Ekkert benti til refsiverðrar háttsemi lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. desember 2021 11:31 Frá vettvangi í Dalsseli í ágúst. Vísir/Egill Héraðssaksóknari hefur hætt rannsókn á viðbrögðum lögreglu við skotárás í Dalseli á Egilsstöðum þann 26. ágúst í fyrra. Saksóknari segir ekkert hafa komið fram sem gefið hafi til kynna refsiverða háttsemi af hálfu lögreglu. Austurfrétt greindi fyrst frá. Friðrik Smári Björgvinsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að samkvæmt lögreglulögum skuli héraðssaksóknari rannsaka atvik þegar maður lætur lífið, hann verði fyrir stórfelldu líkamstjóni eða lífi manns er hætta búin í tengslum við störf lögreglu, óháð því hvort grunur sé um refsivert brot. Við slíkar rannsóknir hafi lögreglumönnum verið gefin réttarstaða sakborninga. Svo hafi verið gert við tvo lögreglumenn við rannsókn þessa máls. „Ekkert kom fram við rannsóknina sem benti til að um hafi verið að ræða refsiverða háttsemi af hálfu lögreglu og því hefur sá hluti málsins verið látinn niður falla með vísan til 145. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Lögreglumönnunum var tilkynnt um ákvörðunina í síðustu viku,“ segir Friðrik Smári. Ætlaði að eiga samskipti við barnsföður kærustu Það var á tíunda tímanum að kvöldi 26. ágúst sem Lögreglunni á Austurlandi barst tilkynning um vopnaðan mann sem hafði uppi hótanir um að beita vopni. Þar var á ferðinni karlmaður á fimmtugsaldri sem ætlaði að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni. Mætti hann þangað vopnaður Beretta A87 Target skammbyssu. Skothvellir heyrðust úr húsinu og var maðurinn síðar skotinn í kviðinn af lögreglu. Voru viðbrögð lögreglu til rannsóknar hjá héraðssaksóknara sem hefur nú hætt þeirri rannsókn. Kröfur um milljónir í bætur Byssumaðurinn sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, eignaspjöll, vopnalagabrot og brot í nánu sambandi. Þá hefur réttargæslumaður brotaþola lagt fram einkaréttarkröfur fyrir þeirra hönd. Það er fyrir hönd sambýliskonu mannsins, barnsföður hennar og tveggja sona þeirra. Barnsfaðirinn gerir þá kröfu að maðurinn greiði honum rúmar 2,9 milljónir króna í miskabætur. Gerð er krafa fyrir hönd unglingsdrengjanna tveggja að byssumaðurinn greiði þeim 2,5 milljónir króna hvorum í miskabætur. Þá gerir móðir drengjanna, sambýliskona byssumannsins, kröfu um að hann greiði sér 1,5 milljón króna í miskabætur. Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Dómsmál Lögreglan Lögreglumál Múlaþing Tengdar fréttir Byssumaðurinn meðal annars ákærður fyrir tilraun til manndráps Ákæra á hendur manninum, sem var skotinn af lögreglunni á Egilsstöðum í ágúst eftir að hann skaut af byssu á íbúðarhús í Dalseli, hefur verið birt. Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, eignaspjöll, vopnalagabrot og brot í nánu sambandi. 29. nóvember 2021 11:02 Byssumaðurinn á Egilsstöðum ákærður Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni, sem skaut á hús í Dalseli á Egilsstöðum í ágúst. Maðurinn var skotinn af lögreglu og fluttur á Landspítala þar sem hann lá á gjörgæslu í nokkurn tíma. Hann var síðar úrskurðaður í gæsluvarðhald. 22. nóvember 2021 11:03 Bæjarbúar skelkaðir og þeim boðin áfallahjálp Íbúar á Egilsstöðum eru slegnir eftir að lögregla skaut mann þar í gærkvöldi. Líðan skotmannsins er stöðug en hann gekkst undir aðgerð í nótt eftir að hafa orðið fyrir skoti í kviðinn. 27. ágúst 2021 21:06 Hrósar lögreglu í hástert fyrir viðbrögð í gærkvöldi Íbúi í Dalseli á Egilsstöðum segir lögreglu á Austfjörðum hafa staðið sig afar faglega á vettvangi þegar vopnaður karlmaður á fimmtugsaldri var skotinn í gærkvöldi. Hann segir byssumanninn hafa dritað kúlum og haglaskotum um allt. 27. ágúst 2021 16:24 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Fleiri fréttir Burðardýr ekki nafngreint vegna hótana og ógnana Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Sjá meira
