ÚR selur skuldabréf fyrir sjö milljarða króna Stjórn Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. samþykkti í síðustu viku að gefa út skuldabréf að andvirði rúmlega sjö milljarða króna. 25.10.2021 13:20
214 greindust smitaðir um helgina Alls greindust 214 innanlands í einkennasýnatökum eða sóttkvíar- og handahófsskimunum síðustu þrjá sólarhringa. 113 þeirra sem greindust innanlands síðustu þrjá daga voru í sóttkví við greiningu, eða 52,8 prósent. 101 voru utan sóttkvíar, eða 47,2 prósent. 25.10.2021 12:22
Leynilöggan halaði inn milljónir um frumsýningarhelgina Kvikmyndin Leynilöggan halaði inn 15,9 milljónum króna um liðna helgi sem gerir kvikmyndina að tekjuhæstu frumsýningu á íslenskri mynd frá upphafi. Mýrin í leikstjórn Baltasar Kormáks átti metið en miðar á myndina seldust fyrir 15,8 milljónir króna í október 2006. 25.10.2021 11:40
Lögregla tjáir sig ekkert um rannsókn málsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun ekkert tjá sig um rannsókn sína á kærumáli sem snerta tvo knattspyrnumenn. Meint brot átti sér stað árið 2010 en brotaþoli í málinu lagði fram kæru í málinu á dögunum. 25.10.2021 11:26
Rakel Eva flytur sig frá Marel til Play Rakel Eva Sævarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður sjálfbærni- og samfélagsábyrgðar hjá flugfélaginu Play. Í tilkynningu frá flugfélaginu segir að hún muni í starfinu móta og innleiða sjálfbærnistefnu félagsins ásamt því að skilgreina sjálfbærnitengd markmið þess sem snúa að umhverfismálum, félagslegum þáttum, stjórnarháttum og öðrum rekstrarlegum þáttum. 25.10.2021 11:06
Þrjú ár fyrir nauðgun: Sagðist mjög kinkí í rúminu en fór fram með ofbeldi Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi í Landsrétti fyrir að nauðga vinkonu sinni haustið 2018. Landsréttur þyngdi dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra sem áður hafði verið dæmdur í tveggja ára fangelsi. 22.10.2021 16:25
Kvöldfréttir lengri um helgar Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar býður nú upp á lengri fréttatíma á Stöð 2 um helgar. Fréttatíminn, sem samanstendur af kvöldfréttum og sportpakka, verður nú 25 mínútur alla daga vikunnar. 22.10.2021 15:56
Kannast ekkert við byrlunarfaraldur í Reykjavík Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu og eigendur skemmtistaða og pöbba í miðbæ Reykjavíkur kannast ekki við það að byrlunarfaraldur geysi í miðbæ Reykjavíkur. Eigandi Bankastræti Club í Reykjavík segist vita um nokkur tilvik sem upp hafi komið á staðnum undanfarnar vikur og fleiri stöðum. 22.10.2021 14:57
Hulda tilbúin að taka við keflinu af Hauki Hulda Bjarnadóttir, kylfingur og starfsmaður hjá Marel, hefur ákveðið að gefa kost á sér til forseta Golfsambands Íslands. Haukur Örn Birgisson hefur tilkynnt að hann ætli að láta staðar numið sem forseta. 22.10.2021 10:26
Átök á Pablo Discobar: Rekstrarstjóri réðst að gesti með vínflösku Rektrarstjóri Pablo Discobar, skemmtistaðar sem nýlega var opnaður að nýju eftir eldsvoða í mars í fyrra, missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi. Lögreglan er með málið til rannsóknar. Rekstrarstjórinn er kominn í ótímabundið leyfi frá störfum. 21.10.2021 17:16