íslands þar sem fyrirtækið vildi ekki greiða sektina. Eftirlitið taldi að í arðgreiðslum til starfsmannanna hafi falist endurgjald fyrir starf í þágu Fossa og þær teldust þar með til kaupauka. „Engu skipti í þessu sambandi þótt téður kaupauki hafi verið klæddur í búning arðgreiðslna af hlutum í B-flokki,“ sagði í niðurstöðu fjármálaeftirlitsins. Héraðsdómur Reykjavíkur var sama sinnis þegar dómur var kveðinn upp í málinu í október 2021. Í dómi héraðsdóms kom fram að á tímabilinu 2016 til 2019 hefðu arðgreiðslur þessara starfsmanna numið um 345 milljónum króna. Á sama tíma voru launagreiðslur til sömu einstaklinga rúmar 300 milljónir króna. Fossar héldu því áfram fram að greiðslurnar hefðu verið arðgreiðslur og áfrýjuðu málinu til Landsréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Fyrr í vikunni var tilkynnt um að VÍS og hluthafar Fossa fjárfestingarbanka hefðu ákveðið að hefja viðræður um kaup VÍS á öllu hlutafé í Fossum á grundvelli viljayfirlýsingar um sameiningu félaganna. Gert ráð fyrir að hluthafar Fossa fái 260 milljón nýja hluti í VÍS fyrir hlutabréf sín, sem nemur 13,3 prósentum af hlutafé tryggingafélagsins. Fjármálamarkaðir Seðlabankinn Dómsmál Tengdar fréttir Forstjóri SKEL ekki á þeirri skoðun að verðmiði Fossa sé of hár Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri SKEL fjárfestingafélags, sem er næststærsti hluthafi VÍS, segist ekki vera á þeirri skoðun að fjárfestingabankinn Fossar sé verðmetinn of hátt í fyrirhuguðum samruna við tryggingafélagið. 17. febrúar 2023 14:03 Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Málið má rekja til greiðslna Fossa til svokallaðra B-hluthafa í félaginu. Greiðslurnar námu allt frárúmlega fimmtíu prósentum af heildarlaunum starfsmanna upp í yfir tvö hundruð prósent. Samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki mega kaupaukar ekki nema hærri fjárhæð en 25 prósent af árslaunum. Fjármálaeftirlitið, sem í dag hefur verið sameinað Seðlabanka Íslands, sektaði Fossa um 10,5 milljónir króna vegna brota á lögum. Fossar höfðuðu mál gegn Seðlabanka Íslands þar sem fyrirtækið vildi ekki greiða sektina. Eftirlitið taldi að í arðgreiðslum til starfsmannanna hafi falist endurgjald fyrir starf í þágu Fossa og þær teldust þar með til kaupauka. „Engu skipti í þessu sambandi þótt téður kaupauki hafi verið klæddur í búning arðgreiðslna af hlutum í B-flokki,“ sagði í niðurstöðu fjármálaeftirlitsins. Héraðsdómur Reykjavíkur var sama sinnis þegar dómur var kveðinn upp í málinu í október 2021. Í dómi héraðsdóms kom fram að á tímabilinu 2016 til 2019 hefðu arðgreiðslur þessara starfsmanna numið um 345 milljónum króna. Á sama tíma voru launagreiðslur til sömu einstaklinga rúmar 300 milljónir króna. Fossar héldu því áfram fram að greiðslurnar hefðu verið arðgreiðslur og áfrýjuðu málinu til Landsréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Fyrr í vikunni var tilkynnt um að VÍS og hluthafar Fossa fjárfestingarbanka hefðu ákveðið að hefja viðræður um kaup VÍS á öllu hlutafé í Fossum á grundvelli viljayfirlýsingar um sameiningu félaganna. Gert ráð fyrir að hluthafar Fossa fái 260 milljón nýja hluti í VÍS fyrir hlutabréf sín, sem nemur 13,3 prósentum af hlutafé tryggingafélagsins.
Fjármálamarkaðir Seðlabankinn Dómsmál Tengdar fréttir Forstjóri SKEL ekki á þeirri skoðun að verðmiði Fossa sé of hár Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri SKEL fjárfestingafélags, sem er næststærsti hluthafi VÍS, segist ekki vera á þeirri skoðun að fjárfestingabankinn Fossar sé verðmetinn of hátt í fyrirhuguðum samruna við tryggingafélagið. 17. febrúar 2023 14:03 Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Forstjóri SKEL ekki á þeirri skoðun að verðmiði Fossa sé of hár Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri SKEL fjárfestingafélags, sem er næststærsti hluthafi VÍS, segist ekki vera á þeirri skoðun að fjárfestingabankinn Fossar sé verðmetinn of hátt í fyrirhuguðum samruna við tryggingafélagið. 17. febrúar 2023 14:03