Austurfrétt greindi fyrst frá. Friðrik Smári Björgvinsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að samkvæmt lögreglulögum skuli héraðssaksóknari rannsaka atvik þegar maður lætur lífið, hann verði fyrir stórfelldu líkamstjóni eða lífi manns er hætta búin í tengslum við störf lögreglu, óháð því hvort grunur sé um refsivert brot. Við slíkar rannsóknir hafi lögreglumönnum verið gefin réttarstaða sakborninga. Svo hafi verið gert við tvo lögreglumenn við rannsókn þessa máls. „Ekkert kom fram við rannsóknina sem benti til að um hafi verið að ræða refsiverða háttsemi af hálfu lögreglu og því hefur sá hluti málsins verið látinn niður falla með vísan til 145. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Lögreglumönnunum var tilkynnt um ákvörðunina í síðustu viku,“ segir Friðrik Smári. Ætlaði að eiga samskipti við barnsföður kærustu Það var á tíunda tímanum að kvöldi 26. ágúst sem Lögreglunni á Austurlandi barst tilkynning um vopnaðan mann sem hafði uppi hótanir um að beita vopni. Þar var á ferðinni karlmaður á fimmtugsaldri sem ætlaði að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni. Mætti hann þangað vopnaður Beretta A87 Target skammbyssu. Skothvellir heyrðust úr húsinu og var maðurinn síðar skotinn í kviðinn af lögreglu. Voru viðbrögð lögreglu til rannsóknar hjá héraðssaksóknara sem hefur nú hætt þeirri rannsókn. Kröfur um milljónir í bætur Byssumaðurinn sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, eignaspjöll, vopnalagabrot og brot í nánu sambandi. Þá hefur réttargæslumaður brotaþola lagt fram einkaréttarkröfur fyrir þeirra hönd. Það er fyrir hönd sambýliskonu mannsins, barnsföður hennar og tveggja sona þeirra. Barnsfaðirinn gerir þá kröfu að maðurinn greiði honum rúmar 2,9 milljónir króna í miskabætur. Gerð er krafa fyrir hönd unglingsdrengjanna tveggja að byssumaðurinn greiði þeim 2,5 milljónir króna hvorum í miskabætur. Þá gerir móðir drengjanna, sambýliskona byssumannsins, kröfu um að hann greiði sér 1,5 milljón króna í miskabætur.
Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Dómsmál Lögreglan Lögreglumál Múlaþing Tengdar fréttir Byssumaðurinn meðal annars ákærður fyrir tilraun til manndráps Ákæra á hendur manninum, sem var skotinn af lögreglunni á Egilsstöðum í ágúst eftir að hann skaut af byssu á íbúðarhús í Dalseli, hefur verið birt. Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, eignaspjöll, vopnalagabrot og brot í nánu sambandi. 29. nóvember 2021 11:02 Byssumaðurinn á Egilsstöðum ákærður Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni, sem skaut á hús í Dalseli á Egilsstöðum í ágúst. Maðurinn var skotinn af lögreglu og fluttur á Landspítala þar sem hann lá á gjörgæslu í nokkurn tíma. Hann var síðar úrskurðaður í gæsluvarðhald. 22. nóvember 2021 11:03 Bæjarbúar skelkaðir og þeim boðin áfallahjálp Íbúar á Egilsstöðum eru slegnir eftir að lögregla skaut mann þar í gærkvöldi. Líðan skotmannsins er stöðug en hann gekkst undir aðgerð í nótt eftir að hafa orðið fyrir skoti í kviðinn. 27. ágúst 2021 21:06 Hrósar lögreglu í hástert fyrir viðbrögð í gærkvöldi Íbúi í Dalseli á Egilsstöðum segir lögreglu á Austfjörðum hafa staðið sig afar faglega á vettvangi þegar vopnaður karlmaður á fimmtugsaldri var skotinn í gærkvöldi. Hann segir byssumanninn hafa dritað kúlum og haglaskotum um allt. 27. ágúst 2021 16:24 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Fleiri fréttir Burðardýr ekki nafngreint vegna hótana og ógnana Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Sjá meira
Byssumaðurinn meðal annars ákærður fyrir tilraun til manndráps Ákæra á hendur manninum, sem var skotinn af lögreglunni á Egilsstöðum í ágúst eftir að hann skaut af byssu á íbúðarhús í Dalseli, hefur verið birt. Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, eignaspjöll, vopnalagabrot og brot í nánu sambandi. 29. nóvember 2021 11:02
Byssumaðurinn á Egilsstöðum ákærður Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni, sem skaut á hús í Dalseli á Egilsstöðum í ágúst. Maðurinn var skotinn af lögreglu og fluttur á Landspítala þar sem hann lá á gjörgæslu í nokkurn tíma. Hann var síðar úrskurðaður í gæsluvarðhald. 22. nóvember 2021 11:03
Bæjarbúar skelkaðir og þeim boðin áfallahjálp Íbúar á Egilsstöðum eru slegnir eftir að lögregla skaut mann þar í gærkvöldi. Líðan skotmannsins er stöðug en hann gekkst undir aðgerð í nótt eftir að hafa orðið fyrir skoti í kviðinn. 27. ágúst 2021 21:06
Hrósar lögreglu í hástert fyrir viðbrögð í gærkvöldi Íbúi í Dalseli á Egilsstöðum segir lögreglu á Austfjörðum hafa staðið sig afar faglega á vettvangi þegar vopnaður karlmaður á fimmtugsaldri var skotinn í gærkvöldi. Hann segir byssumanninn hafa dritað kúlum og haglaskotum um allt. 27. ágúst 2021 16:24