Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Brynjar stefnir á for­seta Brid­gesam­bandsins

Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gefur kost á sér til forseta Bridgesambands Íslands. Ársþing sambandsins verður haldið sunnudaginn 20. febrúar.

Súðavíkurhlíð lokuð vegna snjóflóðs

Uppfært 14:25: Búið er að opna veginn um Súðavíkurhlíð tímabundið á nýjan leik eftir að veginum var lokað fyrr í dag vefna lítils snjóflóðs. Á vef lögreglunnar á Vestfjörðum segir að veginum verði lokað í síðasta lagi klukkan 18 í kvöld og ekki opnaður fyrr en búið verður að meta aðstæður með tilliti til snjóflóðahættu í fyrramálið. Þó er hætta á að vegurinn gæti lokast fyrr.

Vonast til að stytta einangrun úr sjö dögum í fimm í dag

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segist vonast til þess að einangrunartími hér á landi vegna Covid-19 verði styttur úr sjö dögum í fimm. Skoðun á því sé unnin í samvinnu við Covid-göngudeild Landspítalans.

Björg­vin Páll veltir borgar­stjóra­stólnum fyrir sér

Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, veltir fyrir sér hvort hann vilji verða borgarstjóraefni Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann spyr sjálfan sig og aðra: Er ég efni í næsta borgarstjóra í Reykjavík?

Biður einkennalausa og forvitna um að fara frekar í hraðpróf

Sóttvarnalæknir biðlar til þeirra sem eru einkennalausir að fara frekar í hraðpróf en einkennasýnatöku. Ástæðan er meðal annars sú að afkastageta við greiningar hefur minnkað eftir að Íslensk erfðagreining hætti að greina PCR-sýni í lok síðustu viku.

Reynslumiklu flugfreyjurnar lögðu Icelandair

Icelandair bar að fara eftir starfsaldri þegar félagið afturkallaði uppsagnir flugfreyja og flugþjóna rúmum þremur mánuðum eftir að fólkinu hafði verið sagt upp í apríl 2020.

Hálfur milljarður í menningargeirann

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun um hálfs milljarðs króna framlag til menningargeirans vegna áhrifa sem hann hefur orðið fyrir vegna Covid-19 faraldursins.

Kynna afléttingaáætlun fyrir Ísland á föstudag

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra minnir á að Landspítalinn starfi enn á neyðarstigi. Gæta þurfi bæði jafnræðis og meðalhófs við ákvarðanir. Tíu manna samkomubann er áfram í gildi í landinu en Willum boðar kynningu á afléttingaráætlun á föstudag.

Sjá meira