Tvö og hálft ár fyrir stunguárásina við 203 Club Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2022 11:26 Skjáskot úr myndbandinu. Andlit fórnarlambsins og annarra á svæðinu hafa verið afmáð. Daniel Zambrana Aquilar, 23 ára karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir alvarlega stunguárás fyrir utan skemmtistaðinn 203 Club við Ingólfstorg í Reykjavík í mars síðastliðnum. Bæði lungu fórnarlambsins féllu saman við árásina en fórnarlambið fékk fleiri áverka. Daniel stakk hann að minnsta kosti sex sinnum með skrúfjárni. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Meðal sönnunargagna í málinu var myndband frá vettvangi sem birt var í fjölmiðlum, meðal annars á Vísi, í kjölfar árásarinnar. Samverkamaður Daniels, 25 ára karlmaður sem lét höggin dynja á fórnarlambinu, hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir aðkomu sína að málinu. Daniel var ákærður fyrir tilraun til manndráps. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði hann hins vegar af tilraun til manndráps þar sem ekki væri hægt að slá því föstu að Daniel hlyti að hafa verið ljóst að bani kynni að hljótast af atlögunni. Var hann sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás. Daniel var dæmdur til að greiða fórnarlambinu 1,5 milljón króna í miskabætur. Hinn sakborningurinn var dæmdur til að greiða 400 þúsund krónur í miskabætur. Í dómnum segir að sá sem hafi orðið fyrir árásinni hafi verið með samfellin lungu báðum megin. Það hafi verið mat sérfræðilæknis að áverkinn gæti hafa verið eftir skrúfjárn, en áhaldið sem notast var við fannst aldrei á vettvangi. Læknirinn sagði áverkann hafa verið lífshættulegan, en að batahorfur væru góðar. Um aðdraganda árásarinnar segir að ákærðu hafi áður orðið fyrir áreiti eða árás inni á skemmtistaðnum, þó að engu sé slegið föstu um slíkt. Það sé hins vegar mat dómsins að árásin hafi verið tilefnislaus og að árás, eða eftir atvikum áreiti, sem ákærðu hafi orðið fyrir inni á skemmtistaðnum réttlæti ekki líkamsárásina fyrir utan staðinn. Framburður Daniels var af dómara metinn mjög óljós, en vitnisburður þess sem fyrir árásinni varð trúverðugur. Einnig sakfelldur fyrir aðra árás Daniel var einnig sakfelldur fyrir að hafa veist að 24 ára karlmanni fyrir utan skemmtistaðinn Prikið í Bankastræti í júlí árið 2021 og gefið honum olnbogaskot í andlitið. Fórnarlambið í því máli hlaut tannbrot á tveimur framtönnum auk yfirborðsáverka á höfði og á hægri hendi. Var Daniel dæmdur til að greiða honum hálfa milljón króna í miskabætur. Dómsmál Næturlíf Reykjavík Líkamsárás við 203 Club Tengdar fréttir Sonur Öldu stunginn sex sinnum í bakið: „Þakklát að hann sé á lífi“ Íslenskur karlmaður liggur á sjúkrahúsi eftir að hann lenti í alvarlegri stunguárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Móðir hans, Alda Lárusdóttir, segir mildi að ekki hafi farið verr. 6. mars 2022 11:56 Myndband sýnir árásina í miðbænum um helgina Tvítugur íslenskur karlmaður varð fyrir alvarlegri stunguárás við Ingólfstorg í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Myndband af árásinni er komið í dreifingu á samfélagsmiðlum og má sjá í spilaranum að ofan. Andlit hlutaðeigandi hafa verið afmáð. 7. mars 2022 10:25 Handtekinn og í fjögurra vikna varðhald Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglu á stunguárás í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Hann hefur þegar verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. 9. mars 2022 16:18 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að ofbeldisbrot gegn eldri borgurum séu yfir þúsund á ári Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Meðal sönnunargagna í málinu var myndband frá vettvangi sem birt var í fjölmiðlum, meðal annars á Vísi, í kjölfar árásarinnar. Samverkamaður Daniels, 25 ára karlmaður sem lét höggin dynja á fórnarlambinu, hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir aðkomu sína að málinu. Daniel var ákærður fyrir tilraun til manndráps. