Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Tætti í sig golfvöll Álftnesinga á beltagröfu

Kylfingar á Álftanesi og nágrenni supu væntanlega margir hveljur í gær þegar þeir áttuðu sig á því að verktaki á beltagröfu væri búinn að tæta í sig golfvöllinn í plássinu. Formaður golfklúbbsins segir meðlimi þurfa að gera upp við sig hvort þeir greiði árgjaldið enda skemmdirnar á vellinum miklar.

Borgarstjóri lofar einni til tveimur Vínbúðum í miðbænum

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fullyrðir að áfram verði verslun á vegum ÁTVR í miðborg Reykjavíkur. Vínbúðinni í Austurstræti verði ekki lokað nema ein til tvær aðrar minni verslanir hafi verið opnaðar í miðbænum.

Tennisvöllur Kínverja í Garðastræti má muna sinn fífil fegurri

Það er óhætt að segja að umdeildur tennisvöllur við Garðastræti 41 sé kominn til ára sinna. Völlurinn var byggður af kínverska sendiráðinu á Íslandi í upphafi aldarinnar í óþökk nágranna. Lítil starfsemi er í húsinu og enginn sést með tennisspaða í hönd í mjög langan tíma. 

Telja skrif Páls hafa svert ímynd skóla sem standi fyrir fjölbreytileika

Um þrjátíu kennarar og starfsfólk við Fjölbrautarskólann í Garðabæ lýsa andstöðu við málflutning Páls Vilhjálmssonar, sögukennara við skólann, á bloggsíðu hans. Skólastjóri segir skrif hans valda skólanum tjóni og kennari segir skrifin hafa áhrif á andrúmsloftið á kennarastofunni.

Sigurður Ingi fór undan í flæmingi og fann ekki bílinn

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vildi ekkert ræða við fjölmiðla að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. Sigurður Ingi vísaði einfaldlega til yfirlýsingar sinnar á Facebook og sagðist vera búinn að segja það sem hann ætlaði að segja.

Sjá meira