Sakar Bjarna Ben um lítilsvirðingu gagnvart landsbyggðinni Fráfarandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir formann flokksins harðlega hvernig staðið var að ráðherraskipun í nýrri ríkisstjórn. Hann segir sinnuleysi ítrekað gagnvart landsbyggðinni sem eigi eftir að skaða flokkinn enn frekar. 30.11.2021 13:43
115 greindust innanlands í gær og innan við helmingur í sóttkví 115 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og fimm á landamærum. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. 30.11.2021 10:59
Bíll við bíl í snjókomunni í Reykjavík og árekstur tefur umferð Árekstur tveggja bíla varð á Hafnarfjarðarvegi nærri Arnarnesbrúnni síðdegis. Vinna stendur yfir á vettvangi og gengur umferð afar hægt frá Reykjavík til Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar af þessum sökum. Árekstur.is segist hafa sinnt á annan tug árekstra síðdegis og hafi komið á óvart hve margir séu á sumardekkjum. 29.11.2021 16:54
Orri Páll formaður þingflokks VG Orri Páll Jóhannsson er nýr formaður þingflokks Vinstri grænna. Þetta var ákveðið á fundi þingflokksins síðdegis. Hann tekur við stöðunni af Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur sem verður varaformaður þingflokksins. 29.11.2021 16:34
Matvælaöryggi ekki tryggt við ísframleiðslu hjá Ketó kompaníinu og Pizzunni Ketókompaníið hefur að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Ketóís frá Ketó Kompaníinu og ís frá Pizzunni. Matvælaöryggi viðkomandi vara var ekki tryggt á framleiðslustað. 29.11.2021 13:22
Uggandi yfir nýju fyrirkomulagi og kalla eftir skýrum aðgerðum Stjórn Landverndar fagnar markmiðum nýrrar ríkisstjórnar í loftslagsmálum en kallar eftir skýrari aðgerðum til að ná þeim. Áform um að ganga gegn áliti fagaðila varðandi rammaáætlun þrjú sé stríðsyfirlýsing. Þá óttast Landvernd að sama ráðuneytið haldi utan um orkumál og náttúruvernd. 29.11.2021 12:11
Gleymdi að afhenda Þórdísi Kolbrúnu lyklaspjaldið Lyklavöldin að utanríkisráðuneytinu verða áfram hjá Sjálfstæðisflokknum þó ákveðið hafi verið að skipta um ráðherra í brúnni. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tekur við af Guðlaugi Þór Þórðarsyni sem færir sig yfir í umhverfis- og loftslagsmálaráðuneytið. 29.11.2021 10:57
Segist treysta engum betur í málið en Willum Svandís Svavarsdóttir fráfarandi heilbrigðisráðherra segist engum treysta betur til að taka við heilbrigðisráðuneytinu en Willum Þór Þórssyni, þingmanni Framsóknar. Willum segir gott að geta leitað í reynslubanka Svandísar. 29.11.2021 10:06
Enn ekið á gangandi og fólk á rafhlaupahjóli Ekið var á gangandi vegfaranda í Hlíðarbergi í Hafnarfirði á sjöunda tímanum í kvöld. Töluvert var um umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu í dag og fólk flutt á slysadeild. Þetta kemur fram í skeyti lögreglu til fjölmiðla í kvöld. 28.11.2021 23:11
Orkuveitan þarf að greiða Glitni milljarða króna Orkuveita Reykjavíkur þarf að greiða Glitni HoldCo, eignarhaldsfélagi utan um eftirstandandi eignir hins fallna banka Glitnis, á fjórða milljarð króna. Um er að ræða 740 milljónir króna auk himinhárra uppsafnaðra dráttarvaxta vegna uppgjörs afleiðusamninga sem gerðir voru við Glitni á árunum fyrir hrun. 26.11.2021 16:54