Baráttan um miðana níu hundruð hefst klukkan tíu Telja má líklegt að einhverjir hristi hausinn um hádegisbil á morgun þegar þeir átta sig á því að miðasölu á Bræðsluna 2022 er lokið. 900 miðar eru í boði á hátíðina og í ljósi reynslunnar má reikna með að miðarnir rjúki út á augabragði. Þeir sem sofa á verðinum gætu því misst af miðum enda uppsöfnuð þrá landsmanna og ferðamanna eftir tónleikastemmningu eftir faraldurinn. 28.4.2022 15:38
Fossvogslaug verður staðsett á milli grunnskólanna tveggja Fyrirhuguð sundlaug í Reykjavík sem gengið hefur undir nafninu Fossvogslaug verður staðsett á svæðinu á milli Fossvogsskóla og Snælandsskóla í Fossvogsdal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 28.4.2022 14:44
Bein útsending: Framtíðin var í gær og tími aðgerða er núna Á Vorfundi Landsnets verður mikilvægi flutningskerfisins í orkuskiptum til umfjöllunar. Á fundinum verður leitað svara við því hvaða afleiðingar veikt flutningskerfi geti haft og kosti þess að styrkja kerfið. Hvaða áskoranir blasa við og hvernig tökumst við á við þær? 28.4.2022 08:39
Hitafundur félagsmanna Eflingar hafinn á Hlíðarenda Félagsfundur Eflingar þar sem umræðuefnið er skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins hefst klukkan 18 í Valsheimilinu. Boðað var til fundarins í kjölfar þess að tillaga nýkjörins formanns Eflingar þess efnis að segja upp öllu starfsfólki á skrifstofunni. 27.4.2022 18:00
Breytingar hjá VÍS: Breytingar hjá framkvæmdastjórum og níu sagt upp Vátryggingafélag Íslands hefur sagt upp níu starfsmönnum vegna skipulagsbreytinga. Þá hafa Guðný Helga Herbertsdóttir og Birkir Jóhannsson tekið við sem framkvæmdastjórar nýrra sviða fyrirtækisins. Hafdís Hansdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu, hefur við þetta tilefni ákveðið að láta af störfum. 27.4.2022 17:00
Konfektkassi, vínflöskur og einn flugeldur Starfsmönnum Bankasýslu ríkisins var boðið í hádegis- og kvöldverði með ráðgjöfum í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þá fengu þeir vínflöskur, flugeld og konfektkassa að gjöf frá aðilum sem tengdust útboðinu. Þetta kom fram í svari Jóns Gunnars Jónssonar, forstjóra Bankasýslunnar, á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis í morgun. 27.4.2022 15:42
Penninn lagði VÍS í brunadeilu fyrir Hæstarétti Hæstiréttur hefur staðfest sigur Pennans í deilu verslunarinnar við Vátryggingafélag Íslands varðandi kröfu Pennans til greiðslu bóta úr rekstrarstöðvunartryggingu vegna bruna í Skeifunni í júlí 2014. Verslun Griffils varð eldinum að bráð í brunanum. 27.4.2022 15:24
Minningarathöfn í Sambíu á morgun og útför auglýst síðar Andlát Sigurðar Guðmundssonar í Sambíu þann 19. apríl bar brátt að en Sigurður var aðeins 53 ára. Til stendur að flytja hann heim til Íslands og halda útför. Reiknað er með að fjölskylda og vinir Sigurðar í Sambíu komi hingað til lands við það tilefni. 27.4.2022 15:09
Fyrsta skóflustungan fyrir Gosa tekin í Bláfjöllum Fyrsta skóflustunga fyrir stólalyftuna Gosa á suðursvæðinu í Bláfjöllum var tekin í dag. Um er að ræða fyrsta áfanga í margra milljarða króna uppbyggingu á skíðasvæðinu. 27.4.2022 14:25
Bjarni situr fyrir svörum fjárlaganefndar á föstudag Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra verður gestur á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis á föstudaginn. Þar mun hann svara spurningum fjárlaganefndar um sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka. 27.4.2022 13:55