Ríkissaksóknari áfrýjar máli Sigur Rósar: „Mér þykir þetta orðið skammarlegt“ Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja sýknudómi héraðsdóms í máli fjögurra liðsmanna hljómsveitarinnar Sigur Rósar. Liðsmönnum sveitarinnar hefur verið birt áfrýjunarstefna. 8.6.2021 15:43
Bein útsending: Verðlaunað fyrir samfélagslega ábyrgð fyrirtækja Festa, Stjórnvísi og Viðskiptaráð Íslands veita viðurkenningu fyrir Samfélagsskýrslu ársins 2021. Beint streymi verður frá athöfninni og umræðum hér á Vísi. 8.6.2021 11:31
Hafþór Logi fékk leyfi hjá Hæstarétti Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Hafþórs Loga Hlynssonar sem sakfelldur var fyrir peningaþvætti í Landsrétti í janúar. Ríkissaksóknari var samþykkur áfrýjunarbeiðninni og taldi Hæstiréttur að úrlausn um beitingu tiltölulega nýrra lag gæti haft verulega almenna þýðingu. 7.6.2021 16:24
Keypti skuldir þrotabúsins og sækir skuldlaus á miðin Útgerðarmaður og bæjarfulltrúi í Kópavogi segist hafa ákveðið að gera upp við alla kröfuhafa í þrotabú útgerðarinnar Sælindar ehf í topp í stað þess að bíða eftir niðurstöðu í dómsmáli. Guðmundur Gísli var í nóvember 2019 dæmdur í héraðsdómi til að greiða þrotabúinu fimmtíu milljónir króna auk vaxta vegna gjafagjörnings. 7.6.2021 15:06
Stelpur rokka, Röskva og Samtökin '78 telja ummæli Þórólfs ala á ótta og fordómum Tuttugu félagasamtök úr ólíkum áttum telja að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafi alið á ótta og fordómum í garð flóttafólks og hælisleitenda í svörum sínum við spurningum blaðamanns um sjö smitaða einstaklinga fyrir helgi utan sóttkvíar. Allir voru hælisleitendur á höfuðborgarsvæðinu. 7.6.2021 14:07
1300 manns keppa í utanvegahlaupi um Hengilsvæðið Keppendur í 161 kílómetra flokki á Salomon Hengil Ultra voru ræstir út klukkan 14 í dag. Sextán keppa í 161 kílómetraflokknum en alls verða keppendur um helgina í kringum 1300 sem er met í utanvegahlaupi hér á landi. 4.6.2021 14:57
Svona raðast árgangarnir í bólusetningu næstu þrjár vikur Dregið var í handahófskennda bólusetningarröð árganga 1976 til 2005 klukkan tíu í morgun. Vísir var í beinu streymi frá drættinum. 4.6.2021 09:31
Marek dæmdur til að sæta öryggisvistun vegna brunans á Bræðraborgarstíg Marek Moszczynski, pólskur karlmaður á sjötugsaldri, var sýknaður af kröfu um refsingu fyrir að hafa orðið þremur að bana í bruna á Bræðraborgarstíg í júní í fyrra. Marek var metinn ósakhæfur og verður gert að sæta öryggisvistun. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu. 3.6.2021 15:04
Innipúkinn snýr aftur á nýjum stað Tónlistarhátíðin Innipúkinn fer fram í Ingólfsstræti í Reykjavík um verslunarmannahelgina eftir að hafa verið blásin af í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins. Þá stóð til að Birgitta Haukdal og Moses Hightower kæmu fram saman. Ári síðar verður sameiningin að veruleika. 3.6.2021 14:18
Mikill munur á verði á sumarnámskeiðum hjá íþróttafélögum Heilmikill munur er á verði á þeim námskeiðum sem standa grunnskólabörnum til boða yfir sumartímann samkvæmt úttekt verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands. Tímagjald fyrir íþrótta- og leikjanámskeið á Akureyri er 133 krónur á meðan gjaldið er þrisvar til fjórum sinnum hærra í Kópavogi. 3.6.2021 13:53
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent