Fólk í heimasóttkví fær heimsóknir en ekki frá lögreglu Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að eftirlit með fólki sem kemur til landsins og fer í heimasóttkví verði aukið með tvennum hætti. Annars vegar skerpt á símtölum til fólks og þeim fjölgað. Hins vegar fær fólk í heimasóttkví heimsókn frá aðilum sem þó er ekki lögregla. 15.4.2021 12:14
Seðlabankinn skammar LIVE vegna útboðs Icelandair Seðlabanki Íslands segir að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LIVE) hafi ekki gætt að því að meta hæfi einstakra stjórnarmanna við undirbúning og ákvörðun um hvort sjóðurinn tæki þátt í hlutafjárútboði Icelandair. Þetta kemur fram á vef Seðlabankans. 15.4.2021 10:38
Loka gossvæðinu á morgun vegna veðurs Gossvæðið á Reykjanesi verður lokað á morgun vegna slæmrar veðurspár. Þetta er ákvörðun Lögreglustjórans á Suðurnesjum. 14.4.2021 16:08
Fyrirspurnum rignir vegna krafna nýs innheimtufyrirtækis Neytendasamtökin segja að fyrirspurnum hafi rignt inn til samtakanna síðan í gær vegna innheimtufyrirtækisins BPO innheimta ehf. Fyrirtækið hafi sent fólki reikninga í gær með eindaga upp á sama dag. Þá séu dæmi um að kröfur hafi tvöfaldast frá því í gærkvöldi. 14.4.2021 13:33
Elvis Valca kominn í leitirnar Elvis Valca, 27 ára Albani sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fimmtudaginn 8. apríl, er kominn í leitirnar. 13.4.2021 16:29
Fjarkennsla út vikuna í MH eftir að kennari smitaðist Allir nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð munu verða í fjarkennslu út vikuna eftir að kennari við skólann greindist smitaður. 13.4.2021 15:19
Laugalandskonur langþreyttar á aðgerðarleysi Tólf konur sem segjast hafa sætt illri meðferð, andlegu og líkamlegu ofbeldi á meðferðarheimilinu Laugalandi á árunum 1997 til 2007 upplifa sem svo að rannsókn á málum þeirra sé ekki gerð af alvöru eða hafi forgang. Þau hafi reiknað með öðru eftir fund með ráðherra og lögfræðingi velferðarráðuneytisins. 13.4.2021 15:05
Ekkert heyrst frá Elvis Valca Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að hinum 27 ára gamla Albana, Elvis Valca. Lögregla lýsti eftir Elvis fimmtudaginn 8. apríl en hann hefur ekki komið í leitirnar. 13.4.2021 14:13
Bein útsending: Nýsköpun í rótgrónum rekstri Þekkingardagurinn 2021 fer fram þann 13 apríl en dagurinn hefur verið haldinn árlega síðan árið 2000. Deginum verður streymt beint á Vísi en útsending hefst klukkan 14:15 og líkur 16:00. Þema Þekkingardagsins 2021 er Nýsköpun í rótgrónum rekstri. 13.4.2021 13:31
Söguleg reglugerð Svandísar Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag um tilslakanir innanlands á grundvelli tillagna Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Svandís segist hafa farið í einu og öllu að tillögum Þórólfs nema að einu leyti. Reglugerðin tekur gildi einum degi fyrr en Þórólfur lagði til. 13.4.2021 13:08
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent