Brynjar hættur á Facebook Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nýskipaður aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra, er hættur á Facebook, tímabundið hið minnsta. Hann segir nýja starfið þess eðlis að þar sé ekki gert ráð fyrir ábyrgðarlausu glensi á samfélagsmiðlum. 2.12.2021 16:13
Skammar foreldra í Fossvoginum sem eigi að vita betur Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, segir foreldra í Fossvoginum eiga að vita betur en að tala um það sem þyngra en tárum taki að börn þeirra missi af skólabúðum. Skólastjórinn í Fossvogsskóla sagði upp störfum nýlega og vísaði til gríðarlegs álags sem fylgt hefði starfinu. 2.12.2021 15:42
Sá omíkron-smitaði á áttræðisaldri Einstaklingurinn sem greindist fyrstur manna hér á landi með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar er karlmaður á áttræðisaldri. Hann er fullbólusettur og hefur þess utan fengið örvunarskammt. 2.12.2021 14:15
Aron Einar og Eggert reikna með því að málið verði fellt niður Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, hefur gefið skýrslu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn á kynferðisbroti í Kaupmannahöfn árið 2010. Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH og fyrrverandi landsliðsmaður, gaf skýrslu hjá lögreglu í sama máli í gær. Leikmennirnir segjast báðir reikna með því að málið verði fellt niður. 2.12.2021 12:13
John Snorri reyndi hið fáránlega til að takast hið ómögulega „Til að takast hið ómögulega verður maður að reyna hið fáránlega“. Þessi speki spænsks rithöfundar voru einkunnarorð John Snorra Sigurjónssonar fjallgöngukappa. Orð sem áttu vel við hjá manni sem vann endurtekið afrek sem okkur hinum fannst ótrúleg. 2.12.2021 07:00
Fékk húsnæði á góðum kjörum frá eigendum Svefns og heilsu Felino er nýr pítsustaður sem bakarinn Jóhannes Felixson ætlar að opna í Listhúsinu í Laugardal í desember. Eigendur húsnæðisins taka Jóhannesi fagnandi hafa komist að samkomulagi við hann um notkun húsnæðisins sem þó felur ekki í sér leigusamning. 1.12.2021 21:00
Svona er staðan í Grímsvötnum séð úr flugvélinni hjá RAX Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið um tæpa tíu metra og gert er ráð fyrir að hlaup hefjist nú um helgina. Búist er við að hlaupið verði minna en spár gerðu upphaflega ráð fyrir en áfram eru taldar líkur á að gos fylgi í kjölfarið. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Grímsvötn í dag. 1.12.2021 16:31
Segja barnavernd hafa lokið málinu án frekari athugasemda Úttekt Reykjavíkurborgar á sjálfstætt starfandi leikskólanum Sælukoti stendur enn yfir. Forsvarsmenn leikskólans segja skólann hafa starfað við góðan orðstír undir eftirliti frá árinu 1984. Sælukot hefur tryggt sér þjónustu lögmanns til að gæta hagsmuna leikskólans. 1.12.2021 16:02
Tafir á umferð víða um höfuðborgarsvæðið eftir hádegið Töluverðar umferðartafir hafa orðið á umferð í höfuðborginni eftir hádegi vegna umferðarslysa. Engir sjúkraflutningar eru þó skráðir hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 1.12.2021 14:38
Býr nýjan ráðherra undir að grípa þurfi til aðgerða á landamærum og innanlands Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að vera undir það búin að nýtt afbrigði kórónuveirunnar geti borist hingað til lands. Reynist veiran skeinuhættari en talið hefur verið þurfi að undirbúa að grípa til hertari aðgerða bæði á landamærum og jafnvel innanlands. Slíkar tillögur séu ekki á borðinu sem stendur en það kunni að breytast fljótt. 30.11.2021 14:29