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði hann hins vegar af tilraun til manndráps þar sem ekki væri hægt að slá því föstu að Daniel hlyti að hafa verið ljóst að bani kynni að hljótast af atlögunni. Var hann sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás. Daniel var dæmdur til að greiða fórnarlambinu 1,5 milljón króna í miskabætur. Hinn sakborningurinn var dæmdur til að greiða 400 þúsund krónur í miskabætur. Í dómnum segir að sá sem hafi orðið fyrir árásinni hafi verið með samfellin lungu báðum megin. Það hafi verið mat sérfræðilæknis að áverkinn gæti hafa verið eftir skrúfjárn, en áhaldið sem notast var við fannst aldrei á vettvangi. Læknirinn sagði áverkann hafa verið lífshættulegan, en að batahorfur væru góðar. Um aðdraganda árásarinnar segir að ákærðu hafi áður orðið fyrir áreiti eða árás inni á skemmtistaðnum, þó að engu sé slegið föstu um slíkt. Það sé hins vegar mat dómsins að árásin hafi verið tilefnislaus og að árás, eða eftir atvikum áreiti, sem ákærðu hafi orðið fyrir inni á skemmtistaðnum réttlæti ekki líkamsárásina fyrir utan staðinn. Framburður Daniels var af dómara metinn mjög óljós, en vitnisburður þess sem fyrir árásinni varð trúverðugur. Einnig sakfelldur fyrir aðra árás Daniel var einnig sakfelldur fyrir að hafa veist að 24 ára karlmanni fyrir utan skemmtistaðinn Prikið í Bankastræti í júlí árið 2021 og gefið honum olnbogaskot í andlitið. Fórnarlambið í því máli hlaut tannbrot á tveimur framtönnum auk yfirborðsáverka á höfði og á hægri hendi. Var Daniel dæmdur til að greiða honum hálfa milljón króna í miskabætur.
Dómsmál Næturlíf Reykjavík Líkamsárás við 203 Club Tengdar fréttir Sonur Öldu stunginn sex sinnum í bakið: „Þakklát að hann sé á lífi“ Íslenskur karlmaður liggur á sjúkrahúsi eftir að hann lenti í alvarlegri stunguárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Móðir hans, Alda Lárusdóttir, segir mildi að ekki hafi farið verr. 6. mars 2022 11:56 Myndband sýnir árásina í miðbænum um helgina Tvítugur íslenskur karlmaður varð fyrir alvarlegri stunguárás við Ingólfstorg í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Myndband af árásinni er komið í dreifingu á samfélagsmiðlum og má sjá í spilaranum að ofan. Andlit hlutaðeigandi hafa verið afmáð. 7. mars 2022 10:25 Handtekinn og í fjögurra vikna varðhald Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglu á stunguárás í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Hann hefur þegar verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. 9. mars 2022 16:18 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að ofbeldisbrot gegn eldri borgurum séu yfir þúsund á ári Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Sjá meira
Sonur Öldu stunginn sex sinnum í bakið: „Þakklát að hann sé á lífi“ Íslenskur karlmaður liggur á sjúkrahúsi eftir að hann lenti í alvarlegri stunguárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Móðir hans, Alda Lárusdóttir, segir mildi að ekki hafi farið verr. 6. mars 2022 11:56
Myndband sýnir árásina í miðbænum um helgina Tvítugur íslenskur karlmaður varð fyrir alvarlegri stunguárás við Ingólfstorg í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Myndband af árásinni er komið í dreifingu á samfélagsmiðlum og má sjá í spilaranum að ofan. Andlit hlutaðeigandi hafa verið afmáð. 7. mars 2022 10:25
Handtekinn og í fjögurra vikna varðhald Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglu á stunguárás í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Hann hefur þegar verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. 9. mars 2022 16:18