Innlent

Ó­lög­ráða á­kærður fyrir sam­ræði við fjór­tán ára stúlku

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness í Hafnarfirði.
Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness í Hafnarfirði. Vísir/vilhelm

Ólögráða drengur á suðvesturhorninu hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart stúlku með því að hafa í tvígang samræði við fjórtán ára stúlku.

Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness þar sem þinghald er lokað. Upplýsingar um hvenær meint brot áttu sér stað hafa verið afmáðar úr ákærunni.

Í ákærunni segir um kynferðisbrotið að um sé að ræða samræði. Móðir stúlkunnar krefst fyrir hönd dóttur sinnar fjögurra milljóna króna miskabóta af hendi móður ákærða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×