Smitten fær 330 milljóna fjármögnun til útrásar í Evrópu Stefnumótaappið Smitten hefur fengið byr undir báða vængi fyrir útrás til Evrópu eftir að hafa lokað 330 milljóna króna fjármögnun. Stofnandi Smitten segir 25 þúsund Íslendinga hafa sótt appið og nokkur þúsund noti það á hverjum einasta degi, að stærstum hluta fólk undir þrítugu. 18.6.2021 11:34
Eyddu 220 milljörðum á ferð sinni um Ísland árið 2020 Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu nam 3,9% árið 2020 samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum ferðaþjónustureikninga, samanborið við 8% árið 2019. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. 18.6.2021 10:47
Partýsprengja um helgina Telja má líklegt að laugardagurinn 19. júní verði mikill veisludagur. Brautskráning kandídata við Háskóla Íslands fer fram í Laugardalshöll og kandídatar við Háskólann í Reykjavík fá sínar viðurkenningar við athöfn í Hörpu. 18.6.2021 10:15
Sjálfsvígum kvenna fjölgaði mikið á Covid-árinu 2020 Á síðasta ári sviptu 47 sig lífi á Ísland. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum sem Landlæknisembættið birti í dag en að meðaltali á árunum 2011 til 2020 hafa orðið 39 sjálfsvíg hér á landi. Sjálfsvígin voru 15 á meðal kvenna og 32 á meðal karla í fyrra. 16.6.2021 15:38
Hæstiréttur þyngir verulega dóm tveggja fyrir nauðgun Hæstiréttur hefur dæmt Lukasz Soliwoda og Tomasz Walkowski í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa nauðgað unglingsstúlku í heimahúsi í Reykjavík í febrúar 2017. Þá var mönnunum tveimur gert að greiða stúlkunni 1,8 milljónir króna hvor í miskabætur. 16.6.2021 15:19
Íslensk-frönsk veforðabók opin öllum endurgjaldslaust Ný íslensk-frönk veforðabók verður öllum aðgengileg frá og með deginum í dag og það endurgjaldslaust. Lexía inniheldur fimmtíu þúsund uppflettiorð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá franska sendiráðinu. 16.6.2021 11:54
Með kíló af kókaíni á Keflavíkurflugvelli Lögreglan á Suðurnesjum handtók um síðastliðna helgi erlendan karlmann í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir að grunur vaknaði hjá tollvörðum að viðkomandi hefði fíkniefni meðferðis. 16.6.2021 11:36
Magnað sjónarspil af glóandi hraunvegg í Nátthaga Feðginin Una Rós Gísladóttir og Gísli Reynisson voru á meðal þeirra sem urðu vitni að miklu sjónarspili 14. júní þegar rauðglóandi hraunið rann niður hlíðina í Nátthaga. 16.6.2021 11:29
Bein útsending: Hvert stefnir Ísland í alþjóðasamvinnu? Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Norræna húsið og utanríkisráðuneytið í samstarfi við Félag stjórnmálafræðinga, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Vestnorræna ráðið standa nú í fjórða sinn fyrir ráðstefnu um alþjóðamál, að þessu sinni í dag klukkan 9 í Norræna húsinu. 16.6.2021 08:15
Þungur dynkur og hrópað „aðstoð, aðstoð!“ „Aðstoð, aðstoð,“ heyrðist kallað oftar en einu sinni og oftar en tvisvar þegar ég lagði leið mína í Laugardalshöll í bólusetningu með bóluefni Janssen í gær. Hjúkrunarfræðingur að tilkynna fólki að einstaklingur hefði fallið í yfirlið. Daglegt brauð í Laugardalshöll og líklegra hjá ungu fólki. 15.6.2021 13:00
